Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 225
**1. 2208004 - Vegamál**
|Til máls tók: Eyjólfur.|
Samþykkt samhljóða.
**2. 2209001 - Heilbrigðismál**
|Til máls tóku: Ingibjörg, Einar.|
Samþykkt samhljóða.
**3. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar**
|Til máls tóku: Garðar, Eyjólfur.|
Samþykkt samhljóða.
[Viljayfirlysing Dalabyggd.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=j1WmBC9nY0uVuahBB4Cgxg1&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**4. 2209009 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Samþykkt samhljóða.
[Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=OAMvEVOsKU661ooGHzpFow&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**5. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar**
|Lagt til að ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar sé staðfest.|
Samþykkt samhljóða.
[Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129 (7.9.2022) - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=1DK42FdWoEWDkT8YoWZ2aQ&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**6. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi**
|Lagt til að bókun umhverfis- og skipulagsnefndar sé staðfest.|
Samþykkt samhljóða.
[Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129 (7.9.2022) - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=al9eNfZUbkO8grlW_abeyA&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**7. 2208002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 296**
|Samþykkt samhljóða.|
**7.1. 2207019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI**
Tekjur hækka og mótframlag Jöfnunarsjóðs lækkar á móti.
Heilda hækkun tekna er 10.434.000
Til lækkunar: launakostnaður félagsheimila (Árblik), launakostnaður vegna íþróttamannvirkja, starfsmannabifreið heimaþjónustu, raforkukostnaður íþróttamannvirkja. Samtals: -8.295.000 kr.-
Til hækkunar: Fjárhagsaðstoð, vegna barna utan lögheimilis, snjómokstur, framlag vegna tónlistarskólanáms utan héraðs, laun á Silfurtúni og fráveitukerfi. Samtals: 31.800.000 kr.-
Farið yfir áætlun og stöðu vegna framkvæmda 2022.
Rætt um framkvæmdir við gatnagerð að Iðjubraut og Lækjarhvammi.
Lagt til að gerð verði verðkönnun í tvö verk vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Samþykkt samhljóða.
**7.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Rætt um upphaf og verklag við vinnu fjárhagsáætlunar 2023.
**7.3. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu**
Samningur við Borgarbyggð er í gildi til áramóta.
Fyrirséð að kostnaður við þennan þjónustulið muni hækka.
Lagt til að samtal verði tekið við til að mynda aðliggjandi sveitarfélög.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
**7.4. 2111001 - Styrkumsókn vegna jólatónleika í Dalabúð**
Lagt til að veita 50% afslátt af leigu samkvæmt verðskrá vegna jólatónleika.
Samþykkt samhljóða.
**7.5. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022**
Út ágúst verði opið frá kl.12-18 alla daga.
Lagt til að í september verði viðhöfð sama opnun og sl. vetur, þ.e. mánudaga frá kl.17:00 til 21:00 og miðvikudaga frá kl.17:00 til 21:30. Opið er annan hvorn laugardag frá kl. 10:30 til 15:30.
Samþykkt samhljóða.
**7.6. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð**
Afla þarf frekari upplýsinga um forsendur og útfærslu í samræmi við lög og reglugerðir.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Lagt til að málinu sé vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
**7.7. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir**
Lóðaleigusamningur samþykktur samhljóða.
**7.8. 2001030 - Eignarhald félagsheimila**
Lagt til að samið verði við fasteignasöluna Domus Nova varðandi sölu á félagsheimilinu Staðarfelli.
Samþykkt samhljóða.
**7.9. 2205017 - Fjallskil 2022**
Fjallskilanefnd Fellsstrandar hefur skilað inn leiðréttum gögnum.
**7.10. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg**
Byggðarráð fer yfir drögin og vísar þeim til næsta fundar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
**7.11. 2208007 - Sveitarfélög - áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir**
Lagt fram til kynningar.
**7.12. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð**
Lagt fram til kynningar.
**8. 2207003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 112**
|Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 1.|
Tillaga frá Ingibjörgu:
Skoðunarkönnun hefur sýnt tvímælalausan áhuga hjá stórum hluta barna og forráðamanna til að nýta frístundabíl til að stunda tómstundir sem fara fram á Laugum. Þetta mun stytta vinnudag grunnskólabarna svo um munar. Sveitarstjórn Dalabyggðar vill svara ákalli foreldra um bætta þjónustu við frístundir og koma á frístundaakstri á milli Búðardals og Lauga sem allra fyrst. Flokka skal frístundaakstur sem tilraunaverkefni þennan veturinn. Sveitastjóra verði falið að gera verðkönnun fyrir aksturinn með skoðunarkönnun til hliðsjónar varðandi fjölda iðkenda. Sveitastjóra, skólastjóra og formanni fræðslunefndar verði falið að meta kostnað vegna áhrifa sem frístundabíll mun hafa á grunnskóla og leikskóla. Til að mynda þyrfti að seinka skólabílum um u.þ.b. 20 mínútur á miðvikudögum og fimmtudögum. Þ.a.l. lengist gæslutími í skólanum og leikskólabörn sem nota skólabíla fara seinna heim. Ekki skal leggja gjald á leikskólabörn sem dvelja lengur í leikskólanum vegna þessa. Þá þyrfti að bæta við einu stoppi hjá skólabíl sem ekur í Saurbæ á Laugum.
Lagt til að vísa ofangreindri tillögu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
**8.1. 2205025 - Frístundaakstur**
Búið að leggja könnun fyrir alla foreldra grunnskólabarna í ágúst 2022.
Svarhlutfall var 82%
76% allra nemenda Auðarskóla sem telja sig munu nýta frístundaakstur.
Mikill meirihluti sem eru tilbúnir til að greiða fast gjald fyrir þjónustuna.
Ef til frístundaaksturs kemur þyrfti að skoða skipulag stundatöflu og heimferðir leikskólabarna.
Nefndin gerir tillögu um að Dalabyggð taki upp frístundaakstur og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til fræðslunefndar og byggðarráðs lagt fram til kynningar.
**8.2. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf**
Nefndin þakkar fyrir erindið.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna minnisblað vegna málsins og um mögulega útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**8.3. 2208009 - Grunnskólamál - haust 2022**
Skólastjóri fer yfir skólastarf haustið 2022.
84 nemendur við Auðarskóla í byrjun skólaárs.
Skoða þarf samspil skólastarfs og frístundaaksturs ef til hans kemur.
Ákalli um bætta lífsleiknikennslu hefur verið svarað.
Samþætting kennslu verður aukin.
Markmiðasetning verður hluti af skólastarfi.
Stefnt er að opnun á nýrri heimasíðu Auðarskóla 20. september nk.
Umræður um að settar verði reglur fyrir félagsmiðstöðina Hreysið í samvinnu við nemendur. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að reglum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin ræðir kynjaskiptingu í námi við Auðarskóla.
**8.4. 2208010 - Tómstundir - haust 2022**
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir drög að dagskrá íþrótta- og tómstundastarfs haustið 2022 og verkefnin framundan; vinaliðar, félagsmiðstöð, UDN, félagsstarf eldri borgara, tómstundabæklingur, ungmennaráð o.s.frv.
**8.5. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð**
Linda fer yfir stöðu DalaAuðar, opnað verður fyrir umsóknir vegna verkefnisins um næstu mánaðarmót.
**9. 2204010F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 30**
|Til máls tók: Garðar um dagskrárliði 2, 3, 5 og störf nefndarinnar milli funda. Eyjólfur um dagskrárlið 3.|
Samþykkt samhljóða.
**9.1. 2208002 - Kosning varaformanns atvinnumálanefndar**
Bjarnheiður Jóhannsdóttir er kjörin varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
**9.2. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð**
Linda fer yfir verkefnið DalaAuður ásamt framkvæmd íbúafundar 23.08.2022.
Opnað verður fyrir umsóknir í frumkvæðissjóð um mánaðarmót.
Nefndin fylgist áfram með framvindu verkefnisins og leggur til aðstoð eftir þörfum.
**9.3. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar**
Svavar fer yfir stöðu og framtíðarhorfur í sauðfjárrækt í Dalabyggð.
Umræður m.a. um rekstrarkostnað, rekstrarforsendur, sláturverð, sláturleyfishafa, loftslagsmál og fl.
Staðan er alvarleg þrátt fyrir þær hækkanir á afurðaverði sem komið hafa fram.
**9.4. 2208003 - Stefna atvinnumálanefndar 2022-2026**
Nefndin ræðir samþættingu stefnu við áherslur og verkefni í DalaAuði, uppsetningu námskeiða/fræðsluerindi vegna atvinnumála í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, gestkomur á fundi nefndarinnar, samráðsvettvang atvinnurekenda í Dalabyggð.
Nefndin vinnu áfram með stefnuna.
Fundir nefndarinnar verði miðaðir við mánudag í 4. viku hvers mánaðar.
**9.5. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022**
Lagt fram til kynningar
**10. 2209002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129**
|Samþykkt samhljóða.|
**10.1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar**
samþykkt samhljóða.
**10.2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík**
Skjöl lögð fram til kynningar, en formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila.
**10.3. 2209007 - Umsókn v/ stöðuleyfi**
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar og samþykkt á nýju aðalskipulagi.
**10.4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi**
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í minjarannsókn á lóð 17, nú þegar, til að óvissu sé eytt, áður en áform um byggingar komi fram þar.
**10.5. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir**
Nefndin leggur erindið til hliðar að ósk Sigurðar Jóhannssonar.
**10.6. 2209005 - Umsókn um byggingarleyfi - Bakkahvammur 15**
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
**10.7. 1912001 - Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss**
Nefndin leggst ekki gegn leyfisveitingu, að undangenginni grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd hennar.
**10.8. 2208008 - Byggingarleyfi Blönduhlíð**
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
**10.9. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar**
Loftlagsstefna Dalabyggðar kynnt og nefndarfólk hvatt til að lesa og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnisstjóra, innan þriggja vikna frá þessum fundi.
**10.10. 2209002 - Borgað þegar hent er**
Skýrsla um útfærslur á "Borgað þegar hent er" kynnt fyrir nefndinni. Formanni og varaformanni nefndarinnar falið að sitja kynningarfund Íslenska gámafélagsins um útfærslu.
**10.11. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð**
Nefndin felur formanni að hefja samtal við fulltrúa umhverfismála í Borgarbyggð og í Húnabyggð í þeim tilgangi að ræða lausnir.
**11. 2208013F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 63**
|Samþykkt samhljóða.|
**11.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022**
**11.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
**11.3. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda, samskipti við HVe og heilbrigðisráðuneyti**
**11.4. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.**
**12. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022**
|Til máls tók: Skúli.|
Samþykkt samhljóða.
[Byggingarnefnd 10..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=6lkSrpuAUXGQn4hGCQQ1&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**13. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022**
|Lagt fram til kynningar.|
[Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=vKw2SxpkOWGs4v1G8qbw&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**14. 2208015 - Starfshópur um vindorku kallar eftir sjónarmiðum**
|Lagt fram til kynningar.|
Lagt til að sveitarstjóri taki saman minnisblað sem verði sent á starfshópinn.
Samþykkt samhljóða.
[Stjórnarráðið _ Starfshópur um vindorku kallar eftir sjónarmiðum.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=9YB08lBCLEWPUJniw3EYrw&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**15. 2208011 - Haustþing SSV 2022**
|Lagt fram til kynningar.|
[Fundarboð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=gE0KO6ti5UeVjJs3UrkU9g&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**16. 2209002 - Borgað þegar hent er**
|Lagt fram til kynningar.|
Til máls tóku: Guðlaug, Eyjólfur.
[Greining á útfaerslum borgað þegar hent er.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=fJOrwFJK8U6bCX1ucyHPCg&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)
**17. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
[225. fundur, 8. september 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=b_IOpDhmME2bsl9Rs7WUtA&meetingid=J7SmfLiFnUmY6MPLqjtBg1)