Snæfellsbær
Bæjarráð – 333. fundur
Fundargerð bæjarráðs Snæfellsbæjar
333. fundur
28. júlí í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 12:05.
**Fundinn sátu**: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari. **Fundargerð ritaði**: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.
Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.
==== Dagskrá: ====
**1. ** **Fundargerð fræðslunefndar, dags. 17. maí 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**2. ** **Fundargerð fræðslunefndar, dags. 29. júní 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**3. ** **Fundargerð 211. fundar menningarnefndar, dags. 21. júní 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**4. ** **Fundargerð 3. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 5. júlí 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**5. ** **Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. maí 2022.**
Lagt fram til kynningar.
**6. ** **Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. júní 2022.**
Lagt fram til kynningar.
**7. ** **Bréf frá Sverri Hermannssyni, dags. 16. júní 2022, varðandi stöðuleyfisveitingar á Arnarstapa fyrir söluvagna.**
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa bréfinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd og fá þeirra álit á erindinu.
**8. ** **Bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja, dags. 5. júlí 2022, varðandi alvarlega stöðu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni vegna mönnunar heilbrigðisstarfsfólks.**
Bæjarráð tekur heilshugar undir þessa bókun og leggur áherslu á mikilvægi þess að góð heilbrigðisþjónusta sé til staðar alls staðar á landinu.
**9. ** **Kaup Snæfellsbæjar á einingarhúsum, ásamt kaup- og verksamningi um húsin og flutning á þeim til Snæfellsbæjar.**
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkti samhljóða að festa kaup á þessum einingarhúsum og staðfesti framlagðan kaup- og verksamning um þessi hús og flutning á þeim til Snæfellsbæjar.
**10. ** **Minnispunktar bæjarstjóra.**
- Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir á Arnarstapa.
- Bæjarstjóri sagði frá því að Hinseginhátíð Vesturlands, sem fór fram hér í Snæfellsbæ um síðustu helgi, hafi tekist frábærlega.
- Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi hér í sveitarfélaginu.