Snæfellsbær
Fræðslunefnd – 212. fundur
Fræðslunefnd Snæfellsbæjar
212. fundur
17. maí 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:30.
**Fundinn sátu**: Hermína, Linda, Auður, Kristín, Ari Bent, Monika, Sigrún og Tobba. Valentina komst ekki en sendi skýrslu fyrir fundinn. **Fundargerð ritaði**: Sigrún Erla
==== Dagskrá: ====
**1. Málefni leikskólans**
- Farið yfir skóladagatal 2022-2023. Rætt um starfsdagana 4 hjá leikskólum. Starfsdagar GSNB verða á sama tíma næsta skólaár eins og hefur verið undanfarin ár.
- 15 börn útskrifast frá leikskólanum í vor. Erla Sveinsdóttir er að hætta eftir 34 ára starf.
- Það gengur vel að manna næsta haust.
- Hermína segir frá málstefnu leikskólans.
- Starfsmannasamtöl ganga vel.
- Sumarlokun 6/7 – 10/8.
- Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn í ágúst.
- Brunaæfing í vikunni.
- Hermína og Linda fóru á fyrirlestur um innra mat á leikskólanum. Matsteymi eru foreldrar, börn og starfsfólk.
**2. Málefni grunnskólans – Hilmar mætir kl. 20:30**
- Hilmar minnir á tilnefningu menntaverðlauna vegna Átthagaverkefnis GSNB. Skólinn er með sérstaka heimasíðu tileinkaða þessu verkefni sem sýnir og segir frá verkefnum skólans; atthagar.is
- Frá og með 1. apríl hefur GSNB verið alveg símalaus. Farið var í samstarf við nemendaráð og unnið að tillögum að afþreyingu.
- Hilmar leggur skóladagatal 2022-2023 til kynningar. Skólasetning er 22. ágúst. Samþykkt.
- Hilmar greinir frá breygingum á starfsmannahaldi. Verið er að ganga frá ráðningu á kennurum. 8 starfsmenn að hætta sökum aldurs. það vantar skólaliða og stuðningsfulltrúa.
- Skólalokun 2022: skólaslit verða haldin í íþróttahúsinu og mega foreldrar og aðrir mæta að ósk nemenda og starfsfólks.
**3. Málefni tónlistarskólans**
- Styrktartónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar voru haldnir í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 30. mars.
- Fullorðnir nemendur, kennarar og makar fóru í endurmenntunar- og tónleikaferð í Skaftafell föstudaginn 22. apríl til sunnudagsins 24. apríl. Þar voru haldnir tvennir tónleikar fullorðinna nemenda Tónlistarskóla Snæfellsbæajr í Hótel Skaftafelli. Nemendur og kennarar tónlistarskólans heimsóttu einnig Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi föstudaginn 22. apríl. Heimsóknin skiptist annars vegar í meistaranámskeið í söng og hins vegar í viðræður og upplýsingar um skólann. Hópurinn heimsótti einnig Þórbergssetur og Byggðasafnið á Skógum.
- Vortónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar voru haldnir í Ólafsvíkurkirkju þriðjudaginn 10. maí.
- Vortónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða haldnir í Lýsuhólsskóla miðvikudaginn 25. maí kl. 13:00.
- Vortónleikar fullorðinna nemenda skólans verða haldnir í Hótel Langaholti í Staðarsveit miðvikudaginn 25. maí kl. 20:00.
- Tveir píanónemendur ætla að taka grunnstigspróf í hljóðfæraleik í lok maí í Reykjavík