Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Áheyrnarfulltrúar og hlutverk þeirra ===
2008094
Nýjir áheyrnafulltrúar kynntir og farið yfir verklagsreglur um áheyrnafulltrúa.
Farið yfir nýja áheyrnafulltrúa í fræðslunefnd. Hlutverk þeirra og skyldur ræddar.
=== 2.Skólastefna 2021-2025 ===
2101082
Ingvar Sigurgeirsson kemur til fundarins og kynnir nýja skólastefnu fyrir Borgarbyggð. Fræðslunefnd mun vinna áfram með gerð aðgerðar áætlunar í framhaldi að skólastefnan verður samþykkt af sveitarstjórn.
Ingvar Sigurgeirsson kemur til fundarins og kynnir skólastefnuvinnuna fyrir nýrri fræðslunefnd. Farið yfir megininntakið í stefnunni og næstu skref.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa skólastefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Fræðslunefnd tekur til umræðu á næsta fundi sínum aðgerðaráætlun og áherslur/forgangsröðun verkefna út frá skólastefnunni. Fræðslunefnd mun hafa það hlutverk að vinna með aðgerðaráætlun fyrir skólastefnuna sem á að vera tilbúinn fyrir jól. Ingvar mun aðstoða við þá vinnu.
Ingvar mun, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, vinna áfram að gerð minnisblaðs um skólahald og skólaskipan í Borgarbyggð.
Nýja Skólastefnan ber með sér mikinn metnað fyrir skólahaldi í Borgarbyggð næstu árin. Nú þarf að kynna stefnuna vel og gera hana sýnilega nemendum, starfsfólki skóla og foreldrum.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa skólastefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Fræðslunefnd tekur til umræðu á næsta fundi sínum aðgerðaráætlun og áherslur/forgangsröðun verkefna út frá skólastefnunni. Fræðslunefnd mun hafa það hlutverk að vinna með aðgerðaráætlun fyrir skólastefnuna sem á að vera tilbúinn fyrir jól. Ingvar mun aðstoða við þá vinnu.
Ingvar mun, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, vinna áfram að gerð minnisblaðs um skólahald og skólaskipan í Borgarbyggð.
Nýja Skólastefnan ber með sér mikinn metnað fyrir skólahaldi í Borgarbyggð næstu árin. Nú þarf að kynna stefnuna vel og gera hana sýnilega nemendum, starfsfólki skóla og foreldrum.
=== 3.Handbók skólaþjónustu 2022-2023 ===
2209014
Farið yfir handbók skólaþjónustu fyrir 2022-2023.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir nýja handbók skólaþjónustu. Í handbókinni má nálgast upplýsingar um áherslur skólaþjónustunnar, vinnubrögð og einnig þær breytingar sem tengjast innleiðingu á nýjum farsældarlögum.
=== 4.Samningur við Tröppu um talþjálfun ===
2209010
Kynntur samningur á milli Borgarbyggðar og Tröppu um talmeinaþjónustu fyrir nemendur í leikskólum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd leggur til að tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði samþykkt og gerður verði samningur við Tröppu um talþjálfun. Er þetta mikið framfaraskref fyrir nemendur í Borgarbyggð. Ljóst er að einhvern tíma tekur að aðlaga okkur þessari nýju þjónustu og mun það verða útfært í samráði milli leikskóla og fjölskyldusviðs Borgarbyggðar.
=== 5.Innra-mat grunnskólar 2021-2022 ===
2207011
Lagt fram innra mat í Grunnskólum Borgarbyggðar 2021-2022
Helga Jensína Svavarsdóttir og Júlía Guðjónsdóttir skólastjórar Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi koma til fundarins og kynna niðurstöðu innra mats í skólunum. Sjálfsmatsskýrslur skólanna er hægt að nálgast á heimasíðu skólanna.
=== 6.Ársskýrslur grunn- og leikskóla 2022 ===
2209013
Ársskýrslur grunn- og leikskóla lagðar fram.
Ársskýrslur Grunnskóla Borgarfjarðar, Klettaborgar, Andabæjar og Hraunborgar lagðar fram. Á næsta fundi nefndarinnar verða skýrslur annarra skóla lagðar fram.
=== 7.Starfsemi Óðal 2022-2023 ===
2209027
Verkefnastjóri í tómstundamálum kemur til fundarins.
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri í tómstundamálum kemur til fundarinns og ræðir stöðuna í Óðali. Fræðslunefnd samþykkir að gera tímabundna breytingu á starfshlutföllum í Óðali fram að áramótum. Forstöðumaður verður ráðinn til starfa tímabundið í 80% starfshlutfall fram að áramótum. Þetta á ekki að hafa áhrifa á kostnað við rekstur Óðals. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni.
=== 8.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga ===
2208132
Lagt fram til kynningar
=== 9.Baráttudagur gegn einelti 8.nóvember 2022 ===
2209024
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:37.
18:30 samþykktu aðalmenn í fræðslunefnd að fundurinn yrði framlengdur og lauk honum 19:37.