Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 259
==== 8. september 2022 kl. 16:30, ====
utan bæjarskrifstofu
== Fundinn sátu ==
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Forvarnar og tómstundafulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga haust 2022 ==202208734
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem gerður hefur verið samningur við varðandi barna og unglingastarf. 8 september 16:30 Mótomos, Vallarhús Tungumelum 17:45 Skátafafélagið Mosverjar, Álafosskvos
Að þessu sinni heimsótti Íþrótta- og tómstundanefnd Mótomos og skátafélagið Mosverja.
Tilgangur heimsóknanna er að ný nefnd kynnist starfi félaganna, áherslum þeirra og væntingum.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar frábærar móttökur og hlakkar til að starfa með félögunum á komandi árum.