Snæfellsbær
Bæjarstjórn – 361. fundur
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
361. fundur
8. september 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16.00 – 19:15
**Fundinn sátu**: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Eiríkur Böðvar Rúnarsson (í fjarveru AK), Jóhanna Jóhannsdóttir (í fjarveru JBJ), Michael Gluszuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari. **Fundargerð ritaði**: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
==== Dagskrá: ====
Forseti bæjarstjórnar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Bauð hann sérstaklega velkomin Margréti Sif Sævarsdóttur, Eirík Böðvar Rúnarsson og Jóhönnu Jóhannesdóttur, á þeirra fyrsta bæjarstjórnarfund. Óskaði hann eftir að fá Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfulltrúa inn á fundinn sem 2. lið til að fara yfir verðmat og ástandsskoðun á húsnæði bæjarins. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
**1. Tjaldsvæði Snæfellsbæjar – skýrsla**
Patrick Roloff og Rebekka Unnarsdóttir, umsjónarmenn tjaldstæðanna, mættu á fundinn og fylgdu skýrslunni úr hlaði. Sumarið hefur gengið mjög vel og gestakomur eru komnar upp í það sem var fyrir covid. Stefnan er sett á að halda fund með umsjónarmönnum, verkstjóra Áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna, bæjarstjóra og byggingarfulltrúa í október þegar tjaldstæðin loka og fara yfir það sem betur má fara.
Var þeim nú þökkuð koman og viku þau af fundi.
**2. ** **Framkvæmdir á húsnæði bæjarins.**
Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar, mætti á fundinn og sagði frá þeim framkvæmdum sem eru í gangi í bæjarfélaginu og fór svo yfir ástand á Bárðarási 1 á Hellissandi. Í framhaldinu samþykkti bæjarstjórn samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að segja upp húsaleigusamningi sem í gildi er við leigjendur Bárðaráss 1 og auglýsa húsið til sölu að uppsagnartímabilinu liðnu.
Var Ragnari nú þökkuð koman og vék hann af fundi.
**3. ** **Fundargerðir 332., 333. og 334. fundar bæjarráðs, dags. 1. júlí, 28. júlí og 17. ágúst 2022.**
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
**4. ** **Fundargerð 12. fundar öldungaráðs, dags. 12. ágúst 2022**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**5. ** **Fundargerð 162. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 26. ágúst 2022.**
Til máls tóku JBÓ, MG, MSS, BHH, KJ, FS, JJ
Umræða varð um lið 2 og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að fresta afgreiðslu hans, en óska eftir fundi með umhverfis- og skipulagsnefnd áður en bæjarstjórn afgreiðir liðinn.
Fundargerðin samþykkti samhljóða fundargerðina að undanskildum lið 2.
**6. ** **Fundargerð 141. fundar hafnarstjórnar, dags. 25. ágúst 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**7. ** **Fundargerð 212. fundar menningarnefndar, dags. 23. ágúst 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**8. ** **Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 30. ágúst 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**9. ** **Fundargerð 5. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 6. september 2022.**
Bæjarstjórn lýsti ánægju sinni með þessa fundi og fundargerðir. Það er mjög gott að bæjarstjórn sé svona vel upplýst um framkvæmdir í bæjarfélaginu.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**10. ** **Fundargerð 127. fundar stjórnar FSS, dags. 28. júní 2022.**
Lagt fram til kynningar.
**11. ** **Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 28. júní 2022.**
Lagt fram til kynningar.
**12. ** **Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 19. ágúst 2022, varðandi dansleik ungmennaráðs.**
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna.
**13. ** **Bréf frá hjúkrunarfræðingi Jaðars, dags. 25. ágúst 2022, varðandi aukið stöðugildi við Jaðar.**
Til máls tóku JBÓ, JJ, FS, MG, MSS
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023.
**14. ** **Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 6. september 2022, varðandi gangstíg og lýsingu við Félagsmiðstöðina Afdrep.**
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hitta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að ræða þetta frekar.
**15. ** **Bréf frá velferðarnefnd, dags. 6. september 2022, varðandi skyldur Snæfellsbæjar til að sjá fötluðu fólki fyrir akstursþjónustu.**
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við formann nefndarinnar til að fá frekari útskýringar á erindinu.
**16. ** **Bréf frá foreldrafélagi Lýsudeildar GSNB, ódags., varðandi fyrirhugaða viðbót við skólahúsnæði Lýsuhólsskóla.**
Bæjarstjóri fór yfir málið og sagði að fyrirhugað væri að deildarstjóri Lýsuhólsskóla og samfélagið í kringum skólann komi að þessu máli.
Til máls tóku FS, BHH, KJ, MG, ERB, MSS
**17. ** **Bréf frá aðilum á Hellnum, ódags., varðandi fyrirspurn um mögulegt samstarf í vatnsveitu frá Arnarstapa til Hellna.**
Bæjarstjóri fór yfir málið, hvernig staðan er og að hverju þarf að huga til að fara í þetta verkefni.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við þessa aðila og athuga hvort hægt sé að komast að samkomulagi sem hægt yrði að leggja fyrir bæjarstjórn.
**18. ** **Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 30. ágúst 2022, varðandi skólaakstur á haustönn 2021 og vorönn 2022**
Lagt fram til kynningar.
**19. ** **Minnispunktar bæjarstjóra.**
- Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fela bæjarstjóra að óska eftir því að skólastjórnendur FSN mæti á næsta fund bæjarstjórnar í október til að fara yfir stöðu mála.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 8 mánaða ársins 2022.
- Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana fyrir fyrstu 7 mánuði ársins.
- Farið var yfir erindi frá Krakkaveldi, þar sem óskað var eftir því að fulltrúar bæjarstjórnar myndu mæta í Frystiklefann á morgun, föstudaginn 9. september, til að horfa á lokaverkefni danssýningar barna í 2-5 bekk og taka á móti bréfum sem börnin hafa skrifað bæjarstjóra og bæjarstjórn.
- Bæjarstjóri sagði frá því að hafnarstjórinn hafi fengið úthlutað 30 milljónum í byrjun vikunnar til að sinna dýpkunarframkvæmdum í Rifi. Framkvæmdir eru þegar hafnar.
- Bæjarstjóri fór yfir læknamál í Snæfellsbæ. Bæjarstjórn óskar eftir því að fá Jóhönnu Fjólu frá HVE inn á Teams fund með bæjarstjórn á næsta fundi í október.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann átti með lögreglustjóra í gær. Það lítur út fyrir að það sé að verða ágætis staða á mönnun hjá lögreglunni í Snæfellsbæ.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi með Rarik í gær þar sem farið hefði verið yfir framtíðarsýn Rarik á Snæfellsnesi.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi bæjarráðs með Hafró, en þeir stefna á að loka útibúinu um áramót. Næsta skref er að fá fund fyrst með ráðherra og svo þingmönnum NV kjördæmis til að fá þessari ákvörðun hnekkt.
- Raðhúsin sem verið er að byggja á Hellissandi ganga vel. Gert er ráð fyrir að annað verði tilbúið í desember og hitt í febrúar, ef allt gengur eftir.
- Bæjarstjóri fór yfir kröfu slökkviliðsstjóra Snæfellsbæjar á hendur bæjarfélaginu.