Snæfellsbær
Hafnarstjórn – 141. fundur
Hafnarstjórn Snæfellsbæjar
141. fundur
25. ágúst 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:15
**Fundinn sátu**: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Heiðar Magnússon, Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, Oddur Orri Brynjarsson, Ægir Ægisson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri. **Fundargerð ritaði**: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.
Sækja fundargerð
==== Dagskrá: ====
**1. Kosning formanns**
Tillaga lögð fram um Jón Bjarka Jónatansson. Tillagan samþykkt samhljóða og tók Jón Bjarki við stjórn fundarins.
**2. Kosning varaformanns** **3. Bréf frá bæjarritara**
Bréf frá bæjarritara dags. 27.05.2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 140. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
**4. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands**
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 444 dags. 14.06. 2022. Lagt fram til kynningar.
**5. Bréf frá Hafnasambandi Íslands **
Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 23.06. 2022, varðandi boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður í Ólafsvík dagana 27. – 28.10. 2022. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á þingið.
Aðalmenn: Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Björn Arnaldsson hafnarstjóri og Jón Bjarki Jónatansson formaður hafnarstjórnar
Varamenn: Heiðar Magnússon, Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir og Guðmundur Rúnar Gunnarsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.
**6. Bréf frá Vegagerðinni**
Bréf frá Vegagerðinni dags. 16.05. 2022, varðandi framkvæmdir við hafnir og sjóvarnir í samgönguáætlun tímabilið 2023 – 2027. Hafnarstjóri kynnti núverandi áætlun fyrir tímabilið 2020 – 2024, og þær framkvæmdir sem unnið er við í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ á því tímabili. Þá kynnti hafnarstjóri tillögu að nýjum framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ tímabilið 2023 – 2027. Tillagan samþykkt samhljóða. Þá samþykkti hafnarstjórn samhljóða að staðfesta þau verkefni sem ólokið er við sem eru á samgönguáætlun tímabilið 2020 – 2024.
.
**7. Rætt um boðun á hafnarstjórnarfundi**
Hafnarstjóri lagði til að fundarboð vegna hafnarstjórnarfunda verði send bæði til aðalmanna og varamanna í hafnarstjórn. Samþykkt samhljóða.