Snæfellsbær
Bæjarráð – 334. fundur
Fundargerð bæjarráðs Snæfellsbæjar
334. fundur
17. ágúst 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 11:00 – 11:40.
**Fundinn sátu**: Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari. **Fundargerð ritaði**: Lilja Ólafardóttir bæjarritari.
Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
==== Dagskrá: ====
**1. ** **Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 12. ágúst 2022.** **Fundargerðin samþykkt samhljóða.** **2. ** **Fundargerð velferðarnefndar, dags. 5. júlí 2022.** **Fundargerðin samþykkt samhljóða.** **3. ** **Fundargerð 4. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 9. ágúst 2022.**
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
**4. ** **Fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 14. júní 2022.**
Lagt fram til kynningar.
**5. ** **Bréf frá Hafrannsóknastofnun, dags. 28. júní 2022, varðandi uppsögn samnings.**
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs með forstjóra Hafrannsóknastofnunar til að fá að vita áform stofnunarinnar um framtíð útibús Hafró í Ólafsvík.
**6. ** **Bréf frá Landssamtökum landeiganda á Íslandi, dags. 28. júlí 2022, varðandi starfsemi samtakanna.**
Lagt fram til kynningar.
**7. ** **Minnispunktar bæjarstjóra.**
- Bæjarstjóri sagði frá framgangi mála varðandi húsin sem keypt voru í sumar.
- Bæjarstjóri fór yfir starfsemi sumarsins.
- Bæjarstjóri fór yfir ráðherraheimsóknir. Áslaug Arna verður í Snæfellsbæ á morgun, 18. ágúst, og Guðlaugur Þór kemur hingað miðvikudaginn 24. ágúst.