Borgarbyggð
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7. fundur
= Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Afgreiðsla 229. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar íþróttamannvirkja.
Með tillögunni eru: GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ. Á móti eru: SG, JMB, BB og TDH.
Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða."
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar íþróttamannvirkja.
Með tillögunni eru: GLE, SÓ, DS, EÓT og EMJ. Á móti eru: SG, JMB, BB og TDH.
Tillagan er samþykkt með meirihluta atkvæða."
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Haldinn var samráðsfundur með UMSB og fulltrúum íþróttafélaga þann 6. júlí sl. Í kjölfar þess bárust ályktnir frá UMSB, körfuknattleiksdeild Skallagríms og knattspyrnudeild Skallagríms sem lagðar eru fram.
Byggingarnefnd þakkar framkomnar ábendingar og mun skoða þær í samhengi við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er og forgangsröðun þeirra.
=== 3.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Til fundarins kemur Heiðrún Ösp Hauksdóttur hjá Eflu verkfræðistofu og leggur fram minnisblað um samanburð á kostnaði og verktíma við mismunandi valmöguleika um uppbyggingu á gervigrasaðstöðu í sveitarfélaginu, aðferðafræði við þarfagreiningu vegna uppbyggingar á parkethúsi og áætlaða tímalínu á hönnun parkethúss.
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja hefur aflað gagna til undirbúnings fyrir byggingu annars vegar parkethúss sem staðsetja á, á núverandi íþróttasvæði og hins vegar uppbyggingu gervigrasaðstöðu, annaðhvort á núverandi íþróttasvæði undir berum himni eða með fjölnota íþróttahúsi, t.d. á núverandi tjaldstæði við Granastaði. Fyrir liggur frumkostnaðarmat á þessum þremur valkostum, auk áætlaðs hönnunar- og framkvæmdatíma á umræddum valkostum. Er því tímabært að vísa málinu til byggðarráðs og sveitarstjórnar til ákvörðunar um mismunandi fjárfestingakosti.
Tillaga byggingarnefndar íþróttamannvirkja til byggðarráðs hvað varðar forgangsröðun uppbyggingar er að hefja vinnu við þarfagreiningu og hönnun á nýju parkethúsi. Samhliða þeirri vinnu verði hafin vinna við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss, t.d. við Granastaði. Áætlaður hönnunartími nýs parkethúss verði a.m.k. 24 mánuðir, en áætlaður hönnunar- og framkvæmdatími við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss eru um 24 mánuðir.
Byggingarnefnd hefur við ofangreindar tillögur ekki tekið mið af fjárfestingagetu sveitarfélagsins og vísar endanlegri ákvörðun um forgangsröðun fjárfestinga til byggðarráðs og sveitarstjórnar í tengslum við gerð fjárfestingaráætlunar til næstu ára.
Tillaga byggingarnefndar íþróttamannvirkja til byggðarráðs hvað varðar forgangsröðun uppbyggingar er að hefja vinnu við þarfagreiningu og hönnun á nýju parkethúsi. Samhliða þeirri vinnu verði hafin vinna við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss, t.d. við Granastaði. Áætlaður hönnunartími nýs parkethúss verði a.m.k. 24 mánuðir, en áætlaður hönnunar- og framkvæmdatími við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss eru um 24 mánuðir.
Byggingarnefnd hefur við ofangreindar tillögur ekki tekið mið af fjárfestingagetu sveitarfélagsins og vísar endanlegri ákvörðun um forgangsröðun fjárfestinga til byggðarráðs og sveitarstjórnar í tengslum við gerð fjárfestingaráætlunar til næstu ára.
Fundi slitið - kl. 16:00.