Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 32. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti kom inn undir þessum dagskrárlið.
=== 1.Hvalfjarðardagar 2022 ===
2112033
Fara yfir framkvæmd og skipulagningu á Hvalfjarðardögum 2022.
Farið var yfir hvernig til tókst með Hvalfjarðardaga 2022 og hvað mætti betur fara.
Menningar- og markaðsnefnd er ánægð með hvernig til tókst með hátíðarhöldin og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.
Josefina Morell gaf málaða mynd á stein sem vinning í ljósmyndasamkeppnina og þau verðlaun hlaut Sunna Rós Svansdóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun fyrir skreytingarkeppni og þau verðlaun hlutu Sólrúnu Jörgensdóttir og Hreinn Gunnarsson. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
Menningar- og markaðsnefnd er ánægð með hvernig til tókst með hátíðarhöldin og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.
Josefina Morell gaf málaða mynd á stein sem vinning í ljósmyndasamkeppnina og þau verðlaun hlaut Sunna Rós Svansdóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun fyrir skreytingarkeppni og þau verðlaun hlutu Sólrúnu Jörgensdóttir og Hreinn Gunnarsson. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
=== 2.17. júní 2022 - þjóðhátíðardagur ===
2112036
Menningar- og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hátíðarhöldin á 17. júní sem fram fór í Miðgarði í fyrsta sinn. Nefndin þakkar Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar fyrir frábæra dagskrá og gott skipulag. Rætt var um tilhögun hátíðarhalda 2023 og var frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
=== 3.Merking sögu og merkisstaða ===
1911013
Fara yfir stöðuna.
Skilti fjögur er í vinnslu og fer í framleiðslu á næstu dögum. Menningar- og markaðsnefnd fór yfir stöðu á skilta málum og munu ákveða með framhaldið í verkefninu.
=== 4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit ===
1905042
Fara yfir markakðs- og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit.
Farið yfir stöðu á Markaðs- og kynningarátaki Hvalfjarðarsveitar. Í vor var bæði auglýst á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi sem tókst mjög vel.
=== 5.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. ===
1409019
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir framlagðar siðareglur og staðfesti þær með undirskrift sinni.
Fundi slitið - kl. 18:30.