Mosfellsbær
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 41
==== 13. september 2022 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2023 ==202208348
Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 lagðar fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögu að umsjónarmanns Listasalar Mosfellsbæjar og forstöðumanns bókasafns og menningarmála að sýningarhaldi i Listasal Mosfellsbæjar 2023.
== 2. Drög að starfsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar ==202209149
Umræða um starfsáætlun menningar- og lýðræðisnefndar.
Lagt fram.
== 3. Starfsemi Hlégarðs ==202209150
Starfsemi Hlégarðs
Fram fór umræða um starfsemi Hlégarðs. Samþykkt með fimm atkvæðum að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að taka saman fyrri vinnu vegna starfsemi Hlégarðs og gera tillögu til menningar- og nýsköpunarnefndar að mögulegum næstu skrefum varðandi starfsemi og rekstur Hlégarðs til næstu ára.