Seltjarnarnesbær
315. fundur umhverfisnefndar
= 315. fundur umhverfisnefndar =
13/9/2022
**315. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, þriðjudaginn 13. september, 2022 kl. 08:08**
**Nefndarmenn:**
Grétar Dór Sigurðsson, formaður,
Hannes Tryggvi Hafstein, varaformaður,
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Stefán Bergmann, aðalmaður
Magnea Gylfadóttir, aðalmaður
**Starfsmenn:**
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
**Fundargerð ritaði:** Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
**Dagskrá:**
**1. 2022060127 - Umhverfisviðurkenningar 2022**
Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenninga árið 2022.
*Farið yfir innsendar tilnefningar og umhverfisviðurkenningar valdar. Val nefndarinnar verður kynnt síðar.*
**2. 2022090064 - Samþykkt um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi**
Lögð fram samþykkt um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi sem samþykkt var í heilbrigðisnefnd 29. ágúst sl.
*Umhverfisnefnd samþykkir framlagða samþykkt um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.*
**3. 2022090089 - Samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi, athugasemdir og ábendingar**
Lagðar fram athugasemdir og ábendingar Jóns Hjaltasonar, dagsettar 5. september 2022, við samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi.
*Umhverfisnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að leggja samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi fyrir næsta fund nefndarinnar.*
**4. 2022090076 - Blómengi við Suðurströnd**
Lagt fram erindi Ingimars Ingimarssonar, garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, varðandi gerð blómengis við Suðurströnd. Gerð blómengja er tilraunaverkefni sem hrundið hefur verið af stað í nokkrum borgum í Evrópu til að reyna að afturkalla áhrif manna á umhverfi sitt.
*Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur garðyrkjustjóra að útfæra plöntuval, afmarka verkefnið betur og leggja tillögu fyrir næsta fund.*
**Önnur mál.**
**Umræður um þróun gróðurs á vestursvæðinu.**
*Starfsmanni umhverfisnefndar falið að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund.*
**Sjósundsskýli við Kotagranda.**
*Starfsmanni umhverfisnefndar falið að boða arkítekt skýlisins á næsta fund nefndarinnar.*
**Grjóthrúga við göngustíg við Snoppu.**
*Umhverfisnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að láta fjarlægja hrúguna sem fyrst.*
Næsti fundur ákveðin þriðjudaginn 25. október kl. 08:15
Fundi slitið 09:40