Vesturbyggð
Bæjarráð - 945
= Bæjarráð #945 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. ágúst 2022 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra
== Almenn erindi ==
=== 1. Stekkjareyri - umsókn um lóð ===
Lögð fyrir umsókn Skotíþróttafélags Vestfjarða dags. 1.júlí 2022 um lóð undir skotæfingasvæði fyrir Skotíþróttafélagið. Óskað er eftir lóðinni að Stekkjareyri í Patreksfirði.
Forsvarsmenn félagsins komu inná fund ráðsins og kynntu hugmyndir sínar.
Bæjarráð ferlur byggingafulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka málið til nánari skoðunar með Skotíþróttafélaginu.
=== 2. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi FHP Blús milli fjalls og fjöru ===
Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgigögnum dags. 8.ágúst 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda blústónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar 2. og 3. september nk.
Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
== Til kynningar ==
=== 4. Umsókn um styrk til Umhverfis- og auðlindaráðunetið Fráveituframkvæmdir ===
Lagt fram til kynningar svar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsóknar Vesturbyggðar um styrk til fráveituframkvmæmda. Ráðuneytið samþykkir styrk allt að 30% af framkvæmdakostnaði vegna ársinns 2022 í samræmi við áætlun þar um.
Verkáætlun hefur ekki verið fjármögnuð af Vesturbyggð, um nýframkvæmd er að ræða á árinu 2022 sem ekki var til umræðu á árinu 2021 við vinnslu fjárhagsáætlunar.
=== 5. Fundargerð aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum ===
Lögð fyrir til kynningar fundargerð aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn var 18. júní sl.
=== 6. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftlafsráðuneytisins um nýtingu vindorku ===
Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 23. ágúst 2022 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðneytisins þar sem sveitarfélögum er gefin kostur á að senda skipuðum starfshópi sín sjónarmið er varða uppbyggingu vindorkuvera.
=== 7. Eftirlit - Niðurstöður sýnatöku vegna Vatnsveita Bíldudals 21.7.2022 ===
Lögð fyrir til kynningar niðurstöður sýnatöku vegna vatnsveitu Bíldudal 21.júlí 2022.
Neysluvatnið stenst gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00**