Fjarðabyggð
Fjallskilanefnd - 2
**2. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA**
|Framlagt bréf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um endurskoðun fjallskilasamþykktar en hún hefur tekið breytingum frá því sem hún var upphaflega afgreidd í gegnum landbúnaðarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Fjallskilasamþykkt hefur ekki fengið formlega afgreiðslu í bæjarstjórn.|
Bæjarráð vísaði fjallskilasamþykktinni til umfjöllunar fjallskilanefndar.
Fjallskilanefnd gerir tillögu að breytingum á 22.gr Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga á austurlandi. Þar sem fram kemur að fé skuli ekki ganga á afrétt, upprekstrarheimalandi og/eða
heimalandi annarra jarða eftir löggöngur. Nefndin álítur réttara að miða við dagsetningu t.d. 20. nóvember þar sem fullorðnar ær ganga oft í heimalandi eftir löggöngur við gott atlæti.
Fjallskilanefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að koma tillögunni til stjórnar SSA.
[Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=eEbOwyvWrElmgIvH9xCA&meetingid=QC9Dt0tTm0aIg_A3j6ZVrA1
&filename=Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf)