Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 230
==== 13. september 2022 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisneytisins um nýtingu vindorku ==202208650
Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið. Bæjarráð samþykkti á 1547. fundi að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisnefnd óskar þess að sveitarfélaginu, kjörnum fulltrúum og starfsfólki er starfar við tengda málaflokka verði kynntar tillögurnar þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum
== 2. Samgönguvika í Mosfellsbæ 2022 ==202208334
Kynning á drögum að dagskrá samgönguviku á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfisnefnd vill þakka starfsfólki umhverfissviðs fyrir metnaðarfulla dagskrá af hálfu Mosfellsbæjar í tengslum við Samgönguviku 2022, nefndin vill jafnframt hvetja Mosfellinga til að taka þátt í dagskrá samgönguviku.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
== 3. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 ==202206337
Yfirferð yfir nýafstaðnar umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022
Lagt fram til kynningar og umræða tekin um málið.
== 4. Laufið - viðurkenning fyrir samfélagslega ábyrg fyrirtæki ==202209197
Kynning á starfsemi Laufsins sem býður uppá hagnýt verkfæri til að stuðla að sjálfbærum fyrirtækjarekstri
Lagt fram til kynningar og málið rætt.
== 5. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2021-2022 ==202209095
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2022 lagðar fram til kynningar
Umhverfisnefnd tekur undir mikilvægi þess að halda ref og mink í skefjum og hvetur til samstarfs með sveitarfélögum Höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.