Snæfellsbær
Öldungaráð – 13. fundur
Öldrunarráð
13. fundur
12. ágúst 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:00 – 15:00.
**Fundinn sátu**: Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðurmaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellsnes, Ólafur Hlynur, Ragnheiður, Svanur, Pétur Steinar og Svanhildur. **Fundargerð ritaði**: Pétur Steinar Jóhannsson.
==== Dagskrá: ====
**1. Skipting embætta**
Sveinn Þór kynnti það í byrjun að bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefði samkvæmt 1. grein erindisbréf tilnefnt Ólaf Hlyn formann nefndarinnar. Varaformaður verður Margrét Vigfúsdóttir og ritari var kjörinn Pétur Steinar Jóhannsson.
**2. Erindisbréf**
Sveinn Þór dreifði erindisbréfum Öldungaráðs til fundarmanna. Á eftir fór hann yfir efni sem tengist hlutverki nefndarinnar og fór inn á nokkur atriði.
**3. Sameiginlegur fundur formanna Öldungaráða**
Ólafur Hlynur kynnti að í haust yrði sameiginlegur fundur formanna Öldungaráða á landinu, en það er í fyrsta skipti sem það er gert.
**4. Húsakaup bæjarstjórnar**
Umræða kom upp um húsakaup bæjarstjórnar Snæfellsbæjar sem komu frá eldri borgara í Snæfellsbæ, en samkv. því eiga þau að nýtast eldri borgurum í Snæfellsbæ. Fundarmenn voru jákvæðir um þessi mál og voru sammála um að fá betri upplýsingar frá bæjarstjóra/bæjarstjórn til að kynna þau betur fyrir nefndinni. Ólafur Hlynur tók að sér að ræða þetta við fyrrnefnda aðila og fá fund með þeim.
**5. Umræður**
Þá var rætt um fjölda funda á ári, en samkv. 5. kafla erindisbréfs eru þeir að lágmarki ársfjórðungslega og þar af einn með FEB í Snæfellsbæ. Þá var rætt um að eiga einn fund með bæjarstjórn á hverju ári.