Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 608. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Eignasjóður Slökkvistöð Sólbakka 13-15 ===
2203192
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna lagfæringa á Sólbakka 13-15. Á fundinn mæta Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri.
Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar. Byggðarráð vísar áfram til umræðu um vinnu við fjárhagsáætlun.
=== 2.10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar ===
2101133
Umræða um 10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar og forgangsröðun fjárfestinga og viðhalds á eignum og búnaði slökkviliðs Borgarbyggðar. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri sitja fund undir þessum lið.
Byggðarráð vísar hugmyndum Slökkviliðs Borgarbyggðar um viðhald og endurnýjun á eignum og búnaði til gerðar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar vegna áranna 2023-2025.
=== 3.100 ára afmæli slökkviliðs Borgarbyggðar - erindi frá slökkviliðsstjóra ===
2209061
Framlagt erindi slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar vegna 100 ára afmælis slökkviliðs Borgarbyggðar. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri sitja fund undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð telur fulla ástæðu til að minnast tímamótanna 2023 og beinir því til atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefndar að taka komandi tímamót til umræðu.
=== 4.6 mánaða milliuppgjör 2022 ===
2209079
Lagt fram 6 mánaða milliuppgjör 2022. Á fundinn mætir Halldóra Pálsdóttir frá KPMG mætir og kynnir milliuppgjörið
Sex mánaða uppgjör Borgarbyggðar lagt fram til kynningar og umræðu. Á fundinn mætti, ásamt Halldóru, Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs.
=== 5.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Afgreiðsla 230. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
"Sigurður Guðmundsson ber upp þá tillögu að vísa umræðu um fækkun kjördeilda inn í byggðarráð að nýju. Samþykkt samhljóða."
"Sigurður Guðmundsson ber upp þá tillögu að vísa umræðu um fækkun kjördeilda inn í byggðarráð að nýju. Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð mun halda áfram að fylgjast vel með þróun í notkun rafrænna kjörskráa sem gæti gefið tilefni frekari endurskoðunar á þessu ákvæði samþykkta. Byggðarráð telur þá breytingu sem liggur nú þegar fyrir hæfilegt skref í þá átt að einfalda framkvæmd kosninga en m.a. gekk erfiðlega að manna kjördeildir vegna breytinga á lögum um hæfi. Byggðarráð vísar tillögu að samþykktum að nýju til sveitarstjórnar óbreyttum.
=== 6.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Afgreiðsla 35. fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar: "Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að stefnt skuli að innleiðingu að fjögurra tunnu kerfi við heimili 1. janúar 2023, sbr. lög um hringrásarhagkerfi. Fyrir liggja hugmyndir um kostnað frá Íslenska Gámafélaginu vegna íláta og merkinga. Nefndin vísar erindinu til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að afla frekari gagna, m.a. um möguleika á frekari flokkun á grenndarstöðvum, innleiðingu "borgað-þegar-hent-er" kerfis og mögulegum útfærslum á gjaldskrá. Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar." Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála mætir á fundinn.
Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd að mikilvægt er að afla frekari gagna varðandi útfærslu. Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga ekki síst til að tryggja að vel verði gætt að áhrifum komandi lagabreytinga við gerð fjárhagsáætlunar.
=== 7.Kæra til sveitarstjórnar vegna álagningar fjallskila ===
2209004
Framlögð kæra vegna álagningar fjallskila. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð leggur til að óskað sé eftir nánari gögnum frá kæranda um fækkun fjár, s.s. með vottorði dýralæknis, vigtarseðlum úr sláturhúsi eða öðrum sambærilegum. Thelma Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
=== 8.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitarfélaga ===
2201148
Framundan er breytt skipan barnaverndarmála á landsvísu. Samkvæmt nýjum barnaverndarlögum skulu sveitarfélög verða þátttakendur í umdæmisráðum um barnavernd eigi síðar en 3. október. Framlagður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætir til fundarins.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir aðild Borgarbyggðar að umdæmisráði barnaverndar með sveitarfélögum á landsbyggðinni og vísar fullnaðarafgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar. Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri mætti til fundarins.
=== 9.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi ===
1912083
Framlagður viðauki við samning við Slatta ehf., um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis i Bjargslandi, er snýr að kostnaði við gatnaframkvæmd. Jafnframt lögð fram tilboð í frágang á Sóleyjarkletti og verkáætlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan viðauka með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
Jafnframt er lagt til að hagrætt verði innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins til þess að koma til móts við þá útgjaldaaukningu sem verður vegna samkomulagsins. Er því vísað til gerðar viðauka sem leggja skal fram samhliða endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á viðaukanum.
Jafnframt er lagt til að hagrætt verði innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins til þess að koma til móts við þá útgjaldaaukningu sem verður vegna samkomulagsins. Er því vísað til gerðar viðauka sem leggja skal fram samhliða endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á viðaukanum.
=== 10.Birkihlíð - útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201128
Send var út verðfyrirspurn vegna gatnagerðar á Varmalandi við Birkihlíð. Þrjú tilboð bárust. Málið er lagt fyrir byggðarráð til ákvörðunar um hvaða tilboði skuli tekið.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Borgarverk ehf. Fyrir liggur að kostnaður skv. verðkönnun er umfram fjárheimildir í gildandi fjárhagsáætlun 2022. Skv. útboðsgögnum liggur fyrir að verkið klárast ekki allt á þessu fjárhagsári og verða því fjárheimildir því ekki fullnýttar m.v. tilboð lægstbjóðanda. Þeim kostnaði sem út af stendur er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
=== 11.Flutningur þjónustuvers Borgarbyggðar á Digranesgötu ===
2209074
Fyrir dyrum stendur flutningur á þjónustuveri Borgarbyggðar úr leiguhúsnæði við Bjarnarbraut yfir í húsnæði Borgarbyggðar við Digranesgötu. Sveitarstjóri kynnir.
Byggðarráð styður flutning þjónustuvers í nýjar höfuðstöðvar sveitarfélagsins við Digranesgötu. Það felur sveitarstjóra að vinna að nauðsynlegum endurbótum á húsnæðinu svo að sem mest af starfsemi höfuðstöðva flytjist þangað eins fljótt og kostur er.
=== 12.Umsókn um lóð - Ásvegur 12 ===
2209059
Framlögð umsókn Ævars Arnars Erlendssonar um lóðina Ásveg 12.
Framlögð umsókn um lóðina við Ásveg 12 var send inn eftir auglýstan umsóknarfrest um lóðina og er henni af þeim sökum hafnað, enda liggur fyrir önnur umsókn sem barst innan frestsins. Til vara sótti umsækjandi um lóð að Rjúpuflöt 1 og samþykkir byggðarráð úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
=== 13.Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um lóð ===
2208177
Framlögð umsókn Ómars Péturssonar um lóðina Ásveg 12.
Byggðarráð úthlutar lóðinni við Ásveg 12, Hvanneyri til Ómars Péturssonar.
=== 14.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022 ===
2202151
Framlögð fundargerð 177. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 7. sept. 2022 ásamt fylgiskjölum
Lagt fram til kynningar
=== 15.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022 ===
2202060
Fundargerð 912. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
=== 16.Veiðifélag Langár - félagsfundur ===
2209058
Framlagt fundarboð v. félagsfundar í Veiðifélagi Langár 28. sept. 2022
Byggðarráð tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að vera fulltrúi Borgarbyggðar á félagsfundi Veiðifélags Langár.
=== 17.Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7 ===
2209002F
Fundargerðin framlögð. Byggðarráð óskar eftir því að verkefnastjóri komi á fund ráðsins ásamt nefndarfulltrúum með kynningu á stöðu verkefnisins.
- 17.1 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggingarnefnd-ithrottamannvirkja-i-borgarnesi/18811#2110088)Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7 Lagt fram til kynningar.
- 17.2 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggingarnefnd-ithrottamannvirkja-i-borgarnesi/18811#2110088)Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7 Byggingarnefnd þakkar framkomnar ábendingar og mun skoða þær í samhengi við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er og forgangsröðun þeirra.
- 17.3 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggingarnefnd-ithrottamannvirkja-i-borgarnesi/18811#2110088)Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7 Byggingarnefnd íþróttamannvirkja hefur aflað gagna til undirbúnings fyrir byggingu annars vegar parkethúss sem staðsetja á, á núverandi íþróttasvæði og hins vegar uppbyggingu gervigrasaðstöðu, annaðhvort á núverandi íþróttasvæði undir berum himni eða með fjölnota íþróttahúsi, t.d. á núverandi tjaldstæði við Granastaði. Fyrir liggur frumkostnaðarmat á þessum þremur valkostum, auk áætlaðs hönnunar- og framkvæmdatíma á umræddum valkostum. Er því tímabært að vísa málinu til byggðarráðs og sveitarstjórnar til ákvörðunar um mismunandi fjárfestingakosti.
Tillaga byggingarnefndar íþróttamannvirkja til byggðarráðs hvað varðar forgangsröðun uppbyggingar er að hefja vinnu við þarfagreiningu og hönnun á nýju parkethúsi. Samhliða þeirri vinnu verði hafin vinna við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss, t.d. við Granastaði. Áætlaður hönnunartími nýs parkethúss verði a.m.k. 24 mánuðir, en áætlaður hönnunar- og framkvæmdatími við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss eru um 24 mánuðir.
Byggingarnefnd hefur við ofangreindar tillögur ekki tekið mið af fjárfestingagetu sveitarfélagsins og vísar endanlegri ákvörðun um forgangsröðun fjárfestinga til byggðarráðs og sveitarstjórnar í tengslum við gerð fjárfestingaráætlunar til næstu ára.
=== 18.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 5 ===
2208021F
Fundargerðin framlögð.
- Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 5 Lögð var fram tillaga að tímaáætlun um næstu skref og er verkefnastjóra falið að vinna uppfærða kostnaðaráætlun ásamt tímaáætlun.
Samkvæmt fyrirliggjandi tímaáætlun er stefnt að útboði á fullnaðarhönnun haustið 2022 og útboði vegna verklegra framkvæmda upp úr miðju ári 2023.
Fundi slitið - kl. 13:45.