Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 2
== Fundur nr. 2 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilið Mikligarður kl. 13:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
KÓS
Karen Ósk SvansdóttirNefndarmaður
HG
Hreiðar GeirssonNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
JH
Jón HaraldssonNefndarmaður
DS
Dagný SteindórsdóttirNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
SBK
Signý Björk KristjánsdóttirSkrifstofustjóri
Fundur haldinn í Félagsheimilinu Miklagarði miðvikudaginn 14. september klukkan 13.
Nokkrar umræður voru um menningarviðburði á haustdögum.
Nefndin hefur áhuga á að taka þátt í ''BRAS menningarhátíð barna'' og ''Dögum myrkurs'' í samstarfi við Austurbrú ses.
Formanni nefndarinnar hefur borist beiðni frá fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps þar sem hann óskar eftir að nefndin komi á framfæri upplýsingum sem hún óskar eftir að hafðar verði til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Menningar- og atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að í fjárhagsáætlun hvers árs verði liður sem geri ráð fyrir því að nefndin geti úthlutað styrkjum til þeirra sem sækja um vegna viðburða sem eru haldnir í sveitarfélaginu og uppfylla skilyrði sem nefndin kemur til með að vinna varðandi slíkar styrkveitingar.
Nefndin leggur einnig til að ráðinn verði ferðamála-, atvinnu- og menningarfulltrúi Vopnafjarðarhrepps og að settur verði aukinn kraftur í þessa mikilvægu málaflokka.
Fyrir fundinum liggur tillaga um að fastir fundartímar nefndarinnar verði 2. miðvikudag hvers mánaðar. Aukafundir verða boðaðir ef á þarf að halda. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fram kom hugmynd að sækja um styrk fyrir merkingu og aðgengi að útsýnisstað við þorpið. Formanni falið að kanna möguleika á styrkumsóknum varðandi hugmyndina.
Fram kom hugmynd um að koma af stað röð kynninga og sýninga á skáldum okkar Vopnfirðinga. Nefndin tekur vel í hugmyndina en telur ljóst að framkvæmd verkefnisins gæti þurft að vera á borði starfsmanns sveitarfélagsins, t.d. ferðamála-, atvinnu- og menningarfulltrúa.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 14:04.