Vesturbyggð
Hafna- og atvinnumálaráð - 42
= Hafna- og atvinnumálaráð #42 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 19. september 2022 og hófst hann kl. 15:00
====== Nefndarmenn ======
- Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
== Almenn mál ==
=== 1. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða ===
Með bréfi dagsett 5. júlí 2022 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn
Vesturbyggðar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi á Vestfjörðum.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra í samráði við formann ráðsins að koma tillögum að umsögn ráðsins til bæjarstjóra sem undirbýr umsögn sveitarfélagsins fyrir fund bæjarstjórnar.
=== 2. Olíubirgðastöð - Patreksfjörður, Úrgangsolíugeymir. ===
Erindi frá Olíudreifingu ehf. dags 19.09.2022. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður 55m3 úrgangsolíutank við birgðastöð félagsins við Patrekshöfn. Erindinu fylgja uppdrættir er sýna staðsetningu og afstöðu.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:32**