Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 3
**1. 2208081 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023**
|Framlögð drög að áætlun sem rædd var á síðasta fundi og farið yfir rekstrarþætti sem skoðaðir verða betur.|
Stjórn menningar- og safnastofnunar felur sviðsstjóra að vinna áfram að áætlunargerð og leggja fyrir nefndina að nýju 11. október n.k. Stjórnin vísar til mannvirkja- og veitunefndar að kanna með hagræðingu orkukaupa vegna reksturs húsnæðis í málaflokknum.
[Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WWEEkdVgD0uZBvwD09ALFw1&meetingid=K0UFTv_8mkis9VrRbmoNiQ1
&filename=Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf)
**2. 2209114 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2023**
|Framlögð drög að gjaldskrám minjasafna og bókasafna til umfjöllunar.|
Jafnframt lögð fram tillaga forstöðumanna bókasafna um endurskoðun gjaldskrá fyrir bókasöfn.
Stjórnin vísar afgreiðslu gjaldskráa í málaflokknum til næsta fundar og felur sviðsstjóra að meta tillögur að einföldun á gjaldskrá bókasafna.
**3. 2209055 - Skapandi sumarstörf 2022**
|Lögð fram til kynningar skýrsla um skapandi sumarstörf árið 2022.|
Stjórnin lýsir ánægju sinni með árangursríkt starf.
**4. 2111170 - Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021 - staðfesting stofnsamnings**
|Framlagður til kynningar staðfestur stofnsamningur fyrir Héraðsskjalasafn Austfirðinga.|
[Stofnsamningur Héraðsskjalasafns - lagður fyrir aðalfund 2021. (hreint).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=H8Mr2FoQlUa280nxIX_s1g&meetingid=K0UFTv_8mkis9VrRbmoNiQ1
&filename=Stofnsamningur Héraðsskjalasafns - lagður fyrir aðalfund 2021. (hreint).pdf)
**5. 2209173 - Innkaup bóka til almennings- og skólabókasafna**
|Framlagt bréf frá forstöðumönnum bókasafna um innkaup á bókum til safnanna. Jafnframt lögð fram drög að innkaupaáætlun.|
Stjórn samþykkir að fela forstöðumannni safnastofnunar að leita leiða ásamt forstöðumönnum safnanna og innkaupafulltrúa Fjarðabyggðar til að nýta sem best það fjármagn sem til ráðstöfunar verður til bókakaupa á árinu 2023.