Skorradalshreppur
Skipulags- og bygginganefnd - 164. fundur
=== Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps ===
164. fundur
== þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl.10:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. ==
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
IM aðalmaður nefndarinnar boðaði forföll og varamaður SGÞ sat fundinn í hans stað
==== Þetta gerðist: ====
==== Skipulagsmál ====
**1. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006**
Auglýsing var birt í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu þann 8. júlí 2022. Auglýsingartími tillögu deiliskipulags var frá 11. júlí til og með 22. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Minjastofnun Íslands, RARIK, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipulagstillögu var breytt í samræmi við umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
**2. Refsholt 36, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2205002**
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 5. júlí til 5. ágúst 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
**Framkvæmdarleyfi** **3. Mat á umhverfisáhrifum – Kynningartími matsáætlunar – Brekka, vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit – Mál nr. 2207011**
Zephyr Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um vindorkugarð í landi Brekku, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Skipulags- og bygginganefnd Skorradalshrepps fékk ábendingu 18. júlí 2022 um ofangreinda matsáætlun. Jarðar- og lóðamörk, þar að leiðandi sveitarfélagsmörk, eru ekki sýnd í fyrirliggjandi matsáætlun. Norðurmörk framkvæmdarsvæðisins liggja ofan í eða jafnvel yfir sveitarfélagsmörk á milli Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Því hefur hreppurinn komið því á framfæri við Skipulagsstofnun að sveitarfélagið eigi að vera umsagnaraðili og eins landeigandi Fitjakirkjulands.
Skipulagsstofnun óskaði, þann 21. júlí 2022, eftir að sveitarfélagið gefi umsögn um matsáætlunina skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og var frestur gefin til 26. ágúst nk..
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort sveitarfélagið hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum sveitarfélagið telur að gera þurfi frekari skil eða hafa þurfi sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun.
Zephyr Iceland ehf. áformar að láta reisa um það bil 50MW vindorkugarð á um 300ha svæði. Fyrirhugað er að reisa um 8-12 vindmyllur á Brekkukambi, í um 647 metra hæð yfir sjávarmáli.
Í Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði innan marka sveitarfélagsins, hvorki á umræddum stað eða öðrum stöðum innan sveitarfélagsins. Hugmyndir sem kynntar eru í matsáætluninni munu því kalla á breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins þ.e.a.s. ef að framkvæmdarsvæðið er innan sveitarfélagamarka. Sveitarfélagið telur það ámælisvert að það sé ekki ljóst á umræddum gögnum hvort að framkvæmdin sé innan marka sveitarfélagsins eða ekki.
Ábendingar er varðar matsáætlun:
Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Skorradalshreppur telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi.
Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Skorradalshreppur telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð sem er á Botnsheiðinni ( https://www.vedur.is/vedur/stodvar/?sid=1689 ) og er í 500 metra hæð, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindur oft mjög mikill. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur.
Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 2 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Skorradalshreppur eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað í tengslum við væntanlegt umhverfismat og aðkoman sé tryggð, þ.e.a.s. ef að framkvæmdarsvæðið er innan sveitarfélagsins.
Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Skorradalshreppur vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta og vísar sveitarfélagið á Kort og leiðarlýsingu Hvalfjarðarhrings. Þar segir: „Úti fyrir er svo eyja sem heitir Bjartey. Umhverfi Bjarteyjarsands laðar mjög til gönguferða, hvort sem haldið er til fjalla eða með ströndinni. Besta útsýnisfallið er Brekkukambur (45), 646 m hár og greið leið á vesturenda Kambsins frá Bjarteyjarsandi og Brekku.“
Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða – og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist.
Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins?
Í kafla 3.13 kemur ekki fram hvernig vindorkugarðurinn verður tengdur við megin flutningskerfi raforku. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig og hvar verður tengt við megin flutningskerfi raforku.
Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir umhverfisáhrifum örplast og dreifingu þess miðað við ríkjandi vindátt af umræddum vindmyllugarði á lífríki, vatnafar og heilsu almennings.
Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Skorradalshrepps, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Skorradalur er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár.
Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að: „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls. 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram. Í aðalskipulagi Skorradalshrepps er hverfisvernd á Botnsheiði til verndar votlendi sem er þannig griðastaður fugla. Lagt er til að fuglalíf verði rannsakað og skráð í minnst 5 km radíus frá framkvæmdarsvæðinu í umhverfismatinu.
Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið.
Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Ljóst er að að fjölga þarf myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllanna er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Gera þarf sýnileikagreiningu frá öllum jörðum, bæjarstæðum og núverandi og fyrirhuguðum frístundabyggðum þeirra sem liggja í norðurhlíðum dalsins, þ.e. Hálsum, Grund ,Vatnsenda, Hvammi, Dagverðarnesi, Stálpastöðum, Háafelli, Fitjum, Sarpi og Efstabæ. Enn fremur að gera grein fyrir því hvort að og þá hvernig framkvæmdin er sýnileg frá Litlu Drageyri, Vatnshorni, Bakkakoti og landi Fitja sem er sunnan Fitjaár. Óskað er eftir að samhliða sýnileikagreiningu verði metið hver sjónræn áhrif munu hafa á markaðsvirði fasteigna innan sveitarfélagsins.
Ekki er minnst á áhrif skuggaflökts á byggð í Skorradalnum undir kaflanum Skuggaflökt á bls. 32. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki og fyrirhuguð uppbyggingarsvæði frístundabyggða þar sem gætir sýnileika vindmyllanna innan sveitarfélagsins.
Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2 km fjarlægð. Skorradalshreppur óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili.
Í kafla 4.3.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Skorradalshreppur bendir á að inn á þá mynd vantar áfangastaðina Háafell, Vatnshorn, Sarp og Efstabæ og þjóðleiðirnar þar á milli, en umrætt svæði fellur undir verndarsvæði í byggð er varðar Framdal Skorradals og að öllum líkindum verður fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum og þjóðleiðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5.
Í kaflanum um fornleifar er ekki getið um Verndarsvæði í byggð er varðar Framdal Skorradals https://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/Framdalur-Skorradals.pdf . Þetta þarf að laga og fjalla um ofangreint verndarsvæði en það afmarkast af heimatúnum bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns. Einnig nær verndin til gömlu þjóðleiðanna sem liggja um lönd fyrrgreindra bæja. Um er að ræða fornar þingleiðir, biskupa- og prestaleiðir m.a. tengdar Fitjakirkju og Þingvöllum, gamlar verleiðir milli landshluta og leiðir til aðdrátta sem lengst af lágu til Hvalfjarðar. Þannig afmarkast verndarsvæðið af heimatúnum bæjanna og leiðunum sem fólk notaði til að komast á milli bæjanna og nágrannabyggða.
Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Skorradalshreppur telur rétt að fasteignaeigendur í Skorradalnum séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um frístundahúsaeigendur og mögulega aðra fasteignaeigendur, stjórnir Frístundahúsafélaganna og rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta.
Sveitarfélag veitir framkvæmdaleyfi sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdar eins og lýst er í ofangreindri matsáætlun. Framkvæmdaleyfi skal veitt á grundvelli gildandi skipulagsáætlana sveitarfélags og skal framkvæmd vera í samræmi við þær. Eins og að framan greinir að þá þarf ofangreind framkvæmd að vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í aðalskipulagi. Ekkert slíkt svæði er skilgreind í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Því þarf, þ.e.a.s. ef að umrædd framkvæmd verður innan sveitarfélagamarka, að fara fram breyting á aðalskipulagi áður en til framkvæmdaleyfis kemur sbr. 30. gr. sömu laga. Enn fremur þarf að leggja fram deiliskipulag af framkvæmdasvæðinu sbr. 40. gr. sömu laga. Byggingarleyfi þarf einnig fyrir vindmyllur og öðrum mannvirkjum vindorkugarðsins skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
**4. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012**
Á 168. fundi hreppsnefndar var staðfest stöðvun framkvæmdar sem átti sér stað þann 4. og 9. júní 2022 sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsnefnd.
Skógræktin hefur lagt fram gögn sem sýnir afmörkun svæðis sem var flett til undirbúnings gróðursetningar skógarplantna og feril vegslóða sem ruddur var í hlíðum Dragafells. Embættinu hefur enn fremur borist fjölda mynda af óleyfisframkvæmdunum.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna leggur skipulags- og byggingarnefnd til að Jóni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni, verði falið að leggja fram kæru fyrir hönd sveitarfélagsins vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru Drageyrar til lögreglu á grundvelli ákvæða skipulagslaga 123/2010 og náttúruverndarlaga 60/2013.
**5. Bakkakot, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206020**
Á 169. fundi hreppsnefndar var staðfest stöðvun framkvæmdar sem átti sér stað þann 15. júní sl. sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd varðandi gróðursetningu skógarplantna í landi Bakkakots. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsnefnd.
Skógræktin hefur lagt fram gögn sem sýnir afmörkun svæðis þar sem gróðursetning skógarplantna fór fram. Embættinu hefur enn fremur borist fjölda mynda af óleyfisframkvæmdunum.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna leggur skipulags- og byggingarnefnd til að Jóni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni, verði falið að leggja fram kæru fyrir hönd sveitarfélagsins vegna óleyfisframkvæmda í landi Bakkakots til lögreglu á grundvelli ákvæða skipulagslaga 123/2010 og náttúruverndarlaga 60/2013.
**6. Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2208005**
Ábending hefur borist er varðar óleyfisframkvæmd í landi Stálpastaða. Óleyfisframkvæmdin varðar gróðursetningu skógarplantna á svæði sem ekki er skilgreint til skógræktar í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að afla gagna varðandi umræddar óleyfisframkvæmdir.
**7. Kæra 86/2022 vegna skógræktar á Stóru Drageyri – Mál nr. 2208006**
Lögð fram stjórnsýslukæra ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun Skorradalshrepps um að hafna umsókn Skógræktarinnar um leyfi til framkvæmda við skógrækt á jörðinni Stóru Drageyri.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leita verði til Sóknar lögmannsstofu til að aðstoða embættið við að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
**8. Kæra 87/2022 vegna skógræktar í Bakkakoti – Mál nr. 2208007**
Lögð fram stjórnsýslukæra ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun Skorradalshrepps um að hafna umsókn Skógræktarinnar um leyfi til framkvæmda við skógrækt á jörðinni Bakkakoti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leita verði til Sóknar lögmannsstofu til að aðstoða embættið við að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 13:00.
=== Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps ===
- fundur
== þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl.10:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. ==
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
IM aðalmaður nefndarinnar boðaði forföll og varamaður SGÞ sat fundinn í hans stað
==== Þetta gerðist: ====
==== Skipulagsmál ====
1. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Auglýsing var birt í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu þann 8. júlí 2022. Auglýsingartími tillögu deiliskipulags var frá 11. júlí til og með 22. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Minjastofnun Íslands, RARIK, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipulagstillögu var breytt í samræmi við umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
2. Refsholt 36, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2205002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 5. júlí til 5. ágúst 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Framkvæmdarleyfi 3. Mat á umhverfisáhrifum – Kynningartími matsáætlunar – Brekka, vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit – Mál nr. 2207011
Zephyr Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um vindorkugarð í landi Brekku, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Skipulags- og bygginganefnd Skorradalshrepps fékk ábendingu 18. júlí 2022 um ofangreinda matsáætlun. Jarðar- og lóðamörk, þar að leiðandi sveitarfélagsmörk, eru ekki sýnd í fyrirliggjandi matsáætlun. Norðurmörk framkvæmdarsvæðisins liggja ofan í eða jafnvel yfir sveitarfélagsmörk á milli Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Því hefur hreppurinn komið því á framfæri við Skipulagsstofnun að sveitarfélagið eigi að vera umsagnaraðili og eins landeigandi Fitjakirkjulands.
Skipulagsstofnun óskaði, þann 21. júlí 2022, eftir að sveitarfélagið gefi umsögn um matsáætlunina skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og var frestur gefin til 26. ágúst nk..
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort sveitarfélagið hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum sveitarfélagið telur að gera þurfi frekari skil eða hafa þurfi sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun.
Zephyr Iceland ehf. áformar að láta reisa um það bil 50MW vindorkugarð á um 300ha svæði. Fyrirhugað er að reisa um 8-12 vindmyllur á Brekkukambi, í um 647 metra hæð yfir sjávarmáli.
Í Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 er ekki gert ráð fyrir vindorkugarði innan marka sveitarfélagsins, hvorki á umræddum stað eða öðrum stöðum innan sveitarfélagsins. Hugmyndir sem kynntar eru í matsáætluninni munu því kalla á breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins þ.e.a.s. ef að framkvæmdarsvæðið er innan sveitarfélagamarka. Sveitarfélagið telur það ámælisvert að það sé ekki ljóst á umræddum gögnum hvort að framkvæmdin sé innan marka sveitarfélagsins eða ekki.
Ábendingar er varðar matsáætlun:
Í kafla 1.1 kemur fram að samhliða vinnu við mat á umhverfisáhrifum verði valkostir varðandi tegund, uppröðun og staðsetningu vindmylla skoðaðir en vegna örrar tækniþróunar er nákvæm gerð og stærð vindmyllu ekki ákveðin fyrr en skömmu áður en sjálfar vindmyllurnar eru reistar. Skorradalshreppur telur mikilvægt að þessar lykilupplýsingar liggi fyrir sem fyrst, enda þurfi að meta umhverfisáhrifin út frá þessum þáttum. Jafnframt óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um hvað ,,skömmu áður“ þýðir í þessu samhengi.
Í sama kafla, er bent á að frumathuganir og gögn gefi góðar vísbendingar um aðstæður og vindafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Máli sínu til stuðnings vísar framkvæmdaraðili til frumathugana sem átt hafa sér stað á Mosfellsheiði og er því haldið fram að góðar líkur séu á því að svipaðar vindaðstæður séu á hálendinu innan Brekku. Skorradalshreppur telur afar mikilvægt að safna raungögnum á umræddu framkvæmdasvæði, ekki sé fullnægjandi að styðjast við gögn annars staðar frá. Bent er á veðurstöð sem er á Botnsheiðinni ( https://www.vedur.is/vedur/stodvar/?sid=1689 ) og er í 500 metra hæð, en þar getur orðið gríðarlega hvasst og vindur oft mjög mikill. Ekki kemur fram í gögnum hvort slíkar aðstæður séu ákjósanlegar þegar velja skal stað fyrir vindmyllur.
Einnig kemur fram að nú þegar liggi vegslóðar að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, en skv. mynd á bls. 2 er aðkoman að vindorkugarðinum úr norðvestri. Óskar Skorradalshreppur eftir upplýsingum um hvort samþykkis landeigenda hefur verið aflað í tengslum við væntanlegt umhverfismat og aðkoman sé tryggð, þ.e.a.s. ef að framkvæmdarsvæðið er innan sveitarfélagsins.
Mynd 3.2 sýnir vegi, vegslóða og göngu- og reiðleiðir sem liggja að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Skorradalshreppur vekur athygli á því að útivistar- og ferðafélög hafa skipulagt gönguferðir á Brekkukamb. Þá hefur útivistaráhugi almennings aukist mjög og margir leggja leið sína á fjallið. Ekki er merkt inn nein gönguleið á Brekkukamb á þessari mynd en úr því mætti bæta og vísar sveitarfélagið á Kort og leiðarlýsingu Hvalfjarðarhrings. Þar segir: „Úti fyrir er svo eyja sem heitir Bjartey. Umhverfi Bjarteyjarsands laðar mjög til gönguferða, hvort sem haldið er til fjalla eða með ströndinni. Besta útsýnisfallið er Brekkukambur (45), 646 m hár og greið leið á vesturenda Kambsins frá Bjarteyjarsandi og Brekku.“
Í kafla 3.10 er fjallað um mannafla og tækjakost. Í kaflanum um nærsamfélag og byggð er sömuleiðis rætt um störf sem munu skapast en nokkuð óljóst er þó hvers konar störf og hversu mörg. Óskar sveitarfélagið eftir nánari upplýsingum um störf á framkvæmda- og rekstrartíma, byggt á gögnum um aðra vindorkugarða – og einnig hvað átt sé við þegar talað er um að störfin krefjist starfsfólks með reynslu, þ.e. hvernig reynslu og menntunar er krafist.
Í kafla 3.12 er m.a. rætt um frágang að rekstrartíma loknum. Hver má áætla að verði rekstrartími vindorkugarðsins?
Í kafla 3.13 kemur ekki fram hvernig vindorkugarðurinn verður tengdur við megin flutningskerfi raforku. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig og hvar verður tengt við megin flutningskerfi raforku.
Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir umhverfisáhrifum örplast og dreifingu þess miðað við ríkjandi vindátt af umræddum vindmyllugarði á lífríki, vatnafar og heilsu almennings.
Varðandi verndarsvæði, vistkerfi, votlendi og vistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi, er ekki ásættanlegt að mati Skorradalshrepps, að vísa til þess að nú þegar liggi vegslóðar um votlendið. Framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í matsáætluninni, eru af þeirri stærðargráðu að huga þarf vel að verndun viðkvæmra og mikilvægra vistgerða, vistkerfa og ekki síður dýralífs, eins og fugla, en Skorradalur er afar mikilvægt búsvæði fyrir fugla. Þá er Ísland aðili að Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu. Til viðbótar má nefna að í stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi, þá er lagst gegn því að vindorkuvirkjanir eða vindorkuver verði reist innan svæða á B- og C- hluta náttúruminjaskrár.
Varðandi fuglalíf sbr. kafla 4.3.2 „aðferðafræði umhverfismats“ í matsáætlun þar er tekið m.a. fram að: „Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við mikilvægt fuglasvæði m.a. fyrir fargesti þarf að vinna sérstaka fuglarannsókn á framkvæmdasvæðinu og áhrifasvæði framkvæmdarinnar gagnvart fuglalífi,?.“ Bls. 22, örlítið neðar á sömu blaðsíðunni er svo fullyrt að: „Þar sem svæðið er ekki flokkað sem mikilvægt fuglasvæði er ekki gert ráð fyrir ratsjármælingum.“ Þetta stangast á, fuglar eru færanlegir og því er nauðsynlegt m.a. vegna nálægðar við mikilvægt fuglasvæði að þessar ratsjármælingar fari fram. Í aðalskipulagi Skorradalshrepps er hverfisvernd á Botnsheiði til verndar votlendi sem er þannig griðastaður fugla. Lagt er til að fuglalíf verði rannsakað og skráð í minnst 5 km radíus frá framkvæmdarsvæðinu í umhverfismatinu.
Varðandi sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar s.s. áhrif á landslag, ásýnd og nærsamfélag og byggð, miðað við þær forsendur að fyrirhugað framkvæmdasvæði standi í 647 metra hæð og að vindmyllurnar geti orðið allt að 274 metrar, telur sveitarfélagið afar brýnt að þessum þáttum séu gerð góð skil við umhverfismatið. Mikilvægt er að lögð séu til grundvallar góð gögn sem auðveldi fólki að átta sig á umfangi framkvæmdarinnar út frá þessum sjónrænu þáttum, en ljóst er að sjónrænna áhrifa mun gæta langt út fyrir framkvæmdasvæðið.
Varðandi samráð og samtal við almenning, staðkunnuga og hagsmunaaðila vegna áætlaðra myndatökustaða, leggur sveitarfélagið ríka áherslu á slíkt samráð og óskar eftir nánari upplýsingum um það, þegar það liggur fyrir. Ljóst er að að fjölga þarf myndatökustöðum vegna sýnileikagreiningar, þar sem sýnileiki vindmyllanna er mjög mikill vegna hæðar þeirra og hversu hátt fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur. Gera þarf sýnileikagreiningu frá öllum jörðum, bæjarstæðum og núverandi og fyrirhuguðum frístundabyggðum þeirra sem liggja í norðurhlíðum dalsins, þ.e. Hálsum, Grund ,Vatnsenda, Hvammi, Dagverðarnesi, Stálpastöðum, Háafelli, Fitjum, Sarpi og Efstabæ. Enn fremur að gera grein fyrir því hvort að og þá hvernig framkvæmdin er sýnileg frá Litlu Drageyri, Vatnshorni, Bakkakoti og landi Fitja sem er sunnan Fitjaár. Óskað er eftir að samhliða sýnileikagreiningu verði metið hver sjónræn áhrif munu hafa á markaðsvirði fasteigna innan sveitarfélagsins.
Ekki er minnst á áhrif skuggaflökts á byggð í Skorradalnum undir kaflanum Skuggaflökt á bls. 32. Mikilvægt er að áhrif vegna skuggaflökts séu metin hvað varðar öll mannvirki og fyrirhuguð uppbyggingarsvæði frístundabyggða þar sem gætir sýnileika vindmyllanna innan sveitarfélagsins.
Í kaflanum um hljóðvist er talað um að fyrirhugað framkvæmdasvæði sé óbyggt. Það er vissulega rétt, en áhrifanna mun gæta í byggð, enda föst búseta og frístundabyggðir í mikilli nálægð við fyrirhugað framkvæmdasvæði, eða í um 2 km fjarlægð. Skorradalshreppur óskar eftir nánari upplýsingum um hljóðvist á þessu stigi máls og rökum fyrir því að einungis skuli rannsaka hljóðvist á 1-2 vikna tímabili.
Í kafla 4.3.10 um ferðaþjónustu og útivist er fjallað um áfangastaði og þeir sýndir á mynd 4.10. Skorradalshreppur bendir á að inn á þá mynd vantar áfangastaðina Háafell, Vatnshorn, Sarp og Efstabæ og þjóðleiðirnar þar á milli, en umrætt svæði fellur undir verndarsvæði í byggð er varðar Framdal Skorradals og að öllum líkindum verður fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta þarf að laga, bæta þessum stöðum og þjóðleiðum inn á bæði kortið og í töflu 4.5.
Í kaflanum um fornleifar er ekki getið um Verndarsvæði í byggð er varðar Framdal Skorradals https://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/Framdalur-Skorradals.pdf . Þetta þarf að laga og fjalla um ofangreint verndarsvæði en það afmarkast af heimatúnum bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns. Einnig nær verndin til gömlu þjóðleiðanna sem liggja um lönd fyrrgreindra bæja. Um er að ræða fornar þingleiðir, biskupa- og prestaleiðir m.a. tengdar Fitjakirkju og Þingvöllum, gamlar verleiðir milli landshluta og leiðir til aðdrátta sem lengst af lágu til Hvalfjarðar. Þannig afmarkast verndarsvæðið af heimatúnum bæjanna og leiðunum sem fólk notaði til að komast á milli bæjanna og nágrannabyggða.
Í kaflanum um samráð eru tilteknir lögbundnir umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar. Skorradalshreppur telur rétt að fasteignaeigendur í Skorradalnum séu skilgreindir sem hagsmunaaðilar, þó þeir séu ekki með lögheimili í sveitarfélaginu. Á þetta við um frístundahúsaeigendur og mögulega aðra fasteignaeigendur, stjórnir Frístundahúsafélaganna og rekstraraðila og fyrirtæki þar sem áhrifa vindorkugarðsins mun gæta.
Sveitarfélag veitir framkvæmdaleyfi sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdar eins og lýst er í ofangreindri matsáætlun. Framkvæmdaleyfi skal veitt á grundvelli gildandi skipulagsáætlana sveitarfélags og skal framkvæmd vera í samræmi við þær. Eins og að framan greinir að þá þarf ofangreind framkvæmd að vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í aðalskipulagi. Ekkert slíkt svæði er skilgreind í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Því þarf, þ.e.a.s. ef að umrædd framkvæmd verður innan sveitarfélagamarka, að fara fram breyting á aðalskipulagi áður en til framkvæmdaleyfis kemur sbr. 30. gr. sömu laga. Enn fremur þarf að leggja fram deiliskipulag af framkvæmdasvæðinu sbr. 40. gr. sömu laga. Byggingarleyfi þarf einnig fyrir vindmyllur og öðrum mannvirkjum vindorkugarðsins skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
4. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012
Á 168. fundi hreppsnefndar var staðfest stöðvun framkvæmdar sem átti sér stað þann 4. og 9. júní 2022 sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsnefnd.
Skógræktin hefur lagt fram gögn sem sýnir afmörkun svæðis sem var flett til undirbúnings gróðursetningar skógarplantna og feril vegslóða sem ruddur var í hlíðum Dragafells. Embættinu hefur enn fremur borist fjölda mynda af óleyfisframkvæmdunum.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna leggur skipulags- og byggingarnefnd til að Jóni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni, verði falið að leggja fram kæru fyrir hönd sveitarfélagsins vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru Drageyrar til lögreglu á grundvelli ákvæða skipulagslaga 123/2010 og náttúruverndarlaga 60/2013.
5. Bakkakot, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206020
Á 169. fundi hreppsnefndar var staðfest stöðvun framkvæmdar sem átti sér stað þann 15. júní sl. sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd varðandi gróðursetningu skógarplantna í landi Bakkakots. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsnefnd.
Skógræktin hefur lagt fram gögn sem sýnir afmörkun svæðis þar sem gróðursetning skógarplantna fór fram. Embættinu hefur enn fremur borist fjölda mynda af óleyfisframkvæmdunum.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna leggur skipulags- og byggingarnefnd til að Jóni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni, verði falið að leggja fram kæru fyrir hönd sveitarfélagsins vegna óleyfisframkvæmda í landi Bakkakots til lögreglu á grundvelli ákvæða skipulagslaga 123/2010 og náttúruverndarlaga 60/2013.
6. Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2208005
Ábending hefur borist er varðar óleyfisframkvæmd í landi Stálpastaða. Óleyfisframkvæmdin varðar gróðursetningu skógarplantna á svæði sem ekki er skilgreint til skógræktar í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að afla gagna varðandi umræddar óleyfisframkvæmdir.
7. Kæra 86/2022 vegna skógræktar á Stóru Drageyri – Mál nr. 2208006
Lögð fram stjórnsýslukæra ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun Skorradalshrepps um að hafna umsókn Skógræktarinnar um leyfi til framkvæmda við skógrækt á jörðinni Stóru Drageyri.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leita verði til Sóknar lögmannsstofu til að aðstoða embættið við að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
8. Kæra 87/2022 vegna skógræktar í Bakkakoti – Mál nr. 2208007
Lögð fram stjórnsýslukæra ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun Skorradalshrepps um að hafna umsókn Skógræktarinnar um leyfi til framkvæmda við skógrækt á jörðinni Bakkakoti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leita verði til Sóknar lögmannsstofu til að aðstoða embættið við að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 13:00.