Seltjarnarnesbær
129. fundur skipulags- og umferðarnefndar
= Fundartími Skipulags- og umferðarnefnd 2022 =
| 20. janúar
|
3. febrúar
3. mars
7. apríl
5. maí
Stjórnsýsla
Hér er að finna fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Skipulags- og umferðarnefnd
**129. fundur skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs Austurströnd 1, þriðjudaginn 20. september, 2022 kl. 08:06**
**Nefndarmenn:**
Svana Helen Björnsdóttir, formaður
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, varaformaður
Örn Viðar Skúlason, aðalmaður
Karen María Jónsdóttir, aðalmaður
Bjarni Torfi Álfþórsson, aðalmaður
**Starfsmenn:**
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri
**Fundargerð ritaði:** Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
**Dagskrá:**
**1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð**
Lagt fram minnisblað Alta, dagsett 2. september 2022, vegna breytinga á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 varðandi takmarkanir á gistiþjónustu. Málið var áður á dagskrá 128. fundar skipulags- og umferðarnefndar 6. september sl. þar sem málinu var frestað.
*Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu og vísar málinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og lögmanns Seltjarnarnesbæjar.*
**2. 2022090054 - Látraströnd 54 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis - gististað að Látraströnd 54**
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. september 2022, um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Látraströnd 54.
*Með vísan til niðurstöðu úrskurðar menningar- og viðskiptaráðuneytis frá 29. ágúst 2022 er umsækjanda veitt tækifæri til þess að tjá sig um fyrirliggjandi umsögn Landslaga frá 8. mars 2021 áður en umsagnarbeiðni sýslumanns verður svarað. Óskað er eftir að andmæli liggi fyrir innan 10 daga frá dagsetningu bréfs þar um. Í kjölfarið verður málið tekið fyrir að nýju og afgreitt m.t.t. fyrirliggjandi umsagnar og andmæla umsækjanda berist þau.
*