Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1550
==== 22. september 2022 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
== Fundargerð ritaði ==
Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 ==202203832
Upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði, komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
== 2. Erindi SSH varðandi verkefnið Borgað þegar hent er ==202209155
Lagt fram minnisblað samráðshóps vegna verkefnisins, Borgað þegar hent er, sem var til umfjöllunar á 543. fundi stjórnar SSH. Í minnisblaðinu kemur fram að samráðshópurinn leggur til að stefnt verði að samræmdu innheimtu- og álagningarkerfi á höfuðborgarsvæðinu vegna sorphirðu og meðhöndlunar úrgangs.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, fór yfir fyrirliggjandi minnisblað samráðshópsins.
== 3. Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda til umsagnar ==202209292
Erindi forsætisráðuneytis þar sem vakin er athygli á að drög að upplýsingastefnu stjórnvalda hafi verið birt í Samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til og með 09.10.22.
Lagt fram.
== 4. Landsþing og landsþingsfulltrúar ==202205168
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru tillögur kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.
Lagt fram.
== 5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==202206736
Vinna við fjárhagsáætlun 2023-2026 - dagskrá heimsókna bæjarráðs í stofnanir sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga dagana 28. - 30. september falli fundur bæjarráðs þann 29. september nk. niður. Næsti fundur bæjarráðs fer fram 6. október 2022.