Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 609. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Starfsmannamál í leikskólum haust 2022 ===
2209071
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem farið er yfir mönnun á leikskólum.
Byggðarráð vísar umræðu um mönnun á leikskólanum Hnoðrabóli til umfjöllunar hjá fræðslunefnd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að nánari greiningu valkosta til þess að koma til móts við mönnunarvanda á Hnoðrabóli.
=== 2.Móttaka flóttamanna ===
2203156
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Kynning á flóttamannaverkefninu á Bifröst og drögum að samningi.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarstetur um þjónustu við einstaklinga sem hlotið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða alþjóðlega vernd og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar og er samþykkt hans vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Yfirstandandi verkefni hefur gengið vel. Byggst hefur upp þekking í samfélaginu og þeir einstaklingar og fjölskyldur sem hingað hafa komið notið verndar og stuðnings og börn gengið í skóla. Ljóst er að fjármagn, aðgangur að þjónustu sérfræðinga og ekki síst framboð á húsnæði eru lykilatriði til að framhaldið verði farsælt. Þar reiðir Borgarbyggð sig að miklu leyti á samstarfsaðila sína í verkefninu.
=== 3.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla ===
2001144
Borgarbyggð vill tryggja jafnt og öruggt framboð á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Nýr rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um húsnæðismál þrýstir á um að núverandi húsnæðisáætlun sveitarfélagsins verði tekin til endurskoðunar. Málið tekið til umræðu og farið fram á leiðsögn frá byggðarráði.
Byggðarráð telur mikilvægt hefja vinnu við uppfærslu húsnæðisáætlunar og stefna að því að ljúka þeirri vinnu eigi síðar en fyrir 1. nóvember.
=== 4.Fyrirkomulag snjómoksturs ===
1908004
Lagðar fram til umræðu snjómokstursreglur sveitarfélagsins. Óskað er eftir sjónarmiðum byggðarráðs varðandi hvort og þá hvernig ástæða er til að breyta reglunum fyrir komandi vetur. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála mætir á fundinn.
Byggðarráð vísar umræðu um snjómokstur í dreifbýli til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
=== 5.Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum - stuðningsverkefni ===
2109147
Kynnt minnisblað frá Podium þar sem farið er yfir næstu skref í innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ í Borgarbyggð, tímalínu, kostnað og ávinning sveitarfélagsins. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð ítrekar áhuga sinn á því að Borgarbyggð haldi áfram að skoða innleiðingu heimsmarkmiðanna í rekstri sveitarfélagsins og í menningu í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að útfæra nánar innleiðingu verkefnisins, umræðu um kostnað er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
=== 6.Stofnun Hollvinasamtaka Hamars ===
2209091
Tillaga lögð fram til kynningar um stofnun Hollvinasamtaka Hamarshússins.
Byggðarráð fagnar frjálsum félagasamtökum sem stofnuð eru til góðra verka.
Golfklúbbur Borgarness er með gildan leigusamning um húsnæðið sem um ræðir. Engir fjármunir hafa verið settir í viðhald húsnæðisins undanfarin ár og ekki er fyrirsjáanlegt að til staðar séu fjármunir til þess að leggja háar fjárhæðir í viðhald eða endurbætur húsnæðisins í ljósi viðhaldsþarfar annars húsnæðis sem tengist kjarnastarfsemi sveitarfélagins. Byggðarráð mun auglýsa húsnæðið til sölu áhugasömum að leigutíma loknum.
Golfklúbbur Borgarness er með gildan leigusamning um húsnæðið sem um ræðir. Engir fjármunir hafa verið settir í viðhald húsnæðisins undanfarin ár og ekki er fyrirsjáanlegt að til staðar séu fjármunir til þess að leggja háar fjárhæðir í viðhald eða endurbætur húsnæðisins í ljósi viðhaldsþarfar annars húsnæðis sem tengist kjarnastarfsemi sveitarfélagins. Byggðarráð mun auglýsa húsnæðið til sölu áhugasömum að leigutíma loknum.
=== 7.Skipun fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs FIB 2022 ===
2203248
Tilnefning fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi.
Byggðarráð tilnefnir Elfar Már Ólafsson sem aðalmann Borgarbyggðar í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi í stað Kristjáns Finns Kristjánssonar.
=== 8.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Til fundarins kemur Heiðrún Ösp Hauksdóttir, verkefnastjóri við uppbyggingu íþróttamannvirkja með kynningu á stöðu vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Byggðarráð þakkar Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur fyrir góða yfirferð yfir stöðu vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Ákvörðun um stærri fjárfestingar sveitarfélagsins þarf að taka í tengslum við gerð á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi byggðarráðs 6. október nk.
Ákvörðun um stærri fjárfestingar sveitarfélagsins þarf að taka í tengslum við gerð á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi byggðarráðs 6. október nk.
=== 9.Flýting byggðarráðsfundar til 27. september ===
2209155
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram dagana 28.- 30. september 2022. Af þeim sökum gerir sveitarstjóri tillögu um að næsta byggðarráðsfundi verði flýtt frá 29. september til 27. september kl. 8:15.
Byggðarráð samþykkir að flýta byggðarráðsfundi til 27. september 2022.
Fundi slitið - kl. 10:15.