Hveragerðisbær
Menningar-íþrótta og frístundanefnd
= Menningar-íþrótta og frístundanefnd =
Dagskrá
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Starfið í íþróttamannvirkjunum ===
2209024
Menningar og frístundafulltrúi kynnti starfsemi í íþróttamannvirkjum og samstarf við íþróttadeildir Hamars.
Starfið hefur gengið vel það sem af er hausti og hefur verið einstaklega gott samstarf við starfandi stjórn, þjálfara og forsvarsmenn deilda Hamars. Fjölgreinaþjálfun fyrir 1. og 2. bekk hefur farið vel af stað og gengið mjög vel.
=== 2.Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2022 ===
2209028
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Míf nefnd hvetur alla bæjarbúa til að hreyfa sig í amk 30 - 60 mínútur á dag allt árið um kring. Það er tilvalið að nýta góðar gönguleiðir og sundlaugina til að hreyfa sig reglulega. Hreyfing sem lífsstíll eykur vellíðan og bætir heilsu. Nemendur í grunnskólanum fá aukna útivist og hreyfingu á haustin og hafa íþróttadeildir Hamars verið með kynningu á starfi sínu fyrstu 2 vikurnar í september. Hveragerðisbær býður öllum 60 ára og eldri uppá styrktar og hreyfiþjálfun 2 x í viku sem hófst í byrjun september. Í tilefni af íþróttaviku Evrópu býður Hveragerðisbær frítt í sund dagana 27.- 30. september.
=== 3.Íþrótta- og frístundastefna Hveragerðisbæjar - endurskoðun ===
2209029
Áherslur í íþrótta og frístundamálum.
Endurskoðun á íþrótta og frístundastefnu Hveragerðisbæjar. Fyrsta umræða.
=== 4.Bréf sem borist hafa til nefndarinnar ===
2209030
Menningarviðburðir í Hveragerði.
Míf nefnd þakkar gott tilboð um samstarf í tengslum við óperudaga í Hveragerði. Það er stefna míf nefndar að auka framboð á fjölbreyttum listviðburðum í bænum. Nefndin leggur til að bæjarstjórn skoði að auka fjármagn í menningartengda viðburði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Getum við bætt efni síðunnar?