Mosfellsbær
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 482
==== 23. september 2022 kl. 09:30, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==202106073
Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta geymsluhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
== 2. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==202209214
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
== 3. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==202208242
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri fjórar færanlegar kennslustofueiningar með samtals átta kennslustofum á einni hæð á lóðinni Skólabraut nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Eining A - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³. Eining B - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³. Eining C - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³. Eining D - tvær kennslustofur: 122,3 m², 358,2 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.