Fjarðabyggð
Bæjarráð - 767
**1. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026**
|Gerð grein fyrir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar. Fundir bæjarstjóra og fjármálastjóra með formönnum nefnda og sviðsstjórum verða í vikunni og í þar næstu viku mæta þeir á fund bæjarráðs. |
[Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pBhKRlP47kSq5cbtz0EB1A&meetingid=AZ2WppTQIUCz_HfwLsxG6Q1
&filename=Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf)
**2. 2209209 - Fasteignir í eigu Fjarðabyggðar**
|Lögð fram greinargerð um stöðu á sölu eigna Fjarðabyggðar samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar, ásamt tillögu að sölu og söluaðferð 3ja eigna að auki.|
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.
**3. 2209216 - Foktjón í september 2022**
|Farið yfir tjón á mannvirkjum og eignum vegna ofsaveðurs sem gekk yfir Fjarðabyggð 25. og 26. september. Unnið verður að viðgerðum og uppgjörum tengdum tjónum.|
**4. 2209219 - Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022**
|Framlagt ársfundarboð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudag 12. október kl. 16:00.|
Bæjarráð felur bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Jóni Birni Hákonarsyni að fara með umboð sveitarfélagsins á ársfundinum.
[Boð á ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3yEAJ7BsEuiby9E4gl3RQ&meetingid=AZ2WppTQIUCz_HfwLsxG6Q1
&filename=Boð á ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.pdf)
**5. 2209222 - Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöð Stöðvarfirði**
|Framlögð beiðni Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um fjárstyrk til rannsókna.|
Bæjarráð lýsir ánægju með störf áhugafólksins og styður við verkefnið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Leitað verður leiða til að finna fleiri stuðningsaðila að verkefninu. Vísað til stjórnar menningar- og safnastofnunar.
[Umsókn frá Björgvin Valur Guðmundsson.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8z6AurFS3kmGMyUCLQw8yg&meetingid=AZ2WppTQIUCz_HfwLsxG6Q1
&filename=Umsókn frá Björgvin Valur Guðmundsson.pdf)
**6. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar**
|Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.|
Bæjarráð vísar erindi til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar.
[Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=2VAzjBLt1UGtDxkyggZKLA&meetingid=AZ2WppTQIUCz_HfwLsxG6Q1
&filename=Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf)
**7. 2209105 - Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla**
|Framlagt bréf skólastjórnenda við Grunnskóla Reyðarfjarðar vegna afgreiðslu bæjarráðs á bréfi um sundlaug á Reyðarfirði og sundkennslu. Fjárveiting til aksturs barna í sundkennslu er áætlaður á árinu 2022 með sama hætti og var í áætlun ársins 2021.|
Lagt fram til kynningar.
**8. 2209243 - Uppbygging smáhúsahverfafrístundahúsa í Fjarðabyggð**
|Framlagður tölvupóstur frá Árnýju Hafborgu Hálfdánardóttur þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórn vegna uppbyggingar á smáhýsahverfi/frístundahúsum í Fjarðabyggð.|
Bæjarráð fagnar áformum og felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.
**9. 2209128 - Vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála.**
|Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar í vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála verði tveir. Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að velja fulltrúa til ferðarinnar.|
**10. 2208114 - Tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.**
|Framlögð drög að svari við erindi starfshóps um til nýtingu vindorku.|
Bæjarráð samþykkir drög að umsögn með uppfærslu sem samþykkt var á fundi.
**11. 2209201 - Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 1-7**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Reisugils ehf um lóðirnar að Hlíðarbrekku 1,3,5, og 7 á Fáskrúðsfirði. |
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna.
**12. 2209220 - Umsókn um lóð Hafnarbraut 40**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Hrafnshóls EHF um lóð að Hafnarbraut 40, í Neskaupstað.|
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og afturkallar þar með úthlutun lóðarinnar til Fjarðabyggðar f.h. Brákar íbúðarfélags hses.
**14. 2209027F - Fræðslunefnd - 115**
|Fundargerð 115. fundar fræðslunefndar frá 28. september lögð fram til afgreiðslu.|
**14.1. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023**
**14.2. 2209113 - Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar 2023**
**14.3. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023**
**14.4. 2209166 - Gjaldskrá húsnæðis Grunnskóla 2023**
**14.5. 2209105 - Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla**
**14.6. 2209175 - Erindi leikskólastjóranna um vinnutíma**
**14.7. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð**
**14.8. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð**
**15. 2209026F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 105**
|Fundargerð 105. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu.|
**15.1. 2209208 - Launaáætlun íþróttamannvirkja 2023**
**16. 2209024F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8**
|Fundargerð 8. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 27. september lögð fram til afgreiðslu.|
**16.1. 2208083 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2023**
**16.2. 2209218 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi**
**16.3. 2205208 - 740 Melagata 12 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi**
**16.4. 2209220 - Umsókn um lóð Hafnarbraut 40**
**16.5. 2209201 - Umsókn um lóðir Hlíðarbrekka 1-3-5-7**
**16.6. 2209200 - Umsókn um stöðuleyfi**
**16.7. 2209217 - Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku**
**16.8. 2208118 - Fugladauði**
**16.9. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða**
**16.10. 2209151 - Geymslusvæði Eskju á Eskifirði**
**16.11. 2209110 - Lystigarðurinn í Neskaupstað**
**16.12. 2209158 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023**
**16.13. 2209170 - Gjaldskrá hunda og kattahald 2023**
**16.14. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023**
**16.15. 2202061 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022**
**16.16. 2209010F - Fjallskilanefnd - 2**
**17. 2209022F - Mannvirkja- og veitunefnd - 5**
|Fundargerð 5. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 26. september lögð fram til afgreiðslu.|
**17.1. 2208082 - Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023**
**18. 2209018F - Félagsmálanefnd - 157**
|Fundargerð 157. fundar félagsmálanefndar frá 20. september lögð fram til afgreiðslu.|
**18.1. 2209130 - Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Múlaþings við Aflið**
**18.2. 2208080 - Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2023**
**13. 2202112 - Barnaverndarnefnd 2022**
|Framlögð fundargerð barnaverndarnefndar nr. 157. frá 6. september til afgreiðslu.|