Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2022 ===
2201037
Lagt fram yfirlit yfir greidda fjárhagsaðstoð. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Jafnréttisáætlun ===
1907031
Velferðarnefnd Borgarbyggðar fer með málefni um jafna stöðu og jafnan rétt kynja innan sveitarfélagsins og er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn í málefnum er varða jafnrétti kynjanna. Nefndin fylgist með og hefur frumkvæði að aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynja innan sveitarfélagsins. Nefndin hefur umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára, þar sem meðal annars kemur fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kynja innan Borgarbyggðar.
Jafnréttisáætlun sveitarfélaga á að leggja fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar og síðan árlega til endurskoðunar..
Jafnréttisáætlun sveitarfélaga á að leggja fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar og síðan árlega til endurskoðunar..
Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að áætluninni.
=== 3.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Lögð fram tillaga um að bætt verið inn ákvæði í 7. grein reglna Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð að skila skuli inn þinglýstum leigusamningi eða annarri staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði til að eiga rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Beri umsækjandi 18 ára eða eldri ekki kostnað vegna húsnæðis, þ.e. af eigin húsnæði eða greiði leigu þá skerðist fjárhagsaðstoð um 40% af grunnfjárhæð.
Einnig lögð til breyting er varðar húsnæðiskostnað einstalkinga sem halda heimili með öðrum.
Bætt inn í grein 13 um heimildir til afgreiðslu.
Einnig lögð til breyting er varðar húsnæðiskostnað einstalkinga sem halda heimili með öðrum.
Bætt inn í grein 13 um heimildir til afgreiðslu.
Tillögur að breytingum samþykktar.
7. gr.hljóði svo:
Fjárþörf einstaklings: grunnupphæð er kr. 216.079 (2022) á mánuði og endurskoðast í janúar ár hvert miðað við launavísitölu í síðastliðnum nóvember.
Sú upphæð hækkar miðað við fjölskyldustærð þannig:
að 2ja manna fjölskylda, þ.e. tveir fullorðnir = 1,6 grunnupphæð og eftir það bætist við 0,2 grunnupphæð fyrir hvern einstakling.
Fjárþörf einstaklings sem heldur heimili með öðrum skal reiknast 0,8 af grunnupphæð beri hann sannanlega kostnað af eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Framfærslugrunnur vegna einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 ? nú krónur 216.079 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar eða staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem bera ekki kostnað af eigin húsnæði eða leggja fram þinglýstan leigusamning eða aðra staðfestingu á leigugreiðslum sl. 3 mánuði lækkar um 40%.
Grein 13. hljóði svo: Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. eða 4. mgr. 11. eða 12. greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd. Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.
7. gr.hljóði svo:
Fjárþörf einstaklings: grunnupphæð er kr. 216.079 (2022) á mánuði og endurskoðast í janúar ár hvert miðað við launavísitölu í síðastliðnum nóvember.
Sú upphæð hækkar miðað við fjölskyldustærð þannig:
að 2ja manna fjölskylda, þ.e. tveir fullorðnir = 1,6 grunnupphæð og eftir það bætist við 0,2 grunnupphæð fyrir hvern einstakling.
Fjárþörf einstaklings sem heldur heimili með öðrum skal reiknast 0,8 af grunnupphæð beri hann sannanlega kostnað af eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Framfærslugrunnur vegna einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 ? nú krónur 216.079 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar eða staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem bera ekki kostnað af eigin húsnæði eða leggja fram þinglýstan leigusamning eða aðra staðfestingu á leigugreiðslum sl. 3 mánuði lækkar um 40%.
Grein 13. hljóði svo: Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. eða 4. mgr. 11. eða 12. greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd. Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.
=== 4.Samþætting þjónustu við aldraða. ===
2209252
Félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra skipuðu í sumar í verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Skipunarbréfið byggir á áherslum úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir m.a. að tryggja eigi eldra fólki þjónustu við hæfi og mikilvægt sé því að samþætta þjónustu við eldra fólk bæði til að auka lífsgæði þess hóps sem og til að tryggja að þjónustukerfi hér á landi ráði við vænta fjölgun eldra fólks á næstu árum.
Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk hefur boðað stjórnendur Borgarbyggðar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til fundar í október. Fundarboð lagt fram og málið kynnt.
=== 5.Aldan framtíðarsýn - starfshópur ===
1912081
Vinnueftirlitið hefur úrskurðað dósatalningarvélar sem voru í notkun í dósamóttökunni í Brákarey nothæfar með ákveðnum öryggisuppfærslum. Í núverandi aðstöðu dósamóttökunnar að Sóbakka er ekki pláss til að nota vélarnar. Endururinnslan telur óheppilegt að ekki sé hægt að taka við ótöldu og hefur rætt að Borgarbyggð láti móttökuna af hendi til annarra aðila ef ekki er mögulegt að nýta vélarnar svo hægt sé að telja á staðnum.
Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitarfélög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verkefni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land - aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar s.s. flutningamiðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamóttöku.
Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitarfélög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verkefni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land - aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar s.s. flutningamiðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamóttöku.
Umræða um verndaða vinnu og möguleika í þeim efnum. Það er mikilvægt að Borgarbyggð bjóði upp á fjölbreytta verndaða vinnu sem hentar þeim sem á þurfa að halda og hafa mismunandi þarfir einsktalinganna að leiðarljósi. Hluti af hugmyndafræði með vernduðum vinnustöðum er að koma í veg fyrir einangrun og efla félagslega virkni og þroska. Útfærsla á verndaðri vinnu getur verið margskonar, m.a. þátttaka á almennum vinnumarkaði með einstaklingsbundnum stuðningi.
Nefndin telur mikilvægt að móta skýra framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðra i samhengi við þá stefnumótunarvinnu sem framundan er í málaflokknum.
Nefndin telur mikilvægt að móta skýra framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðra i samhengi við þá stefnumótunarvinnu sem framundan er í málaflokknum.
=== 6.Stefna í málefnum fatlaðra ===
2005194
Sem lið í vinnu að stefnu í málefnum fatlaðra var ákveðið á síðasta fundi nefndarinnar að nefndarmenn færu í heimsókn í Ölduna og Búsetuþjónustuna til að kynna sér starfsemina og viðhorf þjónustuþega og starfsfólks. Farið hefur verið á báða staðina og var það bæði fræðandi og skemmtilegt.
Félgsmálastjóri lagði fram drög að uppfærðri framkvæmdaáætlun í vinnu að stefnu í málaflokknum.
Félgsmálastjóri lagði fram drög að uppfærðri framkvæmdaáætlun í vinnu að stefnu í málaflokknum.
Drög að framkvæmdaáætlun rædd og samþykkt. Stefnt er það því að stefna um þjónustu við fatlað fólk í Borgarbyggð verði lögð fyrir sveitarstjórn mars 2023.
=== 7.Ályktun UMSB um jafnt tækifæri til íþróttaiðkunar ===
2209225
Ályktun frá UMSB lögð fram til kynningar.
Málinu frestað vegna vanhæfisreglna.
Fundi slitið - kl. 16:15.