Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 39. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Starfs- og fjárhagsáætlun - Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd ===
2107033
Framlögð drög af starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2023. Þar með talið fjárhagsáætlun fyrir hátíðarhöld, Menningarsjóð Borgarbyggðar, Safnahús Borgarfjarðar, Hjálmaklett og félagsheimilin.
Þórunn Kjartansdóttir kemur til fundar undir þessum lið.
Þórunn Kjartansdóttir kemur til fundar undir þessum lið.
Starfsáætlunin fyrir málaflokka nefndarinnar árið 2023 inniheldur spennandi, metnaðarfull og flott verkefni.
Lögð verður áhersla á stafræna þróun í þjónustuveitingu sveitarfélagsins með því að halda áfram samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og með nýrri heimasíðu sveitarfélagsins, sem verður til þess fallin að auka til muna þjónustustig í upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina.
Nefndin ætlar einnig að leggja grunn að upplýsingapakka fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu, halda áfram að vekja athygli á kostum sveitarfélagsins með markvissum auglýsingaherferðum með nýju kynningarefni, stuðla að aukningu í viðburðahaldi og skoða innkomuna í Borgarbyggð. Þá stendur einnig til að láta útbúa atvinnumálastefnu og stefnumótun í stafrænni þróun.
Í fjárhagsáætlun fyrir menningarmál verður lögð áhersla á að fara í innviðaendurnýjun á innanstokksmunum, auka viðburðarhald til að auka hlutverk safnsins í daglegu lífi fólks og standsetja fyrstu hæðina í húsinu til að koma upp nýrri sýningu. Einnig þarf að fara í markvissa vinnu við gerð stefnumótunar fyrir öll söfnin í samræmi við skýrslu um framtíðarskipan Safnahúss.
Föst hátíðahöld verða á sínum stað ásamt nýjungum. Nefndin vill leggja til að fræðslunefnd kanni þann möguleiki á að hafa allar íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar opnar 17. júní árið 2023. Tíðkast hefur að sundlaugin í Borgarnesi sé lokuð á þessum degi en sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum opnar.
Lögð verður áhersla á stafræna þróun í þjónustuveitingu sveitarfélagsins með því að halda áfram samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og með nýrri heimasíðu sveitarfélagsins, sem verður til þess fallin að auka til muna þjónustustig í upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina.
Nefndin ætlar einnig að leggja grunn að upplýsingapakka fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu, halda áfram að vekja athygli á kostum sveitarfélagsins með markvissum auglýsingaherferðum með nýju kynningarefni, stuðla að aukningu í viðburðahaldi og skoða innkomuna í Borgarbyggð. Þá stendur einnig til að láta útbúa atvinnumálastefnu og stefnumótun í stafrænni þróun.
Í fjárhagsáætlun fyrir menningarmál verður lögð áhersla á að fara í innviðaendurnýjun á innanstokksmunum, auka viðburðarhald til að auka hlutverk safnsins í daglegu lífi fólks og standsetja fyrstu hæðina í húsinu til að koma upp nýrri sýningu. Einnig þarf að fara í markvissa vinnu við gerð stefnumótunar fyrir öll söfnin í samræmi við skýrslu um framtíðarskipan Safnahúss.
Föst hátíðahöld verða á sínum stað ásamt nýjungum. Nefndin vill leggja til að fræðslunefnd kanni þann möguleiki á að hafa allar íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar opnar 17. júní árið 2023. Tíðkast hefur að sundlaugin í Borgarnesi sé lokuð á þessum degi en sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum opnar.
=== 3.100 ára afmæli slökkviliðs Borgarbyggðar - erindi frá slökkviliðsstjóra ===
2209061
Afgreiðsla 608.fundar byggðarráðs:
"Framlagt erindi slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar vegna 100 ára afmælis slökkviliðs Borgarbyggðar. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri sitja fund undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð telur fulla ástæðu til að minnast tímamótanna 2023 og beinir því til atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefndar að taka komandi tímamót til umræðu."
"Framlagt erindi slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar vegna 100 ára afmælis slökkviliðs Borgarbyggðar. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri sitja fund undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð telur fulla ástæðu til að minnast tímamótanna 2023 og beinir því til atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefndar að taka komandi tímamót til umræðu."
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur samskiptastjóra að boða slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar á næsta fund nefndarinnar til að ræða hvernig eigi að minnast þessara tímamóta á komandi ári.
Fundi slitið - kl. 10:45.