Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 231
==== 11. október 2022 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Jón Örn Jónsson (JÖJ) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Heiða Ágústsdóttir fagstjóri garðyrkju
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi ==202110425
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. og 225. fundi sínum eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar, nákvæma legu, efnisval og tilhögun framkvæmda. Lögð fram innsend gögn frá hestamannafélaginu Herði.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir við reiðstíg meðfram Skiphóli, en vísar til umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 5. október 2022 og leggur áherslu á að farið verði að fullu eftir tilmælum Minjastofnunar á framkvæmdatímanum. Einnig leggur umhverfisnefnd til við skipulagsnefnd að í framkvæmdaleyfi sé kveðið á um að umhverfissvið verði upplýst um upphaf framkvæmda, fylgt sé reglum Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum og að Mosfellsbær muni hafa eftirlit með verkinu.
[FylgiskjalReiðvegur við Skiphól í Mosfellsbæ.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=4GI6C9DrAUWVNgHxqGgoiA&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Reiðvegur við Skiphól í Mosfellsbæ.pdf) [FylgiskjalHestamannafélagið Hörður - Minajstofnun - Skiphóll 26.9.22.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=soUfvbs3ikafSfb2oNPVrw&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Hestamannafélagið Hörður - Minajstofnun - Skiphóll 26.9.22.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 4_ Skiphóll reiðgata-0522-L001.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=g7_ZiieunUmRX6eJlq_xPA&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Fylgiskjal 4_ Skiphóll reiðgata-0522-L001.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 3_Varmárbakkar_Skipuhóll_bréfMÍ_07092020.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=EW0i6pVFKk2RsaCLxPB0GQ&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Fylgiskjal 3_Varmárbakkar_Skipuhóll_bréfMÍ_07092020.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 2 _Varmárbakkar_Skipuhóll fornleifaksráning_bréfMí - 07122020.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=FQtzBW_R6UOCWbDT1BU5_w&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Fylgiskjal 2 _Varmárbakkar_Skipuhóll fornleifaksráning_bréfMí - 07122020.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 1_Verkefni_2720 Fornleifaskráning.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=Ps8s2DKfUanqntezipStA&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Fylgiskjal 1_Verkefni_2720 Fornleifaskráning.pdf) [Fylgiskjal6 Skiphóll Malarhrúa sem ýtt verður út og tré sem vera fjarlægð vestan við Skiphól.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=S3u8pKN0HkXw4BLyhFpbw&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=6 Skiphóll Malarhrúa sem ýtt verður út og tré sem vera fjarlægð vestan við Skiphól.pdf) [Fylgiskjal5 Skiphóll Skiphóll horft í vestur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=deM9gwhbESA0t1CwGeEFQ&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=5 Skiphóll Skiphóll horft í vestur.pdf) [FylgiskjalReiðleið við Skiphól.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=DmcQGy9F70i0SkuOpPjAUA&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Reiðleið við Skiphól.pdf) [FylgiskjalSkiphóll reiðgata-0522-L001.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=oJjfYipKNEmWMbB0OPR8Wg&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Skiphóll reiðgata-0522-L001.pdf) [FylgiskjalUmsögn MÍ 5 október 2022 - Reiðvegur við Skiphól.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=GseFcfkSkUekYRdQ1_vl9Q&meetingid=SBYW1ih7AE6uY8ZYXOhOww1&filename=Umsögn MÍ 5 október 2022 - Reiðvegur við Skiphól.pdf)
== 2. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2022 ==202210150
Lagðar fram upplýsingar um fyrirhugaðan fund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Grindavík þann 10. nóvember n.k. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar er starfandi náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins. Nánari dagskrá fundarins verður send á nefndarmenn þegar hún liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar
== 3. Laufið - viðurkenning fyrir samfélagslega ábyrg fyrirtæki ==202209197
Kynning á starfsemi Laufsins sem býður uppá hagnýt verkfæri til að stuðla að sjálfbærum fyrirtækjarekstri. Fyrirtækið óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ. Fulltrúi fyrirtækisins kemur á fundinn og kynnir málið.
Lagt fram til kynningar.
== 4. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2022-2026 ==202210155
Lögð fram tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022-2026.
Lagt fram til kynningar