Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 107
**107. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 10. október 2022 og hófst hann kl. 16:15.** **Fundinn sátu: **Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. **Fundargerð ritaði: ** Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. **Dagskrá:** **1. Íbúasamráð vegna umferðarhraða - 2210039**
Niðurstöður íbúasamráðs á heimasíðu Grindavíkurbæjar lagðar fram til umfjöllunar.
Niðurstöðurnar eru afgerandi varðandi umferðarhraða innan þéttbýlis Grindavíkur. Nefndin leggur til að hámarkshraði í íbúagötum verði lækkaður niður í 30 km/klst og verði 50 km/klst á hafnarsvæði, Hópsbraut, Austurvegi eftir íbúasvæði, Víkurbraut ofan Hringtorgs. Þá leggur Skipulagsnefnd til að Suðurhóp á milli þrenginga við Hópskóla verði vistgata ásamt því að banna akstur stærri bíla um neðri hluta Víkurbrautar (eftir Dalbraut).
Fjöldi ábendinga kom um umferðarþungar götur, t.d. Hópsbraut, Víkurbraut og Ránargötu. Skoða þarf umferðaröryggi sérstaklega í þessum svæðum. Í framhaldinu er mikilvægt að hefja og ljúka vinnu við deiliskipulag miðbæjar.
Sviðsstjóra er falið að fjalla um niðurstöðu könnunarinnar á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
**2. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082**
Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram í kjölfar íbúasamráðs um umferðarhraða í þéttbýli Grindavíkur.
Stefnan uppfærð á fundinum m.t.t. niðurstöðu samráðs um umferðarhraða sbr. dagskrárliður eitt á fundinum.
Sviðsstjóra falið að senda stefnuna til umsagnar hjá Samgöngustofu, Lögreglunni og Vegagerðinni.
**3. Aðalskipulag Grindavíkur- endurskoðun - 2209041**
Í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.
Skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. Erindinu vísað til umræðu í bæjarráði og afgreiðslu bæjarstjórnar.
**4. Deiliskipulagsbreyting - Arnarhlíð 7 - 2209099**
Lilja Sigmarsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Grenndarkynningu vegna deiliskipulagsbreytingar við Arnarhlíð 7 er lokið. Ein athugasemd barst.
Skiplagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda vegna innkominnar athugasemdar. Málinu frestað.
**5. Víkurhóp 63 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu - 2208005**
Grenndarkynningu vegna deiliskipulagsbreytingar við Víkurhóp 63 er lokið án athugasemda. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**6. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060**
Deiliskipulagstillaga við Þorbjörn lögð fram.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að kortleggja núverandi stöðu, skilgreina færri en skipulagða stíga og bæta aðgengi á vissum stöðum til að stýra umferð, ákvarða staðsetningu útsýnisaðstöðu og áningarstaða, skógræktarsvæða og nauðsynlegra innviða. Lögð verður áhersla á að umhverfisgæði svæðisins nýtist til útivistar og að tekið verði tillit til nærliggjandi náttúru.
Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
**7. Spóahlíð 1 - deiliskipulagsbreyting - 2210044**
Leiguhúsnæði ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Spóahlíð 1. Breytingin er eftirfarandi:
- Byggingareitur færist allur til norðurs um 2,5 metra og nær bílaplani um 2,5 metra.
- Byggingarreitur breytist á hlið sem snýr að inngarði.
- Á lóð eftir breytingu er gert ráð fyrir 29 bílastæðum.
- Stærð byggingarreits stækkar úr 630,7 m2 í 794,8 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 1 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna skipulagstillöguna fyrir lóðarhöfum við Spóahlíð 2-10, 3, 5, 9.
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d.nefna breytingu á grunngögnum deiliskipulags og lóðarblöðum, kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar o.s.frv.
**8. Spóahlíð 3 og 22-30 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi lóða - 2210040**
Lögð er fram tillaga að breytingu á skipulagi lóða við Spóahlíð 3 og 22-30. Tillögunni fylgir riss sem gerir ráð fyrir tíu íbúðum á Spóahlíð 3 og fjórtán íbúðum á Spóahlíð 22-30. Á báðum lóðum er gert ráð fyrir húsum á tveimur hæðum með íbúð á hvorri hæð.
Skipulagsnefnd heimilar fyrirspyrjanda að óska eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 3 í samræmi við tillöguna og leggja hana fyrir skipulagsnefnd.
Tillögu að breytingu á lóðunum Spóahlíð 22-30 er hafnað. Skipulagsnefnd vill ekki breyta þeim skilmálum sem um lóðirnar gilda, þ.e. raðhús á 2 hæðum í fjölbýlishús.
**9. Spóahlíð 5 og 9 - deiliskipulagsbreyting - 2210037**
Grindin ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Spóahlíð 5 og Spóahlíð 9. Breytingin er eftirfarandi:
- Byggingarreitur við Spóahlíð 5 stækkar um 0,2 m til norðurs og 4,5 m til suðurs. Byggingarreitur stækkar úr 420,5 m2 í 560,0 m2.
- Byggingarreitur við Spóahlíð 9 stækkar um 2,2 m til norðurs og um 2,5 metrar til suðurs. Byggingarreitur ofanjarðar stækkar úr 630, 7 m2 í 838,0 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 5 og 9 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna skipulagstillöguna fyrir lóðarhöfum við Spóahlíð 1, 3 og 12-20.
Á breytingaruppdrætti deiliskipulags er einnig óskað eftir því að hæðarkóti (GK) keðjuhúss við Spóahlíð 9 verði sá sami, þ.e. 19,00, á allar íbúðir fyrstu hæðar í stað stallað 17,00/18,00/19,00. Sú breyting verður grenndarkynnt með deiliskipulagsbreytingu.
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna breytingu á grunngögnum deiliskipulags og lóðarblöðum, kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar o.s.frv.
**10. Deiliskipulagsbreyting vegna Suðurhóps 2 - 2210043**
Deiliskipulag fyrir Suðurhóp 2 tekið til umræðu.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu að breyta deiliskipulagi fyrir Hópskóla. Teikningar af fyrirhugaðri byggingu liggja fyrir þar sem skólinn er á 1. hæð og engin áform um að hafa hann á tveimur hæðum.
**11. Miðgarður 2 - fyrirspurn til skipulagsnefndar - 2210038**
Eyri ehf. sendir skipulagsnefnd fyrirspurn vegna áforma um stækkun og breytingu á byggingunni við Miðgarð 2.
Skiplagsnefnd hafnar erindinu. Miðgarður 2 er á skilgreindu hafnarsvæði samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið og ekki heimilt að byggja íbúðir á svæðinu.
**12. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Skipulags- og umhverfissvið - 2210042**
Gögn vegna fjárhagsáætlunar skipulags- og umhverfissviðs lögð fram. Gögnin hafa verið lögð fyrir bæjarráð og eru í vinnslu fyrir fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
**13. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 65 - 2209016F**
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 65 lögð fram til upplýsinga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.
Skipulagsnefnd / 11. október 2022
[Fundur 107](/v/26026)
Skipulagsnefnd / 6. október 2022
[Fundur 106](/v/26022)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022
[Fundur 119](/v/26021)
Bæjarstjórn / 3. október 2022
[Fundur 531](/v/26007)
Fræðslunefnd / 3. október 2022
[Fundur 123](/v/26006)
Bæjarráð / 3. október 2022
[Fundur 1622](/v/26005)
Bæjarráð / 14. september 2022
[Fundur 1621](/v/25980)
Hafnarstjórn / 13. september 2022
[Fundur 484](/v/25975)
Fræðslunefnd / 13. september 2022
[Fundur 122](/v/25974)
Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022
[Fundur 118](/v/25963)
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)
Bæjarstjórn / 31. ágúst 2022
[Fundur 530](/v/25951)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 117](/v/25948)
Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 104](/v/25946)
Bæjarráð / 24. ágúst 2022
[Fundur 1619](/v/25943)
Bæjarráð / 17. ágúst 2022
[Fundur 1618](/v/25935)
Bæjarráð / 27. júlí 2022
[Fundur 1617](/v/25915)
Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022
[Fundur 103](/v/25905)
Bæjarráð / 13. júlí 2022
[Fundur 1616](/v/25904)
Hafnarstjórn / 12. júlí 2022
[Fundur 483](/v/25903)
Bæjarráð / 6. júlí 2022
[Fundur 1615](/v/25898)
Fræðslunefnd / 4. júlí 2022
[Fundur 120](/v/25896)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022
[Fundur 116](/v/25889)