Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 231. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskar eftir því við sveitarstjórnarmenn að samþykkja breyttan fundartíma í dag sem helgast af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem hefst á morgun. Samþykkt samhljóða.
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
=== 2.Tillaga að breyttum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna til umræðu og samþykktar ===
2204068
Afgreiðsla 595. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
"Byggðarráð samþykkir framlögð drög að sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar."
"Byggðarráð samþykkir framlögð drög að sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn vísar framlögðum drögum að sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna að nýju til umræðu í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Afgreiðsla 230. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar:
"Sigurður Guðmundsson ber upp þá tillögu að vísa umræðu um fækkun kjördeilda inn í byggðarráð að nýju.
Samþykkt samhljóða.
Forseti ber upp þá tillögu að vísa tillögum til breytinga á samþykktum um stjórn Borgarbyggð til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða"
Afgreiðsla frá 608. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð mun halda áfram að fylgjast vel með þróun í notkun rafrænna kjörskráa sem gæti gefið tilefni frekari endurskoðunar á þessu ákvæði samþykkta. Byggðarráð telur þá breytingu sem liggur nú þegar fyrir hæfilegt skref í þá átt að einfalda framkvæmd kosninga en m.a. gekk erfiðlega að manna kjördeildir vegna breytinga á lögum um hæfi. Byggðarráð vísar tillögu að samþykktum að nýju til sveitarstjórnar óbreyttum."
"Sigurður Guðmundsson ber upp þá tillögu að vísa umræðu um fækkun kjördeilda inn í byggðarráð að nýju.
Samþykkt samhljóða.
Forseti ber upp þá tillögu að vísa tillögum til breytinga á samþykktum um stjórn Borgarbyggð til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða"
Afgreiðsla frá 608. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð mun halda áfram að fylgjast vel með þróun í notkun rafrænna kjörskráa sem gæti gefið tilefni frekari endurskoðunar á þessu ákvæði samþykkta. Byggðarráð telur þá breytingu sem liggur nú þegar fyrir hæfilegt skref í þá átt að einfalda framkvæmd kosninga en m.a. gekk erfiðlega að manna kjördeildir vegna breytinga á lögum um hæfi. Byggðarráð vísar tillögu að samþykktum að nýju til sveitarstjórnar óbreyttum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar við síðari umræðu og felur sveitarstjóra að senda þær til ráðuneytis til birtingar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 ===
2203010
Afgreiðsla 610. fundar byggðarráðs: "Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka V við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við snjómokstur og hálkueyðingu 6,5 millj og deildina íþrótta- og æskulýðsmál 3,9 millj. Á móti kemur lækkun á greiðslum til UMSB um 3,9 millj þar sem hluti af þeim verkefnum sem voru hjá UMSB hafa færst til sveitarfélagsins. Þá er inni í viðaukanum sala á tveimur fasteignum þ.e. Hnoðrabóli við Grímsstaði og Borgarbraut 14 sem ekki voru inni í upphaflegri áætlun en voru seld á árinu. Þá eru 27,8 millj settar í gatnagerð við Sóleyjarklett en lækkuð áætlun um framkvæmdir við íþróttamannvirki um sömu fjárhæð. Vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálaasviðs sat fund undir þessum dagskrárlið."
Lögð fram tillaga að viðauka V við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við snjómokstur og hálkueyðingu 6,5 millj og deildina íþrótta- og æskulýðsmál 3,9 millj. Á móti kemur lækkun á greiðslum til UMSB um 3,9 millj þar sem hluti af þeim verkefnum sem voru hjá UMSB hafa færst til sveitarfélagsins. Þá er inni í viðaukanum sala á tveimur fasteignum þ.e. Hnoðrabóli við Grímsstaði og Borgarbraut 14 sem ekki voru inni í upphaflegri áætlun en voru seld á árinu. Þá eru 27,8 millj settar í gatnagerð við Sóleyjarklett en lækkuð áætlun um framkvæmdir við íþróttamannvirki um sömu fjárhæð. Þessar breytingar hafa þau áhrif að rekstrarafgangur ársins fer 5.660 þús kr og aðrar breytingar koma fram í auknu handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS, LBÁ, SBG.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS, LBÁ, SBG.
=== 5.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi ===
1912083
Afgreiðsla frá 608. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan viðauka með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar. Jafnframt er lagt til að hagrætt verði innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins til þess að koma til móts við þá útgjaldaaukningu sem verður vegna samkomulagsins. Er því vísað til gerðar viðauka sem leggja skal fram samhliða endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á viðaukanum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við rammasamning um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, dags. 26. september 2022.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Birkihlíð - útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201128
Afgreiðsla frá 608. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Borgarverk ehf. Fyrir liggur að kostnaður skv. verðkönnun er umfram fjárheimildir í gildandi fjárhagsáætlun 2022. Skv. útboðsgögnum liggur fyrir að verkið klárast ekki allt á þessu fjárhagsári og verða því fjárheimildir því ekki fullnýttar m.v. tilboð lægstbjóðanda. Þeim kostnaði sem út af stendur er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023."
Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna verðkönnunar vegna gatnagerðar í Birkihlíð í Varmalandi.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Afgreiðsla frá 608. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir aðild Borgarbyggðar að umdæmisráði barnaverndar með sveitarfélögum á landsbyggðinni og vísar fullnaðarafgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar. Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri mætti til fundarins."
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar með sveitarfélögum á landsbyggðinni. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlögð drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Móttaka flóttamanna ===
2203156
Afgreiðsla frá 609. fundi byggðarráðs:
"Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarstetur um þjónustu við einstaklinga sem hlotið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða alþjóðlega vernd og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar og er samþykkt hans vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Yfirstandandi verkefni hefur gengið vel. Byggst hefur upp þekking í samfélaginu og þeir einstaklingar og fjölskyldur sem hingað hafa komið notið verndar og stuðnings og börn gengið í skóla. Ljóst er að fjármagn, aðgangur að þjónustu sérfræðinga og ekki síst framboð á húsnæði eru lykilatriði til að framhaldið verði farsælt. Þar reiðir Borgarbyggð sig að miklu leyti á samstarfsaðila sína í verkefninu."
"Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarstetur um þjónustu við einstaklinga sem hlotið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða alþjóðlega vernd og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar og er samþykkt hans vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Yfirstandandi verkefni hefur gengið vel. Byggst hefur upp þekking í samfélaginu og þeir einstaklingar og fjölskyldur sem hingað hafa komið notið verndar og stuðnings og börn gengið í skóla. Ljóst er að fjármagn, aðgangur að þjónustu sérfræðinga og ekki síst framboð á húsnæði eru lykilatriði til að framhaldið verði farsælt. Þar reiðir Borgarbyggð sig að miklu leyti á samstarfsaðila sína í verkefninu."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan þjónustusamning við félags- og vinnumarkaðsráðuneyið og Fjölmenningarsetur um þjónustu við einstaklinga sem hlotið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum, dags. 27. september 2022.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Úrsögn úr afréttarfélagi ===
2201156
Afgreiðsla 610. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar: "Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna beiðni eigenda Skarðshamra um lausn úr upprekstrarfélagi Þverárafréttar. Forsenda þess að hægt sé að halda úti afrétti í Þverárafrétti, sem öðrum afréttum í sveitarfélaginu, er að þeir aðilar sem staðið hafa að upprekstri að fornu og nýju beri sameiginlega ábyrgð á að hreinsa afrétt og viðhalda afréttinum. Byggðarráð telur það forsendu þess að félagið sinni lögmæltu hlutverki sínu að þær jarðir sem í afréttarfélaginu eru beri sameiginlega ábyrgð á rekstri og kostnaði við upprekstrarfélagið. Verulegir almannahagsmunir séu til staðar fyrir sveitarfélagið. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi afsögn úr upprekstrarfélagi á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga til innviðaráðuneytisins. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun. Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið."
Sveitarstjórn hafnar beiðni eigenda Skarðshamra um lausn úr upprekstrarfélagi Þverárafréttar. Sveitarstjórn telur forsendu þess að hægt sé að halda úti afrétti í Þverárafrétti sem öðrum afréttum í sveitarfélaginu, að þeir aðilar sem staðið hafa að upprekstri að fornu og nýju beri sameiginlega ábyrgð á að hreinsa afrétt og viðhalda afréttinum. Sveitarstjórn telur það forsendu þess að félagið sinni lögmæltu hlutverki sínu að þær jarðir sem í afréttarfélaginu eru beri sameiginlega ábyrgð á rekstri og kostnaði við upprekstrarfélagið. Verulegir almannahagsmunir séu til staðar fyrir sveitarfélagið að því fyrirkomulagi verði ekki breytt.
Niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til Innviðaráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga innan þriggja mánaða frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðun þessa.
Samþykkt samhljóða.
Niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til Innviðaráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga innan þriggja mánaða frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðun þessa.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Afgreiðsla 130. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar:
"Tillögur að breytingum samþykktar. 7. gr.hljóði svo: Fjárþörf einstaklings: grunnupphæð er kr. 216.079 (2022) á mánuði og endurskoðast í janúar ár hvert miðað við launavísitölu í síðastliðnum nóvember. Sú upphæð hækkar miðað við fjölskyldustærð þannig: að 2ja manna fjölskylda, þ.e. tveir fullorðnir = 1,6 grunnupphæð og eftir það bætist við 0,2 grunnupphæð fyrir hvern einstakling. Fjárþörf einstaklings sem heldur heimili með öðrum skal reiknast 0,8 af grunnupphæð beri hann sannanlega kostnað af eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Framfærslugrunnur vegna einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 ? nú krónur 216.079 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar eða staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði. Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem bera ekki kostnað af eigin húsnæði eða leggja fram þinglýstan leigusamning eða aðra staðfestingu á leigugreiðslum sl. 3 mánuði lækkar um 40%. Grein 13. hljóði svo: Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. eða 4. mgr. 11. eða 12. greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd. Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn. Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd."
"Tillögur að breytingum samþykktar. 7. gr.hljóði svo: Fjárþörf einstaklings: grunnupphæð er kr. 216.079 (2022) á mánuði og endurskoðast í janúar ár hvert miðað við launavísitölu í síðastliðnum nóvember. Sú upphæð hækkar miðað við fjölskyldustærð þannig: að 2ja manna fjölskylda, þ.e. tveir fullorðnir = 1,6 grunnupphæð og eftir það bætist við 0,2 grunnupphæð fyrir hvern einstakling. Fjárþörf einstaklings sem heldur heimili með öðrum skal reiknast 0,8 af grunnupphæð beri hann sannanlega kostnað af eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Framfærslugrunnur vegna einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 ? nú krónur 216.079 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar eða staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði. Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem bera ekki kostnað af eigin húsnæði eða leggja fram þinglýstan leigusamning eða aðra staðfestingu á leigugreiðslum sl. 3 mánuði lækkar um 40%. Grein 13. hljóði svo: Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. eða 4. mgr. 11. eða 12. greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd. Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn. Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 11.Samningur við Tröppu um talþjálfun ===
2209010
Afgreiðsla 211. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar:
"Fræðslunefnd leggur til að tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði samþykkt og gerður verði samningur við Tröppu um talþjálfun. Er þetta mikið framfaraskref fyrir nemendur í Borgarbyggð. Ljóst er að einhvern tíma tekur að aðlaga okkur þessari nýju þjónustu og mun það verða útfært í samráði milli leikskóla og fjölskyldusviðs Borgarbyggðar."
"Fræðslunefnd leggur til að tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði samþykkt og gerður verði samningur við Tröppu um talþjálfun. Er þetta mikið framfaraskref fyrir nemendur í Borgarbyggð. Ljóst er að einhvern tíma tekur að aðlaga okkur þessari nýju þjónustu og mun það verða útfært í samráði milli leikskóla og fjölskyldusviðs Borgarbyggðar."
Sveitarstjórn samþykki framlagðan samning við Tröppu um talþjálfun fyrir leik- og grunnskóla Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og EÓT.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og EÓT.
=== 12.Skólastefna 2021-2025 ===
2101082
Afgreiðsla 211. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar:
Ingvar Sigurgeirsson kemur til fundarins og kynnir skólastefnuvinnuna fyrir nýrri fræðslunefnd. Farið yfir megininntakið í stefnunni og næstu skref. Fræðslunefnd samþykkir að vísa skólastefnunni til samþykktar í sveitarstjórn. Fræðslunefnd tekur til umræðu á næsta fundi sínum aðgerðaráætlun og áherslur/forgangsröðun verkefna út frá skólastefnunni. Fræðslunefnd mun hafa það hlutverk að vinna með aðgerðaráætlun fyrir skólastefnuna sem á að vera tilbúin fyrir jól. Ingvar mun aðstoða við þá vinnu. Ingvar mun, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, vinna áfram að gerð minnisblaðs um skólahald og skólaskipan í Borgarbyggð. Nýja skólastefnan ber með sér mikinn metnað fyrir skólahaldi í Borgarbyggð næstu árin. Nú þarf að kynna stefnuna vel og gera hana sýnilega nemendum, starfsfólki skóla og foreldrum.
Ingvar Sigurgeirsson kemur til fundarins og kynnir skólastefnuvinnuna fyrir nýrri fræðslunefnd. Farið yfir megininntakið í stefnunni og næstu skref. Fræðslunefnd samþykkir að vísa skólastefnunni til samþykktar í sveitarstjórn. Fræðslunefnd tekur til umræðu á næsta fundi sínum aðgerðaráætlun og áherslur/forgangsröðun verkefna út frá skólastefnunni. Fræðslunefnd mun hafa það hlutverk að vinna með aðgerðaráætlun fyrir skólastefnuna sem á að vera tilbúin fyrir jól. Ingvar mun aðstoða við þá vinnu. Ingvar mun, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, vinna áfram að gerð minnisblaðs um skólahald og skólaskipan í Borgarbyggð. Nýja skólastefnan ber með sér mikinn metnað fyrir skólahaldi í Borgarbyggð næstu árin. Nú þarf að kynna stefnuna vel og gera hana sýnilega nemendum, starfsfólki skóla og foreldrum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að endurskoðaðri skólastefnu fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og EÓT.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og EÓT.
=== 13.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Skipan varamanns í velferðarnefnd í stað Sigríðar Dóru Sigurgeirsdóttur en hún hefur hafið störf á fjölskyldusviði Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn skipar Höskuld Kolbeinsson sem varamann í velferðarnefnd í stað Sigríðar Dóru Sigurgeirsdóttur.
=== 14.Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022 ===
2111243
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur að gjaldskrám skipulags- og byggingarfulltrúa."
Sigurður Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Gjaldskrá sipulagsfulltrúa byggir á 20 gr. Skipulagslaga nr. 20/2010 þar segir fyrir um innheimtu framkvæmdaleyfisgjalds „Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu. “ og gjald vegna skipulagsáætlana “Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar“. Röksemd sem fylgir gjaldskránni miðar við ákveðna tíma vegna hvers verkefnis og síðan er auglýsingarkostnaður innheimtur samkvæmt reikningi. Miðað er við að tímagjald starfsmanns sé 14.500,- Ekki liggur fyrir neinar upplýsingar um hver er raun kostnaður á klst starfsmanns sem á að vinna verkið og eins vantar gögn sem styðja tímafjölda sem miðað er við í gjaldskránni. Ef skoðuð er gjaldskrá nágrannasveitarfélagsins Akraness þá er vinna við skipulög rukkuð samkvæmt reikningi en sett gjald á auglýsingar sem sagt alveg öfugt miðað við þá gjaldskrá sem núna liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa fer eftir 51 og 53 gr. Laga um mannvirki nr. 160/2010. Í 51 gr kemur fram að „Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður“. Ekki fylgir með gjaldskrá byggingarfulltrúa rekstraráætlun með rökstuðningi fyrir gjaldið. Ef gjaldskráin er skoðuð þá breytast nánast allir liðir hennar samkvæmt breytingu á byggingavísitölunni eins og kveðið er á í gildandi gjaldskrá nema að það eru gerðar breytingar á stöðuleyfum. Engin gögn fylgja um hvaða raunkostnaður er við veitingu stöðuleyfis. Tímagjald byggingafulltrúa er 16.500 en tímagjald skipulagfulltrúa er 14.500 sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort rétt sé allavega í ljósi þess að sveitarfélagið er með jafnlaunavottun.
Einnig vil ég vekja athygli á því að gjaldskráin gerir ráð fyrir að byggingarleyfisgjald sé miðað við rúmmál húss en t.d. Akranes innheimti byggingarleyfisgjald samkvæmt fermetrum. Þessi munur leiðir til þess að það munar 100% á byggingarleyfisgjaldi á 1000 fermetra iðnaðarhús með 5 metra vegghæð. Meirihluti sveitarstjórnar var tíðrætt um og lofað í aðdraganda kosninga að stuðla að uppbyggingu, þessar gjaldskrár gera ekki mikið í því að styðja við þau markmið meirihlutans.
Í ljósi þessa sem rakið er hér að ofan þá er ekki tryggt að þessar gjaldskrár standist skoðun og þau lög sem þær eiga að byggja á. Því leggur minnihluti Sveitarstjórnar Borgarbyggðar til að gjaldskrárnar verði sendar aftur til skipulags- og byggingarnefndar til yfirferðar og gerð krafa um að þær byggist á raunverulegum gögnum ásamt því að horft verði til samkeppnishæfni sveitarfélagsins samanborið við nágranna sveitarfélögin og um það fjallað í nefndinni."
Forseti sveitarstjórnar ber upp tillögu Sigurðar Guðmundssonar um að vísa málinu aftur til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd:
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku SG, DS, SG, DS.
"Gjaldskrá sipulagsfulltrúa byggir á 20 gr. Skipulagslaga nr. 20/2010 þar segir fyrir um innheimtu framkvæmdaleyfisgjalds „Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu. “ og gjald vegna skipulagsáætlana “Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar“. Röksemd sem fylgir gjaldskránni miðar við ákveðna tíma vegna hvers verkefnis og síðan er auglýsingarkostnaður innheimtur samkvæmt reikningi. Miðað er við að tímagjald starfsmanns sé 14.500,- Ekki liggur fyrir neinar upplýsingar um hver er raun kostnaður á klst starfsmanns sem á að vinna verkið og eins vantar gögn sem styðja tímafjölda sem miðað er við í gjaldskránni. Ef skoðuð er gjaldskrá nágrannasveitarfélagsins Akraness þá er vinna við skipulög rukkuð samkvæmt reikningi en sett gjald á auglýsingar sem sagt alveg öfugt miðað við þá gjaldskrá sem núna liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa fer eftir 51 og 53 gr. Laga um mannvirki nr. 160/2010. Í 51 gr kemur fram að „Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður“. Ekki fylgir með gjaldskrá byggingarfulltrúa rekstraráætlun með rökstuðningi fyrir gjaldið. Ef gjaldskráin er skoðuð þá breytast nánast allir liðir hennar samkvæmt breytingu á byggingavísitölunni eins og kveðið er á í gildandi gjaldskrá nema að það eru gerðar breytingar á stöðuleyfum. Engin gögn fylgja um hvaða raunkostnaður er við veitingu stöðuleyfis. Tímagjald byggingafulltrúa er 16.500 en tímagjald skipulagfulltrúa er 14.500 sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort rétt sé allavega í ljósi þess að sveitarfélagið er með jafnlaunavottun.
Einnig vil ég vekja athygli á því að gjaldskráin gerir ráð fyrir að byggingarleyfisgjald sé miðað við rúmmál húss en t.d. Akranes innheimti byggingarleyfisgjald samkvæmt fermetrum. Þessi munur leiðir til þess að það munar 100% á byggingarleyfisgjaldi á 1000 fermetra iðnaðarhús með 5 metra vegghæð. Meirihluti sveitarstjórnar var tíðrætt um og lofað í aðdraganda kosninga að stuðla að uppbyggingu, þessar gjaldskrár gera ekki mikið í því að styðja við þau markmið meirihlutans.
Í ljósi þessa sem rakið er hér að ofan þá er ekki tryggt að þessar gjaldskrár standist skoðun og þau lög sem þær eiga að byggja á. Því leggur minnihluti Sveitarstjórnar Borgarbyggðar til að gjaldskrárnar verði sendar aftur til skipulags- og byggingarnefndar til yfirferðar og gerð krafa um að þær byggist á raunverulegum gögnum ásamt því að horft verði til samkeppnishæfni sveitarfélagsins samanborið við nágranna sveitarfélögin og um það fjallað í nefndinni."
Forseti sveitarstjórnar ber upp tillögu Sigurðar Guðmundssonar um að vísa málinu aftur til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd:
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku SG, DS, SG, DS.
=== 15.Laugagerði - ósk um umsögn ===
2209248
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við nýtt deiliskipulag, Laugagerði, í Eyja- og Miklaholtshreppi en leggur áherslu á að hugað verði að mengunarvörnum m.t.t. verndunar lífríkis í Haffjarðará. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við nýtt deiliskipulag í Laugagerði, í Eyja- og Miklaholtshreppi en leggur áherslu á að hugað verði að mengunarvörnum með tilliti til verndunar lífríkis í Haffjarðará sem rennur á þessu svæði um bæði sveitarfélög.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Skíðsholt L136027 - Klettakot L198779 - Nafnabreyting ===
2208251
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Skíðsholt L136027 og Skíðsholt Klettakot L198779.
Eftir samruna mun landið heita Skíðsholt L136027, stærð 376 ha."
Eftir samruna mun landið heita Skíðsholt L136027, stærð 376 ha."
Sveitarstjórn heimilar samruna lóðanna lóðanna Skíðsholt L136027 og Skíðsholt Klettakot L198779. Eftir samruna mun landið heita Skíðsholt L136027, stærð 376 ha.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Vilmundarstaðir 2 L216109 - Nafnabreyting ===
2209026
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á Vilmundarstöðum 2 L216109. Mun landið heita Fljótseyri sem er eitt af örmerkjum á landinu."
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu á Vilmundarstöðum 2 L216109. Mun landið heita Fljótseyri sem er eitt af örmerkjum á landinu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 18.Tilkynningarskyld framkvæmd mælimastur - Sigmundarstaðir L134748 ===
2209087
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Fulltrúar minnihluta skipulags- og byggingarnefndar leggja fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar minnihluta skipulags- og byggingarnefndar telja ekki forsendur til samþykktar á umræddri tilkynningarskyldri framkvæmd, með vísan til þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag né heimild í Aðalskipulagi Borgarbyggðar á svæðinu fyrir reisingu rannsóknarmasturs."
Davíð Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun í málinu til atkvæðagreiðslu:
"Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að heimila framlagða tilkynningarskylda framkvæmd þar sem hún er í samræmi við heimildir á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgargbyggðar 2010-2022. Heimildin gildir til eins árs í takt við erindið, jarðraski skal haldið í lágmarki og að loknum mælingum skulu ummerki fjarlægð."
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Á móti voru KRS og GSG."
Davíð Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun í málinu til atkvæðagreiðslu:
"Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að heimila framlagða tilkynningarskylda framkvæmd þar sem hún er í samræmi við heimildir á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgargbyggðar 2010-2022. Heimildin gildir til eins árs í takt við erindið, jarðraski skal haldið í lágmarki og að loknum mælingum skulu ummerki fjarlægð."
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Á móti voru KRS og GSG."
Sveitarstjórn samþykkir að málinu verði vísað aftur til frekari umræðu í skipulags- og byggingarnefnd. Að mati sveitarstjórnar leikur vafi á heimild í aðalskipulagi fyrir samþykki á reisingu rannsóknarmasturs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 19.Flatahverfi á Hvanneyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi ===
2210043
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að gefa út framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagnavinnu í Flatahverfinu á Hvanneyri með vísan til framlagðra gagna."
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa ut framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagnavinnu í Flatahverfinu á Hvanneyri skv. framlögðum gögnum.
Til máls tóku SG og SBG.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku SG og SBG.
Samþykkt samhljóða.
=== 20.Birkihlíð í Varmalandi - Umsókn um framkvæmdaleyfi ===
2210033
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegna gatnagerðar og lagnavinnu við Birkihlíð á Varmalandi með vísan til framlagðra gagna."
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagnavinnu við Birkihlíð á Varmalandi með vísan til framlagðra gagna.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 21.Grjóteyri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208074
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Grjóteyrar, Grjóteyrar 1, Grjóteyrartungu og Umhverfisstofnun Íslands."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Grjóteyri 2 verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeigendum Grjóteyrar, Grjóteyrar 1, Grjóteyrartungu og Umhverfisstofnun.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 22.Innra-Fell - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208128
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Hurðabaks og Hlíðarkletts."
Kynnt verði fyrir landeigendum Hurðabaks og Hlíðarkletts."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Innra Fell verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeigendum Hurðabaks og Hlíðarkletts.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 23.Álfholt L-223706 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2206048
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Hofsstaða, Tómasarhaga Litla-Holts, Þrúðasels og Selhaga."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Áfholt verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeigendum Hofsstaða, Tómasarhaga, Litla-Holts, Þrúðasels og Selhaga.
=== 24.Grímarsstaðir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2207174
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Grímarsstaða og Grímarsstaða 4."
Kynnt verði fyrir landeigendum Grímarsstaða og Grímarsstaða 4."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Grímarsstaði 5 verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeigendum Grímarsstaða og Grímarsstaða 4.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 25.Húsafell 5 134504 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2203018
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir sumarhúsaeigendum að Klettsflöt 1-3."
Kynnt verði fyrir sumarhúsaeigendum að Klettsflöt 1-3."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Húsafell 5 verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, sumarhúsaeigendum við Klettsflöt 1-3.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 26.Guðjónstún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2206140
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Ferjubakka 1 Trana, Ferjubakka 2, Ferjubakka 2 Miðbæ, Ferjubakka 3, Ferjubakka 3 Efstabæ, Ferjukoti 3 og Miðbæ 2."
Kynnt verði fyrir landeigendum Ferjubakka 1 Trana, Ferjubakka 2, Ferjubakka 2 Miðbæ, Ferjubakka 3, Ferjubakka 3 Efstabæ, Ferjukoti 3 og Miðbæ 2."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Guðjónstún verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeigendum Ferjubakka 1 Trana, Ferjubakka 2, Ferjubakka 2 Miðbæ, Ferjubakka 3, Ferjubakka 3 Efstabæ, Ferjukoti 3 og Miðbæ 2.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 27.Jafnaskarðsskógsland 134883 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208114
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeiganda Jafnaskarðsskógslands og eigenda sumarhúsa Lambhaga og Jafnaskarðsskógslands Laufshaga."
Kynnt verði fyrir landeiganda Jafnaskarðsskógslands og eigenda sumarhúsa Lambhaga og Jafnaskarðsskógslands Laufshaga."
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfi við Jafnaskarðsskógslands verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, landeiganda Jafnaskarðsskógslands og eigendum sumarhúsa Lambhaga og Jafnaskarðsskógslands Laufhaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 28.Nes 3 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - L216102 ===
2209241
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum að Nesi, Nesi 2 og Nesi 3."
Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Nes 3 skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga fyir eigendum að Nesi, Nesi 2 og Nesi 3.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 29.Hótel Varmaland fyrirhuguð uppbygging ===
2108070
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð að Varmalandi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð að Varmalandi skv. 42. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta auglýstri tillögu ekki í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 30.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi - L135042 ===
2210032
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti II í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 27.09.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Galtarholti II í Borgarbyggð frá árinu 2004 með síðari breytingum. Málsmeðferð skal vera skv. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 31.Borgarbraut 55-59 - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - L135499 ===
2209249
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlufalli og auknu byggingarmagni á lóð Borgarbrautar 55 í Borgarnesi. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Borgarbrautar 55-59 sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli og auknu byggingarmagni á lóð Borgarbrautar 55 í Borgarnesi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 32.Breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, er varðar Borgarbraut 55 ===
2206254
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu aftur til auglýsingar þar sem breytingar frá auglýstri tillögu eru verulegar. Málsmeðferð verður skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59 að nýju til auglýsingar þar sem breytingar frá auglýstri tillögu eru verulegar. Málsmeðferð skal vera skv. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 33.Niðurskógur Húsafelli - Hraunbrekkur 34 L195348 - aðalskipulagsbreyting ===
2207046
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Niðurskóga í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Niðurskóga í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 34.Húsafell-Fristundabyggð-Litlu-Tunguskógur-L219075 ===
2209098
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg - Frístundabyggð til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.09.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg - frístundabyggð til auglýsingar. Málsmeðferð skal vera skv. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 35.Litlu-Tunguskógur L219075 - Húsafell - Breyting á aðalskipulagi ===
2103130
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til 30 ha svæðis í landi Húsafells III þar sem skilgreint er íbúðarsvæði í stað frístundabyggðar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga. Breytingin tekur til 30 ha. svæðis í landi Húsafells III þar sem skilgreint er íbúðasvæði í stað frístundabyggðar.
=== 36.Litlu-Tunguskógur - nýtt deiliskipulagi ===
1812123
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Frístundabyggð í landi Húsafells III frá árinu 2007 samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Niðurstaða skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulaginu "Frístundabggð í landi Húsafells III" frá árinu 2007 skv. 42. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 37.Norðtunga - Breytingar á aðalskipulagi - L234245-234246 ===
2210035
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir frístundasvæði í landi Norðtungu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir frístundasvæði í landi Norðtungu skv. 30. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 38.Hraunsnef, breyting á aðalskipulagi ===
1902167
Afgreiðsla 45. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun 56,5ha svæðis í landi Hraunsnefs skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði eða nálæg náttúrusvæði eins og Grábrókarhraun."
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði eða nálæg náttúrusvæði eins og Grábrókarhraun."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á landnotkun 56,5 ha. svæðis í landi Hraunsnefs skv. 5. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði eða nálæg náttúrusvæði.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 39.Veiðifélag Álftár - félagsfundur 14.10.2022 ===
2210081
Sveitarstjóri leggur fram: Framlagt fundarboð félagsfundar í Veiðifélagi Álftár sem haldinn verður 14.október 2022.
Sveitarstjórn tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að fara með atkvæðisrétt Borgarbyggðar á félagsfundi Veiðifélags Álftár 14. október 2022.
=== 40.Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 ===
2209014F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku LBÁ, DS.
Til máls tóku LBÁ, DS.
- 40.1 2203192
[Eignasjóður Slökkvistöð Sólbakka 13-15](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2203192)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar. Byggðarráð vísar áfram til umræðu um vinnu við fjárhagsáætlun.
- 40.2 2101133
[10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2101133)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð vísar hugmyndum Slökkviliðs Borgarbyggðar um viðhald og endurnýjun á eignum og búnaði til gerðar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar vegna áranna 2023-2025.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Lagt fram til kynningar. Byggðaráð telur fulla ástæðu til að minnast tímamótanna 2023 og beinir því til atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefndar að taka komandi tímamót til umræðu.
- 40.4 2209079
[6 mánaða milliuppgjör 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209079)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Sex mánaða uppgjör Borgarbyggðar lagt fram til kynningar og umræðu. Á fundinn mætti, ásamt Halldóru, Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs.
- 40.5 2208021
[Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2208021)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð mun halda áfram að fylgjast vel með þróun í notkun rafrænna kjörskráa sem gæti gefið tilefni frekari endurskoðunar á þessu ákvæði samþykkta. Byggðarráð telur þá breytingu sem liggur nú þegar fyrir hæfilegt skref í þá átt að einfalda framkvæmd kosninga en m.a. gekk erfiðlega að manna kjördeildir vegna breytinga á lögum um hæfi. Byggðarráð vísar tillögu að samþykktum að nýju til sveitarstjórnar óbreyttum.
- 40.6 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2111023)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd að mikilvægt er að afla frekari gagna varðandi útfærslu. Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga ekki síst til að tryggja að vel verði gætt að áhrifum komandi lagabreytinga við gerð fjárhagsáætlunar.
- 40.7 2209004
[Kæra til sveitarstjórnar vegna álagningar fjallskila](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209004)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð leggur til að óskað sé eftir nánari gögnum frá kæranda um fækkun fjár, s.s. með vottorði dýralæknis, vigtarseðlum úr sláturhúsi eða öðrum sambærilegum. Thelma Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir aðild Borgarbyggðar að umdæmisráði barnaverndar með sveitarfélögum á landsbyggðinni og vísar fullnaðarafgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar. Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri mætti til fundarins.
- 40.9 1912083
[Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#1912083)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan viðauka með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
Jafnframt er lagt til að hagrætt verði innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins til þess að koma til móts við þá útgjaldaaukningu sem verður vegna samkomulagsins. Er því vísað til gerðar viðauka sem leggja skal fram samhliða endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á viðaukanum.
- 40.10 2201128
[Birkihlíð - útboðsgögn, verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2201128)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Borgarverk ehf. Fyrir liggur að kostnaður skv. verðkönnun er umfram fjárheimildir í gildandi fjárhagsáætlun 2022. Skv. útboðsgögnum liggur fyrir að verkið klárast ekki allt á þessu fjárhagsári og verða því fjárheimildir því ekki fullnýttar m.v. tilboð lægstbjóðanda. Þeim kostnaði sem út af stendur er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
- 40.11 2209074
[Flutningur þjónustuvers Borgarbyggðar á Digranesgötu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209074)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð styður flutning þjónustuvers í nýjar höfuðstöðvar sveitarfélagsins við Digranesgötu. Það felur sveitarstjóra að vinna að nauðsynlegum endurbótum á húsnæðinu svo að sem mest af starfsemi höfuðstöðva flytjist þangað eins fljótt og kostur er.
- 40.12 2209059
[Umsókn um lóð - Ásvegur 12](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209059)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Framlögð umsókn um lóðina við Ásveg 12 var send inn eftir auglýstan umsóknarfrest um lóðina og er henni af þeim sökum hafnað, enda liggur fyrir önnur umsókn sem barst innan frestsins. Til vara sótti umsækjandi um lóð að Rjúpuflöt 1 og samþykkir byggðarráð úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
- 40.13 2208177
[Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um lóð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2208177)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð úthlutar lóðinni við Ásveg 12, Hvanneyri til Ómars Péturssonar.
- 40.14 2202151
[Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2202151)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Lagt fram til kynningar
- 40.15 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Lagt fram til kynningar
- 40.16 2209058
[Veiðifélag Langár - félagsfundur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209058)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Byggðarráð tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að vera fulltrúi Borgarbyggðar á félagsfundi Veiðifélags Langár.
- 40.17 2209002F
[Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 7](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2209002F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Fundargerðin framlögð. Byggðarráð óskar eftir því að verkefnastjóri komi á fund ráðsins ásamt nefndarfulltrúum með kynningu á stöðu verkefnisins.
- 40.18 2208021F
[Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 5](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18813#2208021F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 608 Fundargerðin framlögð.
=== 41.Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 ===
2209020F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku SG, DS, LBÁ, DS.
Til máls tóku SG, DS, LBÁ, DS.
- 41.1 2209071
[Starfsmannamál í leikskólum haust 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2209071)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð vísar umræðu um mönnun á leikskólanum Hnoðrabóli til umfjöllunar hjá fræðslunefnd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að nánari greiningu valkosta til þess að koma til móts við mönnunarvanda á Hnoðrabóli.
- 41.2 2203156
[Móttaka flóttamanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2203156)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarstetur um þjónustu við einstaklinga sem hlotið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða alþjóðlega vernd og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar og er samþykkt hans vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Yfirstandandi verkefni hefur gengið vel. Byggst hefur upp þekking í samfélaginu og þeir einstaklingar og fjölskyldur sem hingað hafa komið notið verndar og stuðnings og börn gengið í skóla. Ljóst er að fjármagn, aðgangur að þjónustu sérfræðinga og ekki síst framboð á húsnæði eru lykilatriði til að framhaldið verði farsælt. Þar reiðir Borgarbyggð sig að miklu leyti á samstarfsaðila sína í verkefninu.
- 41.3 2001144
[Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2001144)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð telur mikilvægt hefja vinnu við uppfærslu húsnæðisáætlunar og stefna að því að ljúka þeirri vinnu eigi síðar en fyrir 1. nóvember.
- 41.4 1908004
[Fyrirkomulag snjómoksturs](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#1908004)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð vísar umræðu um snjómokstur í dreifbýli til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
- 41.5 2109147
[Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum - stuðningsverkefni](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2109147)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð ítrekar áhuga sinn á því að Borgarbyggð haldi áfram að skoða innleiðingu heimsmarkmiðanna í rekstri sveitarfélagsins og í menningu í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að útfæra nánar innleiðingu verkefnisins, umræðu um kostnað er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
- 41.6 2209091
[Stofnun Hollvinasamtaka Hamars](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2209091)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð fagnar frjálsum félagasamtökum sem stofnuð eru til góðra verka.
Golfklúbbur Borgarness er með gildan leigusamning um húsnæðið sem um ræðir. Engir fjármunir hafa verið settir í viðhald húsnæðisins undanfarin ár og ekki er fyrirsjáanlegt að til staðar séu fjármunir til þess að leggja háar fjárhæðir í viðhald eða endurbætur húsnæðisins í ljósi viðhaldsþarfar annars húsnæðis sem tengist kjarnastarfsemi sveitarfélagins. Byggðarráð mun auglýsa húsnæðið til sölu áhugasömum að leigutíma loknum.
- 41.7 2203248
[Skipun fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs FIB 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2203248)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð tilnefnir Elfar Már Ólafsson sem aðalmann Borgarbyggðar í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi í stað Kristjáns Finns Kristjánssonar.
- 41.8 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð þakkar Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur fyrir góða yfirferð yfir stöðu vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Ákvörðun um stærri fjárfestingar sveitarfélagsins þarf að taka í tengslum við gerð á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi byggðarráðs 6. október nk.
- 41.9 2209155
[Flýting byggðarráðsfundar til 27. september](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18816#2209155)Byggðarráð Borgarbyggðar - 609 Byggðarráð samþykkir að flýta byggðarráðsfundi til 27. september 2022.
=== 42.Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 ===
2209026F
Fundargerðin framlögð.
- 42.1 2203257
[Samanburður við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2203257)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum á samanburði á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun á fyrstu 8 mánuðum ársins 2022. Launakostnaður er í heild um 32 millj yfir áætlun sem skýrist að hluta til að veikindum starfsfólks og að kjarasamningar voru gerðir á árinu 2022 en giltu aftur fyrir sig á árið 2021. Skatttekjur eru heldur meiri en áætlun gerði ráð fyrir en reksturinn í heild er samt um 25 millj yfir áætlun þar sem auk áðurnefndra launaliða er nokkuð um að tekjur, sem reiknað var með, hafa ekki skilað sér. Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 212 millj á fyrstu 8 mánuðum ársins.
- 42.2 2203010
[Viðauki við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2203010)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka V við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við snjómokstur og hálkueyðingu 6,5 millj og deildina íþrótta- og æskulýðsmál 3,9 millj. Á móti kemur lækkun á greiðslum til UMSB um 3,9 millj þar sem hluti af þeim verkefnum sem voru hjá UMSB hafa færst til sveitarfélagsins. Þá er inni í viðaukanum sala á tveimur fasteignum þ.e. Hnoðrabóli við Grímsstaði og Borgarbraut 14 sem ekki voru inni í upphaflegri áætlun en voru seld á árinu. Þá eru 27,8 millj settar í gatnagerð við Sóleyjarklett en lækkuð áætlun um framkvæmdir við íþróttamannvirki um sömu fjárhæð. Vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálaasviðs sat fund undir þessum dagskrárlið.
- 42.3 2209236
[Eignasjóður almennt viðhald](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2209236)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Yfirlit um fasteignir framlagt og kynnt af umsjónarmanni fasteigna. Vilji sveitarfélagsins stendur til að ráðast í talsverðar fjárfestingar á komandi árum ekki síst í skólum og íþróttamannvirkjum. Fyrir er safn fasteigna viðamikið og ljóst að hluti þess þarfnast verulegs viðhalds og/eða nýtist lítið í starfsemi sveitarfélagsins. Samhliða vinnu við viðhaldsáætlun telur byggðarráð ástæðu til að kanna hvort rétt sé að einfalda eignasafnið með það fyrir augum að auka nýtingu fasteigna og/eða tryggja viðhald þeirra. Sala á eignum sem lítið nýtast í sveitarfélaginu kemur til greina. Auk Guðna Rafns, umsjónarmanns fasteigna, þá sátu Eiríkur Ólafsson, sviðstjóri fjármálasviðs og Flosi Sigurðsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, fund undir þessum dagskrárlið.
- 42.4 2204068
[Umræða um drög að eigendastefnu Faxaflóahafna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2204068)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu á drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna og umræðu um sameignarsamning félagsins.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Byggðarráð Borgarbyggðar mun aðeins styðja uppbyggingu vindorkuvera svo framarlega að hagsmunir íbúa séu hafðir að leiðarljósi. Eins og lagaumgjörðin er í dag er ekki auðséð að hagur sé af slíkri uppbyggingu. Innan Borgarbyggðar og víðar á Íslandi er unnið að mati á nýtingu vindorku sem virkjunarkosts. Löggjafinn er sömuleiðis að vinna að lagaramma um nýtingu vindorku. Byggðarráð væntir þess að í slíkri löggjöf verði tryggt að íbúar og sveitarfélög á þeim svæðum verða fyrir áhrifum af nýtingu auðlindarinnar njóti með beinum hætti ávinnings af nýtingunni. Með hagsmuni íbúa Borgarbyggðar í huga þurfa þær forsendur að liggja fyrir áður en byggðarráð mótar sér afstöðu.
- 42.6 2209193
[Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2209193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Lagt fram til kynningar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Erindi framlagt
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Áskorun FA, Húseigendafélagsins og LEB framlögð
- 42.9 2208269
[Bréf innviðaráðuneytis v. OR - Upplýsingabeiðni](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2208269)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Ákvörðun um rekstur og markaðssetningu hleðslunets og hleðsluáskriftar Orku náttúrunnar hefur ekki komið til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar né verið tekin upp á eigendafundum Orkuveitu Reykjavíkur.
- 42.10 2209211
[Hafnasambandsþing 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2209211)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Fundarboð framlagt
- 42.11 2210015
[Til umsagnar 144. mál frá nefndasviði Alþingis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2210015)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Frumvarpið framlagt og rætt
- 42.12 2210034
[Skýrsla um stöðu slökkviliða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2210034)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Skýrsla framlögð.
- 42.13 2105172
[Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2105172)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Fundargerð framlögð
- 42.14 2209010F
[Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 6](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2209010F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Fundargerð framlögð.
- 42.15 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Fundargerð framlögð
- 42.16 2202059
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2202059)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Fundargerð framlögð
- 42.17 2201156
[Úrsögn úr afréttarfélagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18820#2201156)Byggðarráð Borgarbyggðar - 610 Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna beiðni eigenda Skarðshamra um lausn úr upprekstrarfélagi Þverárafréttar. Forsenda þess að hægt sé að halda úti afrétti í Þverárafrétti, sem öðrum afréttum í sveitarfélaginu, er að þeir aðilar sem staðið hafa að upprekstri að fornu og nýju beri sameiginlega ábyrgð á að hreinsa afrétt og viðhalda afréttinum. Byggðarráð telur það forsendu þess að félagið sinni lögmæltu hlutverki sínu að þær jarðir sem í afréttarfélaginu eru beri sameiginlega ábyrgð á rekstri og kostnaði við upprekstrarfélagið. Verulegir almannahagsmunir séu til staðar fyrir sveitarfélagið.
Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi afsögn úr upprekstrarfélagi á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga til innviðaráðuneytisins. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun.
Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
=== 43.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 ===
2209016F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók GLE.
Til máls tók GLE.
- 43.2 2203156
[Móttaka flóttamanna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18812#2203156)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Fram lögð drög að samningi milli Borgarbyggðar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytins um móttöku flóttamanna frá Úkraínu að Bifröst. Sviðsstjóra Fjölskyldusviðs falið að vinna áfarm að gerð samningsins og leggja fyrir byggðaráð þegar hann er tilbúinn.
- 43.3 2201047
[Fræðsla um forvarnir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18812#2201047)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynni minnisblað er lítur að skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu og hugmynd að breyttu fyrirkomulagi sem felur í sér að stofnaður verði stýrihópur um málaflokkinn. Nefndin styður tillögu að breyttu fyrirkomulagi og vísar þeim til umræðu í fræðslunefnd. Velferðarnefnd fer fram á að þeir starfsmenn sem koma til með að sinna málaflokknum komi á næsta fund nefndarinnar.
- Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Þjónusturáð Vesturlands í málefnum fatlaðs fólks var formlega lagt niður frá áramótum 2019/2020. Áfram er þó samstarf varðandi fagleg þjónustuviðmið hjá aðilum sveitarfélaganna sem stóðu saman að ráðinu. Félagsþjónusta Borgarbyggðar vinnur að málefnum fatlaðra í Dalabyggð skv. þjónustusamningi.
Þar sem Þjónusturáðið hefur verið lagt niður telur Velferðarnefnd Borgarbyggðar eðlilegt að Dalabyggð sæki um framlag til að bæta aðgengismál í Dalabyggð.
- Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Félagsmálastjóri fór yfir breytingar á barnavendarlögum. Hluti breytinganna hefur þegar tekið gildi og aðrar taka gildi um næstu ármót og eru miklar breytingar framundan á uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitarfélaga. Sveitarfélög bera áfram ábyrgð á barnavernd samkvæmt barnaverndarlögum.
Frá áramótum verða barnaverndarnefndir ekki til í þeirri mynd sem þær hafa verið heldur verða til umdæmisráð barnaverndar annars vegar sem mál verða lög fyrir til úrskurðar, og hins vegar barnaverndarþjónusta sem sinnir vinnslu mála.
Að baki hverju barnaverndarráði eiga að vera 6000 íbúar og er ekki hægt að fá undanþáu frá því lágmarki fyrir ráðin. Lögin gera einnig ráð fyrir 6000 íbúum að baki hverri barnaverndarþjónustu en möguleiki er á unanþágu frá því viðmiði að uppfylltum faglegum og landfræðilegum þáttum.
Meginþungi verkefna barnaverndarnefnda verða falin barnaverndarþjónustunni sem ber ábyrgð á verkefnum og ákvörðunum samkvæmt barnaverndarlögum. Tilteknar ráðstafanir barnaverndarþjónustu munu krefjast úrskurðar umdæmisráða barnaverndar.
- Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni lagður fram til kynningar ásamt drögum að erindisbréfi fyrir valnefnd og viðauka sem varðar þóknun ráðsmanna. Velferðarnefnd telur nauðsynlegt að sveitarfélagið sé aðili að umdæmisráði landsbyggðarinnar og gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög.
- 43.7 1709034
[Sérstakur húsnæðisstuðningur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18812#1709034)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
- 43.8 1607129
[Þjónusta við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18812#1607129)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Farið yfir stöðuna og starfsemina framundan. Vetrarstarfið á Borgarbrautinni er að fara af stað og verður þróað áfram út frá áhugakönnun og ábendingum.
- 43.9 2005194
[Stefna í málefnum fatlaðra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18812#2005194)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 129 Farið verður aftur af stað með vinnu að stefnu í málefnum fatlaðra. Fyrsta skref verður að nefndarmenn heimsæki búsetuþjónustuna og Ölduna og kynni sér starfsemina og eigi samtal við skjólstæðinga og starfsfólk stofnanna. Félagsmálastjóra falið að skipuleggja heimsóknir í næstu viku.
=== 44.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 ===
2209031F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku GLE og BB.
Til máls tóku GLE og BB.
- 44.2 1907031
[Jafnréttisáætlun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#1907031)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að áætluninni.
- 44.3 1401005
[Reglur um fjárhagsaðstoð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#1401005)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Tillögur að breytingum samþykktar.
7. gr.hljóði svo:
Fjárþörf einstaklings: grunnupphæð er kr. 216.079 (2022) á mánuði og endurskoðast í janúar ár hvert miðað við launavísitölu í síðastliðnum nóvember.
Sú upphæð hækkar miðað við fjölskyldustærð þannig:
að 2ja manna fjölskylda, þ.e. tveir fullorðnir = 1,6 grunnupphæð og eftir það bætist við 0,2 grunnupphæð fyrir hvern einstakling.
Fjárþörf einstaklings sem heldur heimili með öðrum skal reiknast 0,8 af grunnupphæð beri hann sannanlega kostnað af eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Framfærslugrunnur vegna einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 ? nú krónur 216.079 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar eða staðfestingu á reglulegum leigugreiðslum a.m.k. sl. 3 mánuði.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem bera ekki kostnað af eigin húsnæði eða leggja fram þinglýstan leigusamning eða aðra staðfestingu á leigugreiðslum sl. 3 mánuði lækkar um 40%.
Grein 13. hljóði svo: Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. eða 4. mgr. 11. eða 12. greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd. Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.
- 44.4 2209252
[Samþætting þjónustu við aldraða.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#2209252)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk hefur boðað stjórnendur Borgarbyggðar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til fundar í október. Fundarboð lagt fram og málið kynnt.
- 44.5 1912081
[Aldan framtíðarsýn - starfshópur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#1912081)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Umræða um verndaða vinnu og möguleika í þeim efnum. Það er mikilvægt að Borgarbyggð bjóði upp á fjölbreytta verndaða vinnu sem hentar þeim sem á þurfa að halda og hafa mismunandi þarfir einsktalinganna að leiðarljósi. Hluti af hugmyndafræði með vernduðum vinnustöðum er að koma í veg fyrir einangrun og efla félagslega virkni og þroska. Útfærsla á verndaðri vinnu getur verið margskonar, m.a. þátttaka á almennum vinnumarkaði með einstaklingsbundnum stuðningi.
Nefndin telur mikilvægt að móta skýra framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðra i samhengi við þá stefnumótunarvinnu sem framundan er í málaflokknum.
- 44.6 2005194
[Stefna í málefnum fatlaðra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#2005194)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Drög að framkvæmdaáætlun rædd og samþykkt. Stefnt er það því að stefna um þjónustu við fatlað fólk í Borgarbyggð verði lögð fyrir sveitarstjórn mars 2023.
- 44.7 2209225
[Ályktun UMSB um jafnt tækifæri til íþróttaiðkunar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18821#2209225)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 130 Málinu frestað vegna vanhæfisreglna.
=== 45.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 ===
2209004F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku EÓT, BÞ, EÓT, LBÁ, DS, EÓT, LBÁ, SÓ, GLE.
Til máls tóku EÓT, BÞ, EÓT, LBÁ, DS, EÓT, LBÁ, SÓ, GLE.
- 45.1 2008094
[Áheyrnarfulltrúar og hlutverk þeirra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2008094)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Farið yfir nýja áheyrnafulltrúa í fræðslunefnd. Hlutverk þeirra og skyldur ræddar.
- 45.2 2101082
[Skólastefna 2021-2025](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2101082)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Ingvar Sigurgeirsson kemur til fundarins og kynnir skólastefnuvinnuna fyrir nýrri fræðslunefnd. Farið yfir megininntakið í stefnunni og næstu skref.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa skólastefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Fræðslunefnd tekur til umræðu á næsta fundi sínum aðgerðaráætlun og áherslur/forgangsröðun verkefna út frá skólastefnunni. Fræðslunefnd mun hafa það hlutverk að vinna með aðgerðaráætlun fyrir skólastefnuna sem á að vera tilbúinn fyrir jól. Ingvar mun aðstoða við þá vinnu.
Ingvar mun, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, vinna áfram að gerð minnisblaðs um skólahald og skólaskipan í Borgarbyggð.
Nýja Skólastefnan ber með sér mikinn metnað fyrir skólahaldi í Borgarbyggð næstu árin. Nú þarf að kynna stefnuna vel og gera hana sýnilega nemendum, starfsfólki skóla og foreldrum.
- 45.3 2209014
[Handbók skólaþjónustu 2022-2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2209014)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir nýja handbók skólaþjónustu. Í handbókinni má nálgast upplýsingar um áherslur skólaþjónustunnar, vinnubrögð og einnig þær breytingar sem tengjast innleiðingu á nýjum farsældarlögum.
- 45.4 2209010
[Samningur við Tröppu um talþjálfun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2209010)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Fræðslunefnd leggur til að tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði samþykkt og gerður verði samningur við Tröppu um talþjálfun. Er þetta mikið framfaraskref fyrir nemendur í Borgarbyggð. Ljóst er að einhvern tíma tekur að aðlaga okkur þessari nýju þjónustu og mun það verða útfært í samráði milli leikskóla og fjölskyldusviðs Borgarbyggðar.
- 45.5 2207011
[Innra-mat grunnskólar 2021-2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2207011)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Helga Jensína Svavarsdóttir og Júlía Guðjónsdóttir skólastjórar Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi koma til fundarins og kynna niðurstöðu innra mats í skólunum. Sjálfsmatsskýrslur skólanna er hægt að nálgast á heimasíðu skólanna.
- 45.6 2209013
[Ársskýrslur grunn- og leikskóla 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2209013)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Ársskýrslur Grunnskóla Borgarfjarðar, Klettaborgar, Andabæjar og Hraunborgar lagðar fram. Á næsta fundi nefndarinnar verða skýrslur annarra skóla lagðar fram.
- 45.7 2209027
[Starfsemi Óðal 2022-2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2209027)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri í tómstundamálum kemur til fundarinns og ræðir stöðuna í Óðali. Fræðslunefnd samþykkir að gera tímabundna breytingu á starfshlutföllum í Óðali fram að áramótum. Forstöðumaður verður ráðinn til starfa tímabundið í 80% starfshlutfall fram að áramótum. Þetta á ekki að hafa áhrifa á kostnað við rekstur Óðals. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni.
- 45.8 2208132
[Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2208132)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211
- 45.9 2209024
[Baráttudagur gegn einelti 8.nóvember 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18809#2209024)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 211
=== 46.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 ===
2206026F
Fundargerð framlögð.
Til máls tóku SÓ, LBÁ og SÓ.
Til máls tóku SÓ, LBÁ og SÓ.
- 46.1 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að stefnt skuli að innleiðingu að fjögurra tunnu kerfi við heimili 1. janúar 2023, sbr. lög um hringrásarhagkerfi. Fyrir liggja hugmyndir um kostnað frá Íslenska Gámafélaginu vegna íláta og merkinga. Nefndin vísar erindinu til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að afla frekari gagna, m.a. um möguleika á frekari flokkun á grenndarstöðvum, innleiðingu "borgað-þegar-hent-er" kerfis og mögulegum útfærslum á gjaldskrá. Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.
- 46.2 2109147
[Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum - stuðningsverkefni](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2109147)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Lagt fram til kynningar.
- 46.3 2206259
[Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2206259)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að deildarstjóri umhverfis-og framkvæmdamála sitji þennan fund.
- 46.4 2206234
[Erindi um hundagerði á Hvanneyri](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2206234)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis-og framkvæmdadeild að kanna möguleika á uppsetningu hundagerðis á Hvanneyri. Starfsfólki er falið að hafa samband við Landbúnaðarháskóla Íslands og leggja mat á kostnað við slíka framkvæmd.
- 46.5 2208117
[Ályktun frá Búnaðarfélagi Lunddæla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2208117)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd hafnar erindinu en telur mikilvægt að skoða þessi mál heildstætt við gerð næstu útboðsgagna fyrir úrgangsþjónustu sveitarfélagsins.
- 46.6 2208130
[Deild umhverfis-og framkvæmdamála ágúst 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18794#2208130)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 35 Lagt fram.
=== 47.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 36 ===
2209012F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók SÓ.
Til máls tók SÓ.
=== 48.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 ===
2209011F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók SÓ.
Til máls tók SÓ.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
- 48.2 2206070
[Umhverfisviðurkenningar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18815#2206070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela dómnefnd að fara yfir innsendar tilnefningar og að umhverfisviðurkenningar verði veittar í október.
- 48.3 2206234
[Erindi um hundagerði á Hvanneyri](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18815#2206234)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Afgreiðslu erindis frestað, þar sem afstaða landeiganda liggur ekki fyrir.
- 48.4 2209015
[Söfnun brotajárns ofl. 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18815#2209015)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Samið hefur verið við Hringrás um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka á grundvelli verðfyrirspurnar. Átakið hefur verið auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í prentmiðli. Skráningarfrestur er til 5. október.
Lagt er til að gámar fyrir timbur og grófan úrgang verði settir út sem hér segir:
18.-25.okt: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir, Síðumúli
27.-1.nóv: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá, Högnastaðir
- 48.5 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18815#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Lagt fram
- 48.6 1908004
[Fyrirkomulag snjómoksturs](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18815#1908004)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs í dreifbýli. Nefndin felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 37 Lagt fram.
=== 49.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 ===
2210001F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DÓ.
Til máls tók DÓ.
- 49.1 1902167
[Hraunsnef, breyting á aðalskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#1902167)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun 56,5ha svæðis í landi Hraunsnefs skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði eða nálæg náttúrusvæði eins og Grábrókarhraun.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Niðurskóga í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til 30 ha svæðis í landi Húsafells III þar sem skilgreint er íbúðarsvæði í stað frístundabyggðar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlufalli og auknu byggingarmagni á lóð Borgarbrautar 55 í Borgarnesi. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir frístundasvæði í landi Norðtungu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 49.6 1812123
[Litlu-Tunguskógur - nýtt deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#1812123)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Frístundabyggð í landi Húsafells III frá árinu 2007 samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Niðurstaða skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
- 49.7 2209098
[Húsafell-Fristundabyggð-Litlu-Tunguskógur-L219075](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209098)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg - Frístundabyggð til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.09.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu aftur til auglýsingar þar sem breytingar frá auglýstri tillögu eru verulegar. Málsmeðferð verður skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 49.9 2210032
[Galtarholt II L135042 - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2210032)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti II í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 27.09.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 49.10 2108070
[Hótel Varmaland fyrirhuguð uppbygging](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2108070)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð að Varmalandi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 49.11 2209241
[Nes 3 - L216102 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209241)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum að Nesi, Nesi 2 og Nesi 3.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeiganda Jafnaskarðsskógslands og eigenda sumarhúsa Lambhaga og Jafnaskarðsskógslands Laufshaga.
- 49.13 2206140
[Guðjónstún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2206140)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Ferjubakka 1 Trana, Ferjubakka 2, Ferjubakka 2 Miðbæ, Ferjubakka 3, Ferjubakka 3 Efstabæ, Ferjukoti 3 og Miðbæ 2.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir sumarhúsaeigendum að Klettsflöt 1-3.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Grímarsstaða og Grímarsstaða 4.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Hofsstaða, Tómasarhaga Litla-Holts, Þrúðasels og Selhaga.
- 49.17 2208128
[Innra-Fell - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2208128)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynnt verði fyrir landeigendum Hurðabaks og Hlíðarkletts.
- 49.18 2208074
[Grjóteyri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2208074)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Grjóteyrar, Grjóteyrar 1, Grjóteyrartungu og Umhverfisstofnun Íslands.
- 49.19 2210033
[Birihlíð í Varmalandi - Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2210033)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegna gatnagerðar og lagnavinnu við Birkihlíð á Varmalandi með vísan til framlagðra gagna.
- 49.20 2210043
[Flatahverfi á Hvanneyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2210043)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að gefa út framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagnavinnu í Flatahverfinu á Hvanneyri með vísan til framlagðra gagna.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Fulltrúar minnihluta skipulags- og byggingarnefndar leggja fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar minnihluta skipulags- og byggingarnefndar telja ekki forsendur til samþykktar á umræddri tilkynningarskyldri framkvæmd, með vísan til þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag né heimild í Aðalskipulagi Borgarbyggðar á svæðinu fyrir reisingu rannsóknarmasturs."
Davíð Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun í málinu til atkvæðagreiðslu:
"Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að heimila framlagða tilkynningarskylda framkvæmd þar sem hún er í samræmi við heimildir á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgargbyggðar 2010-2022. Heimildin gildir til eins árs í takt við erindið, jarðraski skal haldið í lágmarki og að loknum mælingum skulu ummerki fjarlægð."
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Á móti voru KRS og GSG.
- 49.22 2209026
[Vilmundarstaðir 2 L216109 - Nafnabreyting](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209026)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á Vilmundarstöðum 2 L216109. Mun landið heita Fljótseyri sem er eitt af örmerkjum á landinu.
- 49.23 2208251
[Skíðsholt L136027 - Klettakot L198779 - Nafnabreyting](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2208251)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Skíðsholt L136027 og Skíðsholt Klettakot L198779.
Eftir samruna mun landið heita Skíðsholt L136027, stærð 376 ha.
- 49.24 2209248
[Laugagerði - ósk um umsögn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209248)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við nýtt deiliskipulag, Laugagerði, í Eyja- og Miklaholtshreppi en leggur áherslu á að hugað verði að mengunarvörnum m.t.t. verndunar lífríkis í Haffjarðará. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
- 49.25 2111243
[Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2111243)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur að gjaldskrám skipulags- og byggingarfulltrúa.
- 49.26 2208191
[Umbótavinna í skipulags- og byggingardeild](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2208191)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Sviðsstjóri fer yfir helstu breytingar sem hafa verið gerðar á vinnslu mála í kjölfar breytinga á skipuriti sveitarfélagsins í ágústmánuði.
- 49.27 2209235
[Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingardeildar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209235)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Lögð fram til kynningar.
- 49.28 2209009F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 200](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209009F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Lögð er fram fundargerð 200. fundar byggingarfulltrúa.
- 49.29 2209022F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 201](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18822#2209022F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 45 Lögð er fram fundargerð 201. fundar byggingarfulltrúa.
=== 50.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 39 ===
2209029F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók EMJ.
Til máls tók EMJ.
- 50.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18819#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 39 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 39 Starfsáætlunin fyrir málaflokka nefndarinnar árið 2023 inniheldur spennandi, metnaðarfull og flott verkefni.
Lögð verður áhersla á stafræna þróun í þjónustuveitingu sveitarfélagsins með því að halda áfram samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og með nýrri heimasíðu sveitarfélagsins, sem verður til þess fallin að auka til muna þjónustustig í upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina.
Nefndin ætlar einnig að leggja grunn að upplýsingapakka fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu, halda áfram að vekja athygli á kostum sveitarfélagsins með markvissum auglýsingaherferðum með nýju kynningarefni, stuðla að aukningu í viðburðahaldi og skoða innkomuna í Borgarbyggð. Þá stendur einnig til að láta útbúa atvinnumálastefnu og stefnumótun í stafrænni þróun.
Í fjárhagsáætlun fyrir menningarmál verður lögð áhersla á að fara í innviðaendurnýjun á innanstokksmunum, auka viðburðarhald til að auka hlutverk safnsins í daglegu lífi fólks og standsetja fyrstu hæðina í húsinu til að koma upp nýrri sýningu. Einnig þarf að fara í markvissa vinnu við gerð stefnumótunar fyrir öll söfnin í samræmi við skýrslu um framtíðarskipan Safnahúss.
Föst hátíðahöld verða á sínum stað ásamt nýjungum. Nefndin vill leggja til að fræðslunefnd kanni þann möguleiki á að hafa allar íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar opnar 17. júní árið 2023. Tíðkast hefur að sundlaugin í Borgarnesi sé lokuð á þessum degi en sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum opnar.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 39 Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur samskiptastjóra að boða slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar á næsta fund nefndarinnar til að ræða hvernig eigi að minnast þessara tímamóta á komandi ári.
Fundi slitið - kl. 18:00.