Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 172. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 172
=== miðvikudaginn 12. október 2022 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir og Kristín Jónsdóttir. ===
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Óli Rúnar Ástþórsson boðaði forföll á fundinn.
=== Þetta gerðist: ===
**Almenn mál** **1. Erindi frá vinnuhópi um eigandastefnu Faxaflóahafna. – Mál nr. 2204012**
Fulltrúar starfshóps um eigandastefnu Faxaflóahafna mættu á fund hreppsnefndar.
Drög að stefnunni kynnt.
**Gestir**
Helga Hlín Hákonardóttir –
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir –
**2. Lántaka – Mál nr. 2106005**
Ákvörðun um að taka lán hjá Arion banka hf.
Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Arion banka hf. að fjárhæð 30.000.000 kr. til 3 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánstilboð sem liggur fyrir fundinum.
Jafnframt er Jóni Eiríki Einarssyni kt. 021068-5789, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skorradalshrepps að undirrita skuldabréf við Arion banka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að mótttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:00.