Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 4
**1. 2208081 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023**
|Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir menningarmálaflokkinn 2023 til umræðu stjórnar ásamt drögum starfsáætlunar.|
Stjórn samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun menningarmála fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
[Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WWEEkdVgD0uZBvwD09ALFw1&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf)
**2. 2210048 - Gjaldskrá bókasafna 2023**
|Framlögð drög að gjaldskrá bókasafna til umfjöllunar og afgreiðslu.|
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár bókasafna sem taki gildi 1.1.2023 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
**3. 2209114 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2023**
|Framlögð drög að gjaldskrám minjasafna til umfjöllunar og afgreiðslu.|
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár minjasafna með minniháttar breytingum. Gjaldskrár taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs samhliða því að uppfærsla verði á gjaldskrá ársins 2022 til samræmis við 2024.
**4. 2210047 - Gjaldskrá félagsheimila**
|Framlögð drög að gjaldskrá félagsheimila til umfjöllunar og afgreiðslu.|
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár félagsheimila sem taki gildi 1.1.2023 og vísar gjaldskrám til afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er vísað til forstöðumanns menningarstofu að endurmeta gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Skrúð í samráði við Slysavarnardeildina Hafdísi og leggja fyrir stjórnina.
**5. 2209222 - Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöð Stöðvarfirði**
|Framlögð beiðni félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um fjárstyrk til rannsókna. Á fundi með þingmönnum kjördæmisins var farið yfir stöðu og áherslur og lögð áhersla á mikilvægi þess að rannsóknum verði fram haldið.|
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar heldur áfram að styrkja við fornleifagröftinn eins og undanfarin ár og mun beita sér eins og kostur er fyrir því að afla fjármagns til stuðnings verkefnsins.
[Umsókn frá Björgvin Valur Guðmundsson.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8z6AurFS3kmGMyUCLQw8yg&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=Umsókn frá Björgvin Valur Guðmundsson.pdf)
**6. 2206071 - Starfshópur um framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**
|Vísað var frá fyrri fundi stjórnar til forstöðumanns safnastofnunar að kanna möguleika á heimsókn námsbrautar í safnafræði hjá HÍ til að meta valkosti vegna staðsetningar sem fram koma í minnisblaði starfshópsins. Námsbrautin lýsir áhuga á að koma að verkefninu sé þess óskað. Gerð grein fyrir heimsókn menningar- og viðskiptaráðherra í Stríðsárasafnið og fundi sem haldinn var með þingmönnum 5 október 2022. |
Stjórnin telur að skoða þurfi nánar valkosti fyrir staðsetningu Stríðsársafnsins í miðbæjarskipulagi Reyðarfjarðar til samanburðar við núverandi staðsetningu safnsins. Því er tillaga stjórnar að við gerð skipulags miðbæjar á Reyðarfirði verði litið til valkosta fyrir staðsetningu safnsins og þeir fari í hefðbundið kynningar- og afgreiðsluferli við skipulagsgerðina. Stjórn menningarstofu og safnastofnunar taki þátt í því ferli. Stjórnin vísar málefninu til skoðunar bæjarráðs.
Jafnframt er formanni stjórnar og forstöðumanni safnastofnunar falið að rita mennta- og viðskiptaráðherra erindi um framtíðarsýn og markmið sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu safnsins og tillögur að uppbyggingu þess.
[Starfshópur um framtíð Ísleska stríðsárasafnið 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Pc26xeSw0aIpk0t0ORPyQ&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=Starfshópur um framtíð Ísleska stríðsárasafnið 2022.pdf)
[Erindisbréf starfshóps um stríðsárasafnið.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=fArt61GY_Um90IqTeN5MpA&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=Erindisbréf starfshóps um stríðsárasafnið.pdf)
[LOKASKÝRSLA - ÍSLENSKA STRÍÐSÁRASAFNIÐ 2020..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=bbzZ4SpIvEa5V3276MvTKg1&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=LOKASKÝRSLA - ÍSLENSKA STRÍÐSÁRASAFNIÐ 2020..pdf)
**7. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar**
|Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.|
Fjallað um mikilvægi ungmennaráðs og að sjónarmið þeirra komi fram ásamt því að tekið sé tillit til þeirra við ákvarðanatöku í þeim málum sem þau varðar.
[Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=2VAzjBLt1UGtDxkyggZKLA&meetingid=JrA6hON2ck21eBoTPrF6sA1
&filename=Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf)
**8. 2004118 - Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2020 - 2022**
|Farið yfir málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði. Á fundi með þingmönnum kjördæmisins var farið yfir stöðu og áherslur sveitarfélagsins í málefnum þess og að miðstöðin verði miðstöð skapandi greina á Austurlandi.|