Hveragerðisbær
Fasteignafélag Hveragerðis ehf
= Fasteignafélag Hveragerðis ehf =
Dagskrá
Njörður Sigurðsson formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2021 ===
2208249
Aðalfundur félagsins haldinn þann 12. september 2022. Nýr formaður kynnti það sem helst var framkvæmt á árinu. Hefðbundið viðhald var á Hamarshöll en árlega þarf að yfirfara allan vélbúnað, endurnýja reimar og annað slíkt svo búnaður sé ávallt í góðu lagi.
Á árinu 2021 var lokið við smíði húss utan um blásarabúnað hússins. Flutningurinn á blásarabúnaðinum var gerður í fullu samráði við Duol. Í framhaldinu var óskað eftir að fá aðila frá Duol til að yfirfara húsið fyrir veturinn og í september kom aðili þaðan og tók húsið út. Hann taldi húsið vera óvanalega vel við haldið. Að öðru leyti var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á árinu.
Á árinu 2021 var lokið við smíði húss utan um blásarabúnað hússins. Flutningurinn á blásarabúnaðinum var gerður í fullu samráði við Duol. Í framhaldinu var óskað eftir að fá aðila frá Duol til að yfirfara húsið fyrir veturinn og í september kom aðili þaðan og tók húsið út. Hann taldi húsið vera óvanalega vel við haldið. Að öðru leyti var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á árinu.
=== 2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2021 ===
2208250
Ársreikningur ársins 2021 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.
=== 3.Kosningar í stjórn og kosning endurskoðenda ===
2208251
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Njörður Sigurðsson, formaður, Halldór Benjamínsson og Alda Pálsdóttir. Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson. Endurskoðandi verði Deloitte ehf.
=== 4.Ákvörðun um hvernig skuli farið með tap félagsins ===
2208252
Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.
=== 5.Greiðslur til stjórnar ===
2208253
Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.
=== 6.Samþykktir félagsins til kynningar ===
2208254
Samþykktir félagsins lagðar fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Getum við bætt efni síðunnar?