Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 260
==== 13. október 2022 kl. 16:30, ====
Fundaraðstaða Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá
== Fundinn sátu ==
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga haust 2022 ==202208734
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem gerður hefur verið samningur við varðandi barna og unglingastarf. 16:30- 17:30 Umfa - á skrifstofu félagsins að Varmá.
Að þessu sinni heimsótti Íþrótta- og tómstundanefnd Ungmennafélagið Aftureldingu. Tilgangur heimsóknanna er að ný nefnd kynnist starfi félaganna, áherslum þeirra og væntingum. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar mjög góðar móttökur og gott samtal og hlakkar til að starfa með félögunum á komandi árum. Glærur og fundarpunktar fylgja með sem fylgiskjöl.
== 2. Ársyfirlit íþróttamiðstöðva ==202210240
Ársyfirlit Íþróttamiðstöðva lagt fram og kynnt.
Íþróttafulltrúi lagði fram og kynnti ársyfirlit íþróttamiðstöðva Mosfellsbæjar. Einnig fór hann yfir og kynnti könnun Maskínu um hver er uppáhalds sundlaug landsmanna.
== 3. Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæði ==202210199
Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæðinu
Bókun D lista: Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir hlutverk hópsins. Hverjir eiga að sitja í hópnum og hvað á að gera við þá samþykkt sem nú þegar liggur fyrir um uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá sem samþykkt var á samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Tillaga: Íþrótta- og tómstundanefnd vísar tillögu um stofnun starfshóps vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæðinu til bæjarráðs.
Hlutverk hópsins verður að vinna heildstæða langtíma uppbyggingar- og viðhaldsáætlun fyrir íþróttamannvirki á Varmársvæðinu svo það standist nútímakröfur. Svæðið verði teiknað upp eins og það kemur til með að líta út fullnýtt og verkefni tímasett samkvæmt forgangsröðun.
Niðurstaða:
Afgreiðsla 260 fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúar D list sitja hjá.
== 4. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar ==201810279
Fundargerðir samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar 14.sept.22 og 27.sept.22. lagðar fram.
Frestað
== 5. Erindi frá Motomos vegna uppbyggingar á íþróttasvæði við Tungumela ==202210162
Erindi frá Motomos vegna uppbyggingar á íþróttasvæði við Tungumela
Erindið lagt fram. Íþrótta og tómstundanefnd vísar erindinu til umhverfissvið og íþróttafulltrúa til umsangar og afgreiðslu.
== 6. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 ==202203831
Drög að samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ Nú liggja fyrir drög að uppfærðum samning við íþróttafélagið Ösp og Skíðadeild KR - samningarnir eru með sömu breytingum og hækkununm og önnur félög hafa skrifað undir á tímabilinu.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi drög að samstarfssamningum við íþróttafélagið Ösp og skíðadeild KR - 2022-2024. Samningar byggja á fyrri samningum sem gerðir voru 2018-2021. Samningar voru unnir í samstarfi við félögin. Líkt og áður munu félögin gera grein fyrir nýtingu fjármuna með reglulegum skýrslu eins og kveðið er á um í samningum.