Skagafjörður
Landbúnaðarnefnd
= Landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli Skagafjarðar ===
2208252
Vegna sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði fyrr á árinu, þá þarf að endurskoða samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Sigrúnu Evu Helgadóttur og Kára Gunnarssyni að fara yfir samþykktina með tilliti til breytinga og leggja drög fyrir næsta fund nefndarinnar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Sigrúnu Evu Helgadóttur og Kára Gunnarssyni að fara yfir samþykktina með tilliti til breytinga og leggja drög fyrir næsta fund nefndarinnar.
=== 2.Ágangur búpenings frá Þrastarstöðum ===
2208127
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022 frá Kristjáni Knútssyni, Litlu Brekku varðandi lausagöngu búfjár frá Þrastarstöðum.
Landbúnaðarnefnd telur að sveitarfélagið sé ekki málsaðili samkvæmt lögum og beinir því til málsaðila að leysa málið sín á milli.
Landbúnaðarnefnd telur að sveitarfélagið sé ekki málsaðili samkvæmt lögum og beinir því til málsaðila að leysa málið sín á milli.
=== 3.Skógarhlíðargirðing norður ===
2209043
Lögð fram gögn frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi girðingu og mögulegar girðingarleiðir í norðanverðri Skógarhlíð ofan Sauðárkróks.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina ákvörðun um breytingu á girðingarstæði til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina ákvörðun um breytingu á girðingarstæði til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.
=== 4.Fjárhagsáætlun 2023 - Landbúnaðarmál ===
2210099
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á framlögum til viðhalds girðinga. Aðrir liðir breytast eftir forsendum rammaáætlunar. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2023. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2023. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.285 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
=== 5.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar ===
2208249
Vegna sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði fyrr á árinu, þá þarf að endurskoða Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021.
Landbúnaðarnefnd stefnir að fjallskiladeildir verði sameinaðar í sveitarfélaginu þar sem mögulegt er og sömuleiðis aflögðum skilaréttum fækkað. Málið verður til umfjöllunar hjá nefndinni áfram.
Landbúnaðarnefnd stefnir að fjallskiladeildir verði sameinaðar í sveitarfélaginu þar sem mögulegt er og sömuleiðis aflögðum skilaréttum fækkað. Málið verður til umfjöllunar hjá nefndinni áfram.
=== 6.Fjallskilasjóður framhluta Skagafjarðar - ársreikningur 2021 ===
2208129
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2021.
=== 7.Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta, ársreikningur 2021 ===
2208286
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta, fyrir árið 2021.
=== 8.Ársreikningur 2021 Fjallsk.sjóður V-Fljóta ===
2209138
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta, fyrir árið 2021.
Fundi slitið - kl. 11:20.