Kópavogsbær
Skipulagsráð - 129. fundur
Lögð fram fyrirspurn Trípólí arkitekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 21. september 2021 um breytingar á lóðinni nr. 19 við Melgerði.
Í breytingunni felst stækkun á stakstæðri bílgeymslu á lóðinni um 42,5 m² til suðurs. Í stækkuninn er gert ráð fyrir að komið verði fyrir vinnustofu.
Núverandi íbúðarhús er skráð 155,1 m² og stakstæð bílgeymsla 43 m², samtals 198,1 m². Lóðarstærð er 791 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,25. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240,6 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,30.
Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerðis 15, 16, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 26 og Vallargerðis 16, 18, 20, 22 og 24 er 0,29 (hæst 0,18 og lægst 0,50).
Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 og skýringar dags. 29. september 2021.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Melgerðis 15 og Vallargerðis 18 liggur fyrir.
Skipulagsráð felur skipulagsdeild að vinna tillöguna áfram.