Vesturbyggð
Hafna- og atvinnumálaráð - 43
= Hafna- og atvinnumálaráð #43 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 17. október 2022 og hófst hann kl. 15:00
====== Nefndarmenn ======
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
== Almenn mál ==
=== 1. Framkvæmdir 2023 ===
Farið yfir áherslur og tillögur hafna- og atvinnumálaráðs til fjárhagsáætlunar 2023.
=== 2. Umsagnarbeiðni -breyting á afmörkun eldissvæðavið Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Krikjuból í Arnarfirði ===
Valdimar Bernódus Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 13. September frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar vegna framkvæmdar Arnarlax um breytingu á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði.
Hafna- og atvinnumálaráð telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila og telur að framkvæmdin kalli ekki á gerð umhverfismats.
Valdimar Bernódus Ottósson kom aftur inn á fundinn.
=== 3. Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn ===
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild þess verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3%.
Hafna- og atvinnumálaráð vísar umsagnarbeiðninni áfram til bæjarráðs og leggur til að heildarhagsmunir sveitarfélagsins verði reiknaðir út við þessar breytingar.
=== 4. Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar ===
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Áformað er að leggja til að komið verði á fót heildstæðu viðurlagakerfi vegna brota á helstu lögum á sviði fiskveiðistjórnar.
Lagt fram til kynningar.
== Fundargerðir til kynningar ==
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20**