Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla, Helga Jensína Svavarsdóttir fyrir hönd skólastjóra í grunnskólum, Gróa Erla Ragnvaldsdóttir, f.h. kennara, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir f.h. foreldra, Sigríður Björnsdóttir f.h. skólastjóra tónlistarskóla, Hrafnhildur Tryggvadóttir f.h. foreldrar barna í tónlistarskóla. Allir áheyrnarfulltruar voru undir kynningu á liðum 1-5, fulltrúar grunnskóla og foreldra barna í grunnskóla undir liðum 1-8 og fulltrúar skólastjóra og starfsmanna í leikskóla voru undir liðum 1-11. Ekki vannst tími til að ljúka við alla dagskrárliði sem færast til næsta fundar.
=== 1.Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar ===
2203124
Bragi Þór Svavarsson skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar kemur til fundarins og ræðir samstarf menntaskólans við Borgarbyggð um Kviku-verkefnið. Búið er að funda með forstöðumönnum og skólastjórnendum þeirra stofnana sem gætu verið þátttakendur í verkefninu og drög að samstarfssamningi liggja fyrir.
Mikill vilji er hjá stofnunum að nýta sér Kviku og nú liggja fyrir drög á samningi á milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjaðar. Fræðslunefnd styður verkefnið og telur að það geti gagnast stofnunum Borgarbyggðar mikið.
=== 2.Fjárhagsáætlun fyrir leik-grunn og tónlistaskóla 2023 ===
2210111
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs kynnir stöðuna við fjárhagsáætlunargerð fyrir leik-, grunn og tónlistaskóla Borgarbyggðar
Rakin var vinna við fjárhagsáætlunargerð. Sviðsstjóri fór yfir umfang málaflokksins og kynnti aðferðir og forsendur við fjárhagsáætlunarvinnuna. Áformað er að sviðsstjóri komi á ný inn á fund nefndarinnar þegar fjárhagsáætlunarvinna er komin lengra á veg.
=== 3.Gjaldskrár á fjölskyldusviði 2023 ===
2210113
Gjaldskrár á fjölskyldusviði teknar fyrir.
Afgreiðslu liðarins frestað til næsta fundar.
=== 4.Baráttudagur gegn einelti 8.nóvember 2022 ===
2209024
Umræður og áherslur fræðslunefndar vegna Baráttudags gegn einelti.
Thelma Dögg Harðardóttir kynnti hugmyndir um dagskrárliði og áherslur. Nefndin var sammála um að brýn ástæða sé til að nýta daginn til að efla umræðu um málaflokkinn. Rætt var um hlutverk og samspil skóla og annarra stofnana samfélagsins. Lögð áhersla á að reynt yrði að efla þátttöku foreldra og stuðla að vakningu þeirra á meðal. Fræðslunefnd felur forvarnarteymi Borgarbyggðar að útfæra.
=== 5.Skólastarfið í Tónlistaskóla Borgarfjarðar ===
2111009
Sigfríður Björnsdóttir kemur til fundarins og farið yfir starfið í Tónlistaskólnum. Hún fer einnig yfir þróunnarvinnuna með Listaskólann.
Sigfríði þakkað fyrir kynningu á metnaðarfullum hugmyndum og starfi.
=== 6.Forvarnarteymi Borgarbyggðar ===
2209209
Tilvísun frá Velferðarnefnd:
"Fræðsla um forvarnir
2201047
Á síðasta fundi velferðarnefndar voru forvarnarmál varðandi geðheilbrigði og heilsueflingu hjá sveitarfélaginu rædd. Nefndin óskaði eftir því að fá kynningu á skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu á næsta fund velferðarnefndar til þess að byggja á við mótun áherslna Borgarbyggðar í forvarnarstarfi næstu ára.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynni minnisblað er lítur að skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu og hugmynd að breyttu fyrirkomulagi sem felur í sér að stofnaður verði stýrihópur um málaflokkinn. Nefndin styður tillögu að breyttu fyrirkomulagi og vísar þeim til umræðu í fræðslunefnd. Velferðarnefnd fer fram á að þeir starfsmenn sem koma til með að sinna málaflokknum komi á næsta fund nefndarinnar."
"Fræðsla um forvarnir
2201047
Á síðasta fundi velferðarnefndar voru forvarnarmál varðandi geðheilbrigði og heilsueflingu hjá sveitarfélaginu rædd. Nefndin óskaði eftir því að fá kynningu á skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu á næsta fund velferðarnefndar til þess að byggja á við mótun áherslna Borgarbyggðar í forvarnarstarfi næstu ára.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynni minnisblað er lítur að skipulagi forvarnarmála hjá sveitarfélaginu og hugmynd að breyttu fyrirkomulagi sem felur í sér að stofnaður verði stýrihópur um málaflokkinn. Nefndin styður tillögu að breyttu fyrirkomulagi og vísar þeim til umræðu í fræðslunefnd. Velferðarnefnd fer fram á að þeir starfsmenn sem koma til með að sinna málaflokknum komi á næsta fund nefndarinnar."
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstundamála kom til fundarins. Hún fór yfir minnisblað sem lagt var fyrir velferðarnefnd um nýstofnað forvarnarteymi Borgarbyggðar. Teymið heldur utan um forvarnarmál, barnvænt samfélag og heilsueflandi samfélag. Mun teymið starfa með bæði velferðarnend og fræðslunefnd. Eftir á að skipa í stýrihóp sem starfar með teyminu. Sigríður fór yfir hvað er framundan í forvarnarmálum.
=== 7.Fjárhagsáætlun fyrir tómstundir 2023 ===
2210112
Kynning á helstu atriðum fjárhagsáætlunar fyrir tómstundir 2023.
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir sat fundinn og kynnti tómstundaverkefni á vegum sveitarfélagsins og m.a. farið yfir starfsemi Óðals og rædd hugmynd að mönnun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2023. Fræðslunefnd óskar eftir nánari upplýsingum um verkefni nýs forstöðumanns Óðals og hvað felst í áformaðri viðbótarmönnun.
=== 8.Skólasóknarreglur 2022 ===
2208246
Kynntar nýjar skólasóknarreglur fyrir grunnskóla Borgarbyggðar.
Lagðar fram til kynningar nýjar skólasóknarreglur fyrir grunnskóla Borgarbyggðar
=== 9.Starfsmannamál í leikskólum haust 2022 ===
2209071
Afgreiðsla 609. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar: "Byggðarráð vísar umræðu um mönnun á leikskólanum Hnoðrabóli til umfjöllunar hjá fræðslunefnd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að nánari greiningu valkosta til þess að koma til móts við mönnunarvanda á Hnoðrabóli."
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um mönnunarvanda hjá Hnoðrabóli. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða. Nefndin samþykkir tillögu sviðstjóra um fyrirkomulag tímabundinnar skerðingar á opnunartíma. Gert er ráð fyrir að tillagan verði kynnt foreldrum og taki gildi í kjölfarið. Leitt er að grípa þurfi til þeirra ráðstafana að skerða tímabundið opnunartíma leikskólans. Fræðslunefnd vonar að hægt verði að draga þessar aðgerðir til baka sem fyrst.
=== 10.Innleiðing á farsæld - leikskólar í Borgarbyggð ===
2210115
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs óskar eftir hálfum skipulagsdegi, aukalega, fyrir leikskóla Borgarbyggðar. Vegna vinnu við innleiðingar á farsæld barna þurfa leikskólarnir að fá aukalega hálfan skipulagsdag.
Fræðslunefnd styður ósk sviðsstjóra fjölskyldusviðs um að bæta við hálfum skipulagsdegi hjá leikskólunum í Borgarbyggð. Mikilvægt er að innleiðing farsældarlaganna gangi vel og styður fræðslunefnd að leikskólar fái rými til þess að sinna innleiðingunni. Fræðslunefnd bendir þó á að starfsdagar eiga bæaði að nýtast til að sinna reglulegum og nýjum málefnum sem upp koma og kalla á fræðslu hjá starfsfólki leikskóla.
=== 11.Breyting á skóladagatali - Ugluklettur ===
2210114
Lögð fram beiðni Uglukletts um breytingu á skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkir að færa til einn skipulagsdag hjá Uglukletti þannig að starfsdagur sem átti að vera 2. janúar 2023 verður 18. apríl 2023.
Fundi slitið - kl. 19:00.