Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 7
== Fundur nr. 7 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BDS
Bylgja Dögg SigurbjörnsdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
BK
Baldur KjartanssonFjármálastjóri
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 20.október 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Þegar dagskrá hafði verið sett tók Bjartur Aðalbjörnsson til máls varðandi fundarsköp sveitarfélagsins.
Lögð fram til kynningar áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar 2022 sem unnin var af Austurbrú fyrir sveitarfélagið.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar og felur sveitarstjóra að innleiða áætlunina og skipuleggja íbúafund. **
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð fram beiðni um umsögn sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps vegna sölu á jörðinni í kringum Torfastaði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. **
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.
Eftirfarandi uppfærð tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og felur hreppsráði að afgreiða málið á næsta fundi sínum, 3.nóvember 2022.**
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram fundarboð á aðalfund HAUST sem fer fram miðvikudaginn 26.október á Norðfirði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum.
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tilnefnir Söndru Konráðsdóttur sem sinn fulltrúa á fundinum og fer hún með atkvæði Vopnafjarðarhrepps.**
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands varðandi skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar bréfinu til umhverfis- og framkvæmdarráðs til kynningar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur uppfærð fjallskilasamþykkt fyrir starfssvæði SSA sem þarfnast síðari umræðu af hálfu sveitarfélagsins og hefur hlotið umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt og samþykkir hana. **
Tilllagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands dagsett 31.ágúst 2022 varðandi áhrif vegna hækkaðrar vatnsstöðu í Arnarvatni til kynningar.
Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson.
Axel Örn Sveinbjörnsson lagði til tíu mínútna fundarhlé.
Til máls tók Sara Elísabet Svansdóttir að loknu fundarhléi.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:18.