Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Dýravelferðarmál ===
2201042
Fjallað um dýravelferðarmál og framvindu mála.
=== 2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Rætt um möguleika í útfærslum í þjónustu vegna úrgangsmála sem fram koma í framlögðum skýrslum.
Sagt frá ráðstefnu sem haldin var 7. október um innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Sagt frá ráðstefnu sem haldin var 7. október um innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála að leita til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðgjöf og samræmingu við útfærslu úrgangsmála á Vesturlandi.
=== 3.Refa- og minkaeyðing 2022 ===
2210091
Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags.5.10.2022, þar sem óskað er eftir áætlun sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2023-2025.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að halda áfram refaveiði í sveitarfélaginu og mikilvægt er að halda tófu í skefjum vegna fuglalífs og landbúnaðar.
Deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdadeildar falið að skila inn áætlun í samræmi við umræður á fundinum.
Deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdadeildar falið að skila inn áætlun í samræmi við umræður á fundinum.
=== 4.Strandstígur við Borgarnes ===
2110092
Framlögð hönnunargögn vegna strandstígs í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun þeirra mála sem heyra undir Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lögð fram.
Lögð fram til umræðu.
=== 6.Bréf til sveitarstjórnar og sveitarstjóra vegna ástands við Bjarnhóla ===
2210097
Framlagt ódags. erindi, sem barst 11. október 2022 frá Haraldi Frey Helgasyni og Davíð Ólafssyni vegna ástands á losunarstað sveitarfélagsins við Bjarnhóla.
Bókun Byggðarráðs:
Við Bjarnhóla er móttaka jarðvegsúrgangs sem m.a. fellur til vegna byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Móttakan fer hins vegar ekki fram með skipulegum hætti og aðkoma og aðstaða er lítt mótuð. Borgarbyggð hefur ekki virkjað gjaldskrá á svæðinu og hefur því hingað til eingöngu borið af því kostnað. Sá kostnaður er kominn að mörkum fjárhagsáætlunar. Byggðarráð beinir því til sveitarstjóra að reyna eftir megni að viðhalda lágmarksþjónustu við Bjarnhóla ef svigrúm er til staðar. Um leið þá styður Byggðarráð að svæðinu sé lokað þegar starfsfólk Borgarbyggðar metur aðstæður óboðlegar svo sem vegna aurbleytu eða ekki er svigrúm til að sinna lágmarksþjónustu. Byggðarráð beinir til því til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að útfæra gjaldtöku á svæðinu eins fljótt og auðið er og vísar til vinnu í sveitarstjórn við fjárhagsáætlun 2023 að færa aðstæður á svæðinu til betri vegar.
Bókun Byggðarráðs:
Við Bjarnhóla er móttaka jarðvegsúrgangs sem m.a. fellur til vegna byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Móttakan fer hins vegar ekki fram með skipulegum hætti og aðkoma og aðstaða er lítt mótuð. Borgarbyggð hefur ekki virkjað gjaldskrá á svæðinu og hefur því hingað til eingöngu borið af því kostnað. Sá kostnaður er kominn að mörkum fjárhagsáætlunar. Byggðarráð beinir því til sveitarstjóra að reyna eftir megni að viðhalda lágmarksþjónustu við Bjarnhóla ef svigrúm er til staðar. Um leið þá styður Byggðarráð að svæðinu sé lokað þegar starfsfólk Borgarbyggðar metur aðstæður óboðlegar svo sem vegna aurbleytu eða ekki er svigrúm til að sinna lágmarksþjónustu. Byggðarráð beinir til því til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að útfæra gjaldtöku á svæðinu eins fljótt og auðið er og vísar til vinnu í sveitarstjórn við fjárhagsáætlun 2023 að færa aðstæður á svæðinu til betri vegar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun vinna tillögu að gjaldskrá í Bjarnhólum samhliða annarri gjaldskrárgerð.
=== 7.Umhverfisviðurkenningar 2022 ===
2206070
Verðlaunaafhendingu vegna umhverfisviðurkenninga er frestað.
Viðurkenningar verða veittar á nóvemberfundi nefndarinnar.
=== 8.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Framlögð gögn vegna vinnu við verðfyrirspurnargögn vegna snjómoksturs í dreifbýli.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur deild umhverfis- og framkvæmdamála að vinna áfram og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
=== 9.Deild umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla október 2022 ===
2210180
Framlögð skýrsla deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdadeildar.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Á fundi nefndarinnar fóru fulltrúar MAST yfir þá verkferla sem stofnunin fylgir í dýravelferðarmálum. Í bókun nefndarinnar kom fram að nefndin telur ferlið eins og það er hjá MAST í dag vera of þungt í vöfum og telur mikilvægt að verkferlar séu skoðaðir.
Nú eru liðnar sex vikur frá því nefndin fjallaði síðast um málið og á þeim tíma hafa reglulega birst í fjölmiðlum fréttir af umræddu máli og jafnvel myndir af hrossum sem eru illa haldin og talið tvísýnt að þau lifi af veturinn. Fram hefur komið að málið er í ferli hjá MAST sem m.a. gerði kröfu um að hrossunum yrði hleypt út og að þau yrðu fóðruð með heyi samhliða.
Samkvæmt fréttum dags. 19. október voru 13 hross felld vegna óviðunandi holdastigs þeirra. Öðrum hrossum var skilað til umráðamanns en vísbendingar eru um að enn sé nokkur fjöldi hrossa í viðkvæmu ástandi og skulu njóta sérstakrar umhirðu sbr. tilkynningu á vef Matvælastofnunar dags. 19. október 2022.
Nefndin ítrekar að ferlar sem MAST vinnur eftir, virðast gefa mikið svigrúm fyrir búfjáreigendur og telur nefndin að ekki sé gengið nægjanlega hart fram í að framfylgja þeim fyrirmælum sem búfjáreigendum eru gefin í málum sem þessum.
Það er augljóst að umfjöllun um slæma meðferð á skepnum er til þess fallin að varpa neikvæðu ljósi á íslenskan landbúnað og sveitarfélagið Borgarbyggð. Þá getur umfjöllun sem þessi valdið talsverðum fjárhagslegum skaða og skaðað ímynd lands og þjóðar.
Almenningur hefur verulegar áhyggjur af afdrifum þeirra dýra sem búa við slíkar aðstæður, auk þess sem verulegrar reiði gætir í garð þeirrar eftirlitsstofnunar sem sinnir þessum málum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar skorar á Matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Landssamband hestamannafélaga að beita sér í þessu máli og öðrum málum er varða dýravelferð.
Nefnin felur deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdamála að senda bókun nefndarinnar á eftirfarandi aðila: Matvælaráðuneytið, Matvælastofnun, Bændasamtök Íslands, Landssamband hestamannafélaga og til þingmanna NV-kjördæmis.