Grundarfjarðarbær
Bæjarstjórn 264. fundur
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2022. Skv. yfirlitinu hækkaði greitt útsvar um 10,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram sex mánaða uppgjör, janúar-júní 2022, niður á helstu tekju- og kostnaðarliði, en sex mánaða uppgjör niður á málaflokka var lagt fram á síðasta bæjarráðsfundi.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2012-2021.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2022.
-
Bæjarráð - 592
Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 592
Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2023, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 592
Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2022. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 592
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2022 vegna fjárhagsáætlunargerðar.
Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 5. október nk.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 592
Á 591. fundi bæjarráðs þann 25. ágúst sl. var farið í vettvangsferð í grunnskóla og íþróttahús og framkvæmdir skoðaðar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að fresta áætluðum utanhússframkvæmdum (klæðning og fleira) við íþróttahús í ár og lengja framkvæmdatíma útboðs þar að lútandi. Var byggingarfulltrúa í framhaldinu falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við aðrar minni en nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapaðist þar með til að fara í.
Fyrir liggur tillaga frá byggingarfulltrúa um endurbætur innanhúss í anddyri og gangi íþróttahúss, sem og innanhúss á tengigangi milli íþróttahúss og grunnskóla, þ.á m. að fara í gluggaskipti á ganginum. Nýttur verður hluti þeirrar fjárveitingar sem ætlaður var í utanhússklæðningu íþróttahússins.
Tillagan samþykkt samhljóða. Bæjarráð leggur áherslu á að vel sé hugað að efnisvali í anddyri og gangi íþróttahúss, m.a. með tilliti til hljóðvistar og hlýleika.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK og GS.
-
Bæjarráð - 592
Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 32 var auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum með hliðsjón af reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara, var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Árdísar Sveinsdóttur. Bæjarráð hafði áður samþykkt úthlutunina gegnum tölvupóst 15. og 16. september sl.
-
Bæjarráð - 592
Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukinn opnunartíma sundlaugar í samræmi við viðveru starfsmanns íþróttahúss. Jafnframt að bætt verði við opnunartíma á sunnudögum. Fyrir fundinum lágu gögn um áætlaðan heildarlaunakostnað við mögulega sunnudagsopnun í október-desember 2022 og fyrir vetrarmánuði 2023 auk rekstraryfirlits íþróttahúss og sundlaugar jan.-ágúst 2022.
Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma sundlaugar þegar starfmaður er til staðar í húsinu, en leggur ekki til sunnudagsopnun að sinni.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram til kynningar bréf Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningu fasteignagjalda vegna mikillar hækkunar fasteignamats.
-
Bæjarráð - 592
Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands fyrir Grundarfjarðarbæ.
Skv. skýrslunni hefur Grundfirðingum fjölgað um fjóra síðan 1. desember sl.
-
Bæjarráð - 592
Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga varðandi kostnað við skólaakstur á haustönn 2021 og vorönn 2022. Kostnaður Grundafjarðarbæjar vegna skólaaksturs FSN á síðasta skólaári nam 579.796 kr.
-
Bæjarráð - 592
Lagður fram til kynningar samningur Vegagerðarinnar við Slökkvilið Grundarfjarðar um hreinsun vettvangs á og við þjóðvegi í sveitarfélaginu í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast hreinsunar.
-
Bæjarráð - 592
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga með dagskrá ráðstefnu um átakið Samtaka í hringrásarhagkerfi, sem haldin verður 7. október nk.
-
Bæjarráð - 592
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Nýsköpunarnets Vesturlands (Nývest) um fund þróunarsetra, samvinnurýma, FAB LAB og skóla á Vesturlandi, sem haldinn verður 17. október nk., ásamt kynningu á Nývest.
Forseti bar fram tillögu þess efnis að teknir yrðu á dagskrá fundarins með afbrigðum þrír dagskrárliðir; fundargerðir 594. og 595. funda bæjarráðs sem yrðu liðir nr. 5 og 6 á dagskrá og málið Ólafur Tryggvason - Reiðvegur að Kirkjufellsfossi, sem yrði liður nr. 24 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða
Gengið var til dagskrár.