Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 375
= Bæjarstjórn #375 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. október 2022 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Hljóðupptaka ======
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
=== 2. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar ===
Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna aukins kostnaðar við snjómokstur á árinu 2022. Á 939. fundi bæjarráðs var minnisblað sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs tekið fyrir þar sem farið var yfir snjómokstur það sem af var árinu 2022. Fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáæltun 2022 svo hægt yrði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs. Við gerð viðaukans var horft til meðalkostnaðar fyrir tímabilið október - desember, árin 2019 - 2021, jafnframt var tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar hafði orðið. Viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í viðaukanum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar eru 14,4 millj.kr. Viðaukanum er mætt með því að kostnaður vegna fjárfestingar í slökkvibifreið færst yfir á árið 2023 er því fjárfestingin tekin út. Farið var í útboð á slökkvibifreið sem tekið var fyrir og samþykkt á fundi 373. fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst sl. og kemur greiðsla vegna hans ekki til fyrr en á árinu 2023.
Viðauki 5 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður neikvæð um 57,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður jákvæð um 68,7 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 39,8 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 50,2 milljónir.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða
=== 3. Balar 2 - deiliskipulag ===
Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Einar Helgason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Jóns Árnasonar og Tryggvi Bjarnason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur.
Varaforseti Friðbjörn Steinar Ottósson tók við stjórn fundarins.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2. Um er að ræða endurbætta tillögu en á 98. fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði ráðið eftir að gerðar yrðu lagfæringar á tillögunni áður en hún yrði endanlega samþykkt til afgreiðslu.
Skipulags- og umhverfisráð taldi að fullnægjandi lagfæringar hafi verið gerðar á skipulagstillögunni en þær fela í sér að bílastæðum hefur verið fækkað og grænt svæði stækkað á milli Bala 2 og Bala 4 og 6. Ítarlegri skilmálar eru um útlit byggingar s.s. er varða efnisval, uppbrot og svalir.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Varaforseti
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ásgeir Sveinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir komu aftur inn á fundinn.
Tryggvi Bjarnason og Einar Helgason véku af fundi.
Jón Árnason tók aftur við stjórn fundarins.
=== 4. Frístundabyggð Tagl - Framkvæmdaleyfi. ===
Lagt fram erindi Valdimars Gunnarssonar, f.h. Strýtuholts, dagsett 6. október 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á sumarhúsalóðum við Tagl í landi Vesturbyggðar. Meðfylgjandi erindinu er teikning er sýnir framræsluskurð sem þarf að framkvæma til þess að þurrka upp svæðið.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
== Fundargerð ==
===
5.
===
Bæjarráð - 948
Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 4. október 2022. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti
[5.1. #2209022 – Ósk um upplýsingar um stöðu slökkviliðs og vinnslu brunavarnaáætlunar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209022/) [5.2. #2209063 – Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um skipulag og framkvæmdarleyfi](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209063/) [5.3. #2208048 – Fyrirspurn vegna veglagningar í Litladal](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2208048/) [5.4. #2209050 – Skipan fulltrúi í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209050/) [5.5. #2209052 – Skipan starfshóps um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209052/) [5.6. #2206022 – Rekstur og fjárhagsstaða 2022.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2206022/) [5.7. #2209068 – Erindi frá UNICEF á íslandi](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209068/) [5.8. #2209046 – Boð um þáttöku í samráði - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209046/) [5.9. #2209026 – Framlenging á Starfsleyfi - landeldi í Vatnsfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209026/) [5.10. #2209042 – Tillaga kjörnefndar að stjórn sambandsins 2022-2026](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209042/)
===
6.
===
Fasteignir Vesturbyggðar - 80
Lögð fram til kynningar fundargerð 80. fundar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 4. október 2022. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti
===
7.
===
Bæjarráð - 949
Lögð fram til kynningar fundargerð 949. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. október 2022. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
[7.1. #2209070 – Erindi frá félagi um listasafn Samúels og félagi um safn Gísla á Uppsölum - ósk um fjárframlag](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209070/) [7.2. #2209072 – Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209072/) [7.3. #2210002 – Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210002/) [7.4. #2210005 – Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210005/) [7.5. #2209071 – Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar 29.09 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209071/) [7.6. #2210012 – Fundargerð nr. 913 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210012/) [7.7. #2210004 – Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi á jarðhita á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210004/) [7.8. #2210009 – Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi FHP árshátíð Arnarlax](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210009/) [7.9. #2008026 – Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2008026/) [7.10. #2202003 – Breytingar í barnaverndarþjónustu](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2202003/) [7.11. #2201050 – Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2201050/) [7.12. #2209051 – Uppbygging gamalla húsa á Bíldudal](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209051/) [7.13. #2201042 – Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2201042/) [7.14. #2209057 – Bíldudalsskóli - húsnæði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209057/)
===
8.
===
Menningar- og ferðamálaráð - 24
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 18. október 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
===
9.
===
Skipulags og umhverfisráð - 99
Lögð fram til kynningar fundargerð 99. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 17. október 2022. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Forseti og ÁS.
[9.1. #2209037 – Ósk um leyfi til að setja neyðarskýli á Dynjandisheiði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209037/) [9.2. #2208012 – Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2208012/) [9.3. #2209067 – Ósk um nafnabreytingu Seftjörn -Hrófsnes](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209067/) [9.4. #2210004 – Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi á jarðhita á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210004/) [9.5. #2210025 – Umsagnarbeiðni vegna Mjólkárlínu 2, breyting á aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210025/) [9.6. #2210023 – Frístundabyggð Tagl - Framkvæmdaleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210023/) [9.7. #2207003 – Balar 2 - deiliskipulag](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2207003/) [9.8. #2210035 – Dynjandisheiði. Umsókn um stöðuleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210035/)
===
10.
===
Hafna- og atvinnumálaráð - 43
Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar hafna- atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 17. október 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
[10.1. #2210036 – Framkvæmdir 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210036/) [10.2. #2209032 – Umsagnarbeiðni -breyting á afmörkun eldissvæðavið Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Krikjuból í Arnarfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209032/) [10.3. #2209072 – Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209072/) [10.4. #2210002 – Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210002/) [10.5. #2209066 – Fundargerð 445 stjórnar Hafnasambands Íslands](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209066/) **Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 375. fundar fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.