Kópavogsbær
Velferðarráð - 108. fundur
Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn varðandi móttöku flóttamanna dags. 26. september 2022.
"Hve mörgum flóttamönnum hefur Kópavogsbær tekið á móti síðasta áratuginn og hve margir þeirra eru frá Úkraínu? Hve margir þeirra hafa voru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Hvað eru margar fjölskyldur á flótta sem Kópavogur hefur tekið á móti og hve mörg börn alls, brotið niður eftir skólastigi? Eru í Kópavogi börn á flótta sem ekki eru skráð í skóla? Ef svo er, hversu mörg eru börnin og af hverju eru þau ekki skráð í skóla? Hvað gerir Kópavogsbær til að styðja við flóttamenn? Hvar stendur samningagerð við ríkið um móttöku einstaklinga frá Úkraínu í skjól í Kópavogi og hvenær er áætlað að þeim samningum verði lokið? Stendur til að Kópavogsbær geri þjónustusamning um samræmda móttöku annarra flóttamanna en frá Úkraínu. Ef ekki, af hverju?"
Greinargerð verkefnastjóra dags. 18.10.2022 lögð fram.
Gestir
- Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15