Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1154. Fundur
Magnús Magnússon formaður setti fund.
**Afgreiðslur:**
-
** ** **Samkomulag um uppgjör vegna reksturs skólabúða að Reykjum **lagt fram. Byggðarráð samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra undirritun þess. Byggðarráð þakkar fráfarandi rekstraraðilum farsælt samstarf við rekstur skólabúðanna sl. 20 ár og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
-
** ** **Störf undanþegin verkfallsheimild 2023. **Lagður fram listi yfir störf undanþegin verkfallsheimild á árinu 2023 samkvæmt 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og með síðari breytingum um kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Stéttarfélög hafa fengið listann til umsagnar. Athugasemd barst við eitt starfanna sem rökstutt var og í kjölfarið samþykkt. Byggðarráð samþykkir listann og felur sveitarstjóra að senda hann til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
-
** ** **Fundargerðir **lagðar fram til kynningar:
** a) 85. fundur stjórnar SSNV. **
** b) 914. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.**
**Bætt á dagskrá:**
**4. Breyting á leigutaka íbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð. **Byggðarráð samþykkir gerð leigusamnings við Dictum ehf. kt. 670418-1620 til 1. maí 2023.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:40.