Vesturbyggð
Fræðslu- og æskulýðsráð - 81
= Fræðslu- og æskulýðsráð #81 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. október 2022 og hófst hann kl. 16:30
====== Nefndarmenn ======
====== Starfsmenn ======
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
- Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
- Ingibjörg Haraldsdóttir (IH) áheyrnafulltrúi
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
====== Fundargerð ritaði ======
- Gunnþórunn Bender formaður
== Almenn erindi ==
=== 1. Samstarfssamningur ===
Drög að samstarfssamningi við Samtökin 78 lagður fyrir fræðslu- og æskulýðsráð þar sem fram kemur þjónusta sem Samtökin 78 í formi fræðslu til barna og starfsmanna sem vinna með börn. Samningurinn nær yfir árin 2023 - 2025. Sviðsstjóra falið að gera breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum. Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur með minniháttar breytingum.
=== 2. Fræðsluráð, fundartími og fyrirkomulag ===
Framhald af umræðu á síðasta fundi. Reglulegir fundir fræðslu- og æskulýðsráðs hafa verið annar miðvikudagur í mánuði kl. 16.30. Samþykkt að hafa fundi fræðslu- og æskulýðsráðs fyrsta mánudag í mánuði kl. 11.00 og verður þá næsti fundur ráðsins 7.nóvember kl. 11.00.
== Til kynningar ==
=== 4. Ytra mat á leikskólum árið 2023 umsókn ===
Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að sviðsstjóri fjölskyldusvið og leikskólastjóri Arakletts vinni umsókn um ytra mat 2023, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit.
=== 5. Bíldudalsskóli - húsnæði ===
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu aðgerðir sem hafa verið gerðar eftir að það kom upp að húsnæði Bíldudalsskóla er ónothæft vegna myglu.
=== 6. Tónlistarskóli: mat á starfsáætlun ===
Skólastjóri Tónlistaskólans fór yfir mat á starfsáætlun Tónlistaskóla Vesturbyggðar
=== 8. Félagsmiðstöðvar 2022 - 2023 ===
Íþrótta og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir starfsáætlun félasmiðstöðvanna Vest-End á Patreksfirði og Dimon á Bíldudal
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30**