Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 114
**1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar**
|Lögð fram til kynningar Skólastefna Dalabyggðar fyrir árin 2019 til 2022. |
Formaður lagði til að skipaður yrði starfshópur til að halda utan um undirbúning og vinnu við gerð uppfærðrar skólastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023 til 2026.
Samþykkt að fela formanni fræðslunefndar, fulltrúa foreldra í fræðslunefnd og skólastjóra að hefja vinnuna og koma með fyrstu drög að uppfærðri skólasefnu og tillögu að frekara verklagi á næsta fund fræðslunefndar.
**2. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023**
|Skólastjóri fór yfir stöðu einstakra þátta í starfsemi Auðarskóla.|
a) Uppfærð heimasíða Auðarskóla er komin í loftið og er verið að vinna áfram við að setja inn efni á síðuna. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um áramótin næstu og þá verði aftur tekið upp netfangið www.audarskoli.is.
b) Ytra mat leikskóla Auðarskóla. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember n.k. Skólastjóri mun kanna hvernig staðan er á þessu verkefni í ljósi þess að breytingar eru í farvatninu varðandi Menntamálastofnun. Ef verkefnið heldur áfram er skólastjóra falið að leggja inn umsókn f.h. Auðarskóla.
c) Skólapúlsinn, í farvatninu er fyrsta könnun í Skólapúlsinum og beinist hún að nemendum í 2. til 5. bekk.
d) Innra mat grunnskólans og staðan á umbótaáætlun ytra mats. Stefnt er að því að skýrsla innra mats fyrir skólaárið 2021 - 2022 liggi fyrir á nóvemberfundi fræðslunefndar.
Rætt var um starfssemi félagsmiðstöðvarinnar og að ekki er komin fram dagskrá og þ.h. varðandi starfsemina.
Einnig var rætt um líðan nemenda í Auðarskóla í ljósi umræðu undanfarinna daga í fjölmiðlum um einelti. Skólastjóri fór yfir stöðu mála í Auðarskóla og sagði frá að stöðugt sé verið að vega og meta hver staðan er hvað þennan þátt varðar í skólanum. Fræðsla fyrir nemendur, foreldra og samfélagið allt er mikilvæg hvað þennan þátt varðar og er skólinn t.a.m. núna þessar vikurnar að leggja áherslu á að fræða mið- og efstastig um einelti og birtingarmyndar þess. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir vandamenn ungmennanna láti sig málið varða.
Fræðslunefnd mælist til þess að ungmennaráð Dalabyggðar verði kallað saman hið fyrsta og þau fái m.a. til umfjöllunar eineltisstefnu Auðarskóla.
**3. 2210028 - Starfsáætlun Auðarskóla 2022-2023**
|Skólastjóri kynnti drög að starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023. Samþykkt að fræðslunefnd skoði starfsáætlunina á milli funda og komi með ábendingar og/eða tillögur um þætti sem má bæta við og breyta og að hún verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi fræðslunefndar.|
**4. 2205025 - Frístundaakstur**
|Framlagt minnisblað um útfærslu á frístundaakstri fram til 2. desember n.k. |
Fræðslunefnd óskar eftir að byggðarráð Dalabyggðar taki málið til umfjöllunar og afgreiðslu m.t.t.fjármögnunar á fundi sínum n.k. fimmtudag og eigi samtal við Íþróttafélagið Undra um mögulegt fyrirkomulag þessa verkefnis ef af verður.
**5. 1303013 - Framhaldsskóladeild í Búðardal**
|Formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri sögðu frá fundum sem þau áttu með annarsvegar skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hinsvegar skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar um þá möguleika sem væru til staðar um samstarf um framhaldsskóladeild í Búðardal.|
Fræðslunefnd er sammála um að bjóða skólameisturum þessara skóla til fundar með fræðslunefnd Dalabyggðar.