Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 532
**532. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. október 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
**Fundinn sátu:** Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. **Einnig sat fundinn:** Fannar Jónasson, bæjarstjóri. **Fundargerð ritaði:** Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Í upphafi fundar fór forseti í stuttu máli yfir æviágrip og ritverk heiðursborgarans Guðbergs Bergssonar sem varð níræður þann 16. október síðastliðinn.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar sendir Guðbergi heillaóskir vegna afmælisins og óskar honum velfarnaðar.
**Dagskrá:** **1. Aðalskipulag Grindavíkur- endurskoðun - 2209041**
Til máls tók Ásrún.
Í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum. Skipulagsnefnd hefur tekið málið fyrir og sér ekki ástæðu til að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
**2. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060**
Til máls tóku: Ásrún og Hjálmar.
Deiliskipulagstillaga við Þorbjörn lögð fram til samþykktar í auglýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt skipulagsnefndar.
**3. Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar - 2204050**
Forseti vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins og fól Helgu Dís Jakobsdóttur varaforseta að taka við stjórn.
Til máls tóku: Helga Dís, Hjálmar og Hallfríður.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna breytinga á aðstöðu félags- og skólaþjónustu. Óskað er eftir heimild til að nota af fjárheimild verkefnisins "Víkurbraut 62, breytingar á 3. hæð" í að laga núverandi aðstöðu félags- og skólaþjónustu kr. 10.000.000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
**4. Tónlistarskólinn - 50 ára afmæli - 2210034**
Til máls tóku: Ásrún og Helga Dís.
Lagður fram tölvupóstur frá skólastjóra tónlistarskólans, dags. 10. okt. sl. varðandi 50 ára afmæli skólans. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á árið 2022 að fjárhæð kr. 400.000 á bókhaldslykilinn 04511-4920 til að standa straum af afmælishátíð tónlistarskólans. Bæjarráð leggur til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**5. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066**
Til máls tók Ásrún.
Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 29. nóvember næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta.
**6. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Hjálmar og Helga Dís.
Fundargerð 782. fundar dags. 12. október 2022 lögð fram til kynningar.
**7. Bæjarráð Grindavíkur - 1623 - 2209029F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Gunnar Már, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**8. Bæjarráð Grindavíkur - 1624 - 2210003F**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**9. Bæjarráð Grindavíkur - 1625 - 2210008F**
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís, bæjarstjóri og Birgitta Rán.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**10. Skipulagsnefnd - 107 - 2210004F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán, Helga Dís og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**11. Fræðslunefnd - 123 - 2209017F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Birgitta Rán.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**12. Fræðslunefnd - 124 - 2209028F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Hjálmar, Helga Dís, bæjarstjóri og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**13. Frístunda- og menningarnefnd - 119 - 2209030F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri, Gunnar Már og Birgitta Hrund.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**14. Hafnarstjórn Grindavíkur - 485 - 2210007F**
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
Bæjarstjórn / 26. október 2022
[Fundur 532](/v/26054)
Bæjarráð / 19. október 2022
[Fundur 1625](/v/26039)
Hafnarstjórn / 13. október 2022
[Fundur 485](/v/26034)
Bæjarráð / 12. október 2022
[Fundur 1624](/v/26029)
Bæjarráð / 11. október 2022
[Fundur 1623](/v/26028)
Skipulagsnefnd / 11. október 2022
[Fundur 107](/v/26026)
Skipulagsnefnd / 6. október 2022
[Fundur 106](/v/26022)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022
[Fundur 119](/v/26021)
Bæjarstjórn / 3. október 2022
[Fundur 531](/v/26007)
Fræðslunefnd / 3. október 2022
[Fundur 123](/v/26006)
Bæjarráð / 3. október 2022
[Fundur 1622](/v/26005)
Bæjarráð / 14. september 2022
[Fundur 1621](/v/25980)
Hafnarstjórn / 13. september 2022
[Fundur 484](/v/25975)
Fræðslunefnd / 13. september 2022
[Fundur 122](/v/25974)
Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022
[Fundur 118](/v/25963)
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)
Bæjarstjórn / 31. ágúst 2022
[Fundur 530](/v/25951)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 117](/v/25948)
Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 104](/v/25946)
Bæjarráð / 24. ágúst 2022
[Fundur 1619](/v/25943)
Bæjarráð / 17. ágúst 2022
[Fundur 1618](/v/25935)
Bæjarráð / 27. júlí 2022
[Fundur 1617](/v/25915)