Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 286
**1. 2210090 - Til umsagnar 9. mál frá nefndasviði Alþingis**
|Bæjarráð hefur tekið fyrir umsagnarbeiðni vegna þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis. Málið lagt fram til kynningar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn tekur undir hugmyndir bæjarráðs að umsögn um málið.|
**2. 2210114 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Laxa Fiskeldis ehf. um breytingar á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Laxa Fiskeldis vegna breytinga á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði.|
Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna umsögn í samræmi við fyrri umsagnir um málið.
**3. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað**
|Lögð fram beiðni Guðröðar Hákonarsonar, fyrir hönd Hildibrand slf., um fund með hafnarstjórn vegna sjóvarna við Beituskúrinn, Egilsbraut 26, Neskaupstað.|
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðargreiningu á gerð sjóvarna neðan við Egilsbraut 22 og 26 og leggja fyrir næsta fund.
**4. 2210157 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Hoffell**
|Erindi frá Samskip dags. 14. október 2022 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Yevhen Hrushevinchuk, skipstjóra á MS Samskip Hoffell.|
Hafnastjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
**5. 2210160 - Reglur um undanþágu frá hafnsöguskyldu í Fjarðabyggðarhöfnum**
|Endurskoðun á skilyrðum veitingar undanþágu frá hafnsögu í Fjarðabyggðarhöfnum.|
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að yfirfara reglurnar og leggja fyrir að nýju.